Vaka - 01.09.1929, Blaðsíða 40
106
KRISTINN E. ANDRÉSSON:
[vaka]
hans eða er tekið úr bók hans: Tirol unterm Beil. Áður
en ég Iýsi ástandinu í Suður-Tíról, vil ég gera nokkra
grein fyrir, með hverjum hœtti ég kynntist íbúum þar.
Ekki er þó ætlun mín að rekja nákvæma ferðasögu um
landið, heldur drepa á nokkur atriði. Langi menn til
að heyra skemmtilega ferðasögu úr Alpafjöllunum og
lýsingu á Tíról, geta þeir lesið Ferð til Alpafjalla cftir
Árna Þorvaldsson.
Ég var staddur á Þýzkalandi í fyrra sumar og slóst
í för með þýzkum stúdentum, sem ætluðu gönguför um
Alpafjöll. Dró til þess hvorttveggja, að mikið er látið
af fegurð fjallanna og ég hafði gaman af að kynnast
ferðalögum hinna svo nefndu Wandervögel. Við lögð-
um 4. ágúst upp i gönguförina frá Garmisch-Parten-
kirchen, sem liggur suður undir Alpafjöllum. Við vor-
um þá þrír saman. Annar samferðamaður minn, Hein-
rich Könnecke, var frá Flensborg, en hinn, Franz Wer-
ner Meise, var frá Bielefeld, sömu borg og Reinhard
Prinz, sem mörgum er að góðu kunnur hér heima. Til
Garmisch-Partenkirchen er mikill ferðamannastraumur
á sumrin, enda er þar mikil náttúrufegurð. Skammt þar
frá liggur Elmau. Þar býr Jóhannes Miiller, hinn mikli
kennimaður. Leið okkar lá meðfram Zugspitze, hæsta
fjalli á Þýzkalandi. Við sáum menn svífa á svif-
braut upp á tindinn, en héldum sjálfir áfrara göngu
okkar og hugsuðum til hærri fjalla. Á öðrum degi kom-
um við inn i Austurríki (Norður-Tíról), fórum siðan
suður Inndalinn áleiðis til Reschen-Scheideck. Þar
liggja nú landamæri Austurríkis og Ítalíu. Þegar við
nálguðumst landamærin, vorum við mjög eftirvænting-
arfullir, hvernig Italir mundi taka á móti okkur. Við
vissum fyrirfram, hve innilega illa þeim var við ferða-
langa eins og okkur. Sköminu áður en við lögðum af
stað suður, hafði birzt grein í ítölsku blaði um þýzka
ferðamenn, er legði Ieið sína um Suður-Tíról. Einkum
stafaði hætta af þeim, er kæmi í stuttbuxum, með ber