Vaka - 01.09.1929, Page 62
188
KRISTINN E. ANDRÉSSON:
[vaka]
hefði misþyrmt börnunum. Einn kennari á að hafa
refsað börnunum með þeim hætti að hengja um háls
þeim miða, sem á var ritað ,,porco“ (þ. e. svín) Einn
kennari lét börnin skrifa í bækur sínar: Stríðið er
Austurríki að kenna. Með ýmsu móti kváðu þeir
þannig leitast við að innræta börnunum lítlsvirðingu
fyrir þeirra eigin þjóð og ménningu hennar. Einn kenn-
ari hrósaði sér af því, að hann kynni aðeins fimm orð í
þýzku: Essen, trinken, schlafen, lieben og kiissen*). í
samræmi við þetta kváðu margir þeirra lifa. Sagt er,
að kennslukona ein hafi lokað börnin inni, er þau komu
í skólann einn morgun, en gengið sjálf til hvílu til þess
að sofa úr sér timburmennina frá því kvöldið áður. í
einu þorpi hneykslaði kennarinn svo, að hundrað kon-
ur gengu í fylkingu að skólanum til þess að krefja hann
reikningsskapar. Þær komu engu áleiðis, en þrjár for-
ustukonurnar voru teknar fastar, þar af tvær mæður
og átti önnur þeirra sex börn og var það elzta átta ára.
í fangelsinu sungu þær tírólska þjóðsöngva og kváðust
heldur láta skjóta sig en spilla börnum sínum. Eftir
hálfan mánuð voru þær látnar lausar. íbúarnir í þorp-
inu sóttu þær á blómskýddum hestum og meyjar í hvít-
um klæðum fluttu þeim fagnaðarsöngva. Það kemur vist
naumast fyrir, að Þjóðverjar í Suður-Tíról nái rétti
sínum, ef fascisti á í hlut. Þeir þurfa t. d. að biðja um
leyfi til þess að kæra fascista. ítalskur kennari einn
varð uppvís að því að spjalla mey í skóla. Ákærandi
heimtaði, að hann missti stöðuna. Því varð ekki fram-
gengt, en sekt fékk hann. Litlu síðar fékk hann sams-
konar kæru. Þá var honum vikið frá, en fékk kennara-
stöðu í öðru þorpi. Reut-Nicolussi hefir margar slíkar
sögur að segja í bók sinni og eru ýmsar þær sömu og
við heyrðum í Tíról. Má nærri geta, hvernig foreldrum
fellur að láta börn sín til slíkra kennara. En þau eiga
*) Eta, drekka, sofa, elska og kyssa.