Vaka - 01.09.1929, Blaðsíða 62

Vaka - 01.09.1929, Blaðsíða 62
188 KRISTINN E. ANDRÉSSON: [vaka] hefði misþyrmt börnunum. Einn kennari á að hafa refsað börnunum með þeim hætti að hengja um háls þeim miða, sem á var ritað ,,porco“ (þ. e. svín) Einn kennari lét börnin skrifa í bækur sínar: Stríðið er Austurríki að kenna. Með ýmsu móti kváðu þeir þannig leitast við að innræta börnunum lítlsvirðingu fyrir þeirra eigin þjóð og ménningu hennar. Einn kenn- ari hrósaði sér af því, að hann kynni aðeins fimm orð í þýzku: Essen, trinken, schlafen, lieben og kiissen*). í samræmi við þetta kváðu margir þeirra lifa. Sagt er, að kennslukona ein hafi lokað börnin inni, er þau komu í skólann einn morgun, en gengið sjálf til hvílu til þess að sofa úr sér timburmennina frá því kvöldið áður. í einu þorpi hneykslaði kennarinn svo, að hundrað kon- ur gengu í fylkingu að skólanum til þess að krefja hann reikningsskapar. Þær komu engu áleiðis, en þrjár for- ustukonurnar voru teknar fastar, þar af tvær mæður og átti önnur þeirra sex börn og var það elzta átta ára. í fangelsinu sungu þær tírólska þjóðsöngva og kváðust heldur láta skjóta sig en spilla börnum sínum. Eftir hálfan mánuð voru þær látnar lausar. íbúarnir í þorp- inu sóttu þær á blómskýddum hestum og meyjar í hvít- um klæðum fluttu þeim fagnaðarsöngva. Það kemur vist naumast fyrir, að Þjóðverjar í Suður-Tíról nái rétti sínum, ef fascisti á í hlut. Þeir þurfa t. d. að biðja um leyfi til þess að kæra fascista. ítalskur kennari einn varð uppvís að því að spjalla mey í skóla. Ákærandi heimtaði, að hann missti stöðuna. Því varð ekki fram- gengt, en sekt fékk hann. Litlu síðar fékk hann sams- konar kæru. Þá var honum vikið frá, en fékk kennara- stöðu í öðru þorpi. Reut-Nicolussi hefir margar slíkar sögur að segja í bók sinni og eru ýmsar þær sömu og við heyrðum í Tíról. Má nærri geta, hvernig foreldrum fellur að láta börn sín til slíkra kennara. En þau eiga *) Eta, drekka, sofa, elska og kyssa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Vaka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vaka
https://timarit.is/publication/363

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.