Vaka - 01.09.1929, Blaðsíða 47
Ivaka]
SVARTSTAKKAR í SUÐUR-TÍRÓL.
173
legur öldungur, lotinn af elli. Hann var alvarleg-
ur og þreytulegur á svip. Mér líður hann ekki úr
minni, er hann sat á steini fyrir utan húsið sitt með
viðargrein, er skalf í höndum lians. Hann talaði lágt,
með hálfluktum vörum, en orð hans voru heit, þótt
röddin væri óstyrk. Það leyndi sér ekki, að hann átti
funhcitt hjarta. Hann var þjóðernissinni mikill, þrung-
inn heipt til ítölsku stjórnendanna. Hann kvaðst ekki
harma, þótt rigndi eldi og hrennisteini yfir þá. Ég
hlustaði á mál fjölda Tírólbúa, er drógu ekki dul á
hatur sitt gegn Itölum. En ekki þótti mér orð nokkurs
þeirra hafa slik áhrif sem þessa öldungs. Hann sagðist
að vísu hafa gefið upp alla von um frelsi Suður-Tíróls,
en hitt þótli honum líklegt, að fascistum hefndist
þunglega fyrir framferði þeirra. Hann sagði, að þar
þyrði enginn að tala fyrir fascistum, nema líta fyrst í
kring um sig, Menn gæti sætt refsingum fyrir ótrúleg-
ustu hluti, t. d. að nefna Tíról (í stað Alto Adige).
Einn maður hefði hlotið refsingu fyrir að minnast á,
að Mussolini væri veikur o. s. frv. Sonur þessara hjóna
hafði farið fimmtán ára í stríðið. Hann var miklu
vonbetri um framtíð Tíróls. Hjá húsi hjónanna stendur
kastaníutré, ekki hátt, en gildvaxið mjög. Þau fullyrtu,
að það myndi vera síðan fyrir Krists hurð, og hefir þá
staðið í fögrum blóma, þegar Island byggðist. Á hörðum
vetri fyrir nokkrum árum hafði verið höggvið mjög
úr þessu fornhelga tré, en engu síður vex það cg her
hlöð. Ósjálfrátt finnst mér þetta tré vera ímynd tírólsku
þjóðarinnar. Það hefir verið höggvið djúpt sár í lifs-
meið hennar, en hún mun halda áfram að vaxa og
þroskast þrátt fyrir það.
I Persen (Pergine), skammt frá Trient, stigum við
upp í lest til Feneyja. Við komum þangað snemma
morguns og fórum til haka seint um kvöldið með lest
til Bassano. Það var með naumindum, að við Jón feng-
um samferðamenn okkar til að skjótast þessa ferð til