Vaka - 01.09.1929, Blaðsíða 30
156
GUÐM. FINNBOGASON:
[vakaJ
hann hatar, og svo er þar fast tyllt að hverjum hniit,
að vandfundinn mun rammlegar bundinn syndabaggi.
Ég býst við að þeir, sem dást að harðstjóranum, signi
sig hans marki, er þeir lesa kvæðið, og lcyrji nýjan
sálm, en vel mega þeir vanda orðbragðið, ef hann á
að verða betur kveðinn.
Á síðari árum hefir G. Fr. kveðið fáein kvæði um
menn úr fornsögum vorum. Um Eirík víðförla, ímynd
hins hrausta drengs, er fylgir hugsjón sinni hvað sem
á veginum verður. Um Gísla Súrsson og Auði, sem G.
Fr. ann mest allra kvenna í fornöld. Um Hrærek blinda,
konunginn forvitra og harðráða, er halda vill ríki og
og trú feðra sinna, en Ólafur digri níðist á og sendir
til Islands. Um Melkorku, konugsdótturina útlendu
í ambáttarstöðu, er ann ættlandi sínu og kennir syni
sínum mál feðra sinna. Um Erling Skjálgsson, hinn
glæsilega hersi, er hlynnir að sjálfskapardáð þeirra, er
h,onum þjóna, en- þolir eltki konungi ójöfnuð og held-
'ur til jafns við hann, unz hann hnígur fyrir griðníð-
ingsöxinni. Um Sigurð Slembi, er varð svo vel við
píslardauða sínum, að það þótti „umfram eljan og
styrk annarra manna“. Hann yrkir um Völund smið,
þvi að honuin gengur til hjarta, að
„J)jóðhagi má lifa 1 leynum
lamaður, við gullsmíðið“.
ÖIl þessi efni sýna, hvaða mönnum G. Fr. ann og
finnur til með. En hverja hann hatar, sýnir kvæðið
„Hildiríðarsynir". Bezt af þessum kvæðum þykja mér
„Hrærekur blindi“ og „Erlingur Skjálgsson“. —
Hér er ekki rúm til að víkja að öllum hliðum á Ijóð-
um G. Fr. Þó að karlmennska, kraftur og sterkleg tök
séu þar algengust, getur hann stundum verið eins og
blíður blær. Lesi inenn t. d. „Brosið“ (Til Hildar í
Hliðskjálf) — yndislegt kvæði.
Eitt af nýju kvæðunum hans heitir „Sendlingar".
Hann lýsir þar átakanlega lífi og úrkostum fuglsins í