Vaka - 01.09.1929, Blaðsíða 76
202 NÍELS P. DUNGAL: [vaka]
Flokkur 0 A B AB
Japanar ................ 29,4 42,2 20,6 7,8
Hindúar .............. 31,3 19,0 41,2 8,5
Indíánar (hreinir) .. 91,3 7,7 1,3
Ástralíubúar .......... 52,6 36,9 8,5 2,0
Eskimóar á Grænlandi 80,6 12,9 2,4 4,0
Taflan sýnir, að O-flokkurinn er jafnútbreiddastur,
en AB-flokkurinn yfirleitt fámennastur. A-flokkurinn
er yfirleitt fjölmennur, B-flokkurinn víðast hvar fá-
mennari.
Ef við lítum á hlutföllin milli útbreiðslu A- og B-
flokksins, sjáum við, að B-flokkurinn er útbreiddast-
ur í Asíu, en svo kveður minna að honum eftir því
sem vestar dregur. Og hjá hreinum Indíánum í Amer-
iku má heita, að hann sé ekki til.
Þegar við lítum á hlutföllin milli A og B, verðum
við að taka lillit til AB-l'lokksins líka, því að hann er
samruni af A og B. Til að fá hlutfallstöluna rétta verð-
um við því að hæta AB-tölunni háðum megin við. Ef
A kemur fyrir hjá 40%, B hjá 10% og AB hjá 4%, þá
tilfærum við 44% hjá A og 14% hjá B. Hlutfallið
sýnir þá mismuninn á úthreiðslu flokkanna
A og B og er oft notað til að sýna í einföldu broti hlut-
fallið á milli flokkaskiftingarinnar; það er þá notað
sem vísitala.
Hirszfeld benti fyrstur á það, hvernig B-flokkurinn
verður sjaldgæfari cftir því s'em vestar dregur. Hann
og kona hans athuguðu hlóðflokka hjá ýmsum þjóð-
flokkum, sem tóku þátt i heimsstyrjöldinni, og þau
veittu því fljótt eftirtekt, hve mikili munur var á hlóð-
flokkaskiftingunni. Þau nota ofangreinda vísitölu, sýna
hvernig hún fer minnkandi frá vestri til austurs. Eftir-
fylgjandi tafla er sniðin eftir töflu, sem Hirszfelds-
lijónin birtu í fyrstu ritgjörð sinni um þessi efni i
enska læknablaðinu Lancet 1918, aðeins breytt dálítið
í samræmi við nýrri rannsóknir.