Vaka - 01.09.1929, Blaðsíða 130
256
RITFREGNIR.
i VAKAl
Hvert lambið þaut eins og fugl á flugi
i frjálsum leik um klöpp og grund.
Mig leiksystkin þau i ljóma vorsins
lokkuðu liverja frjálsa stund.
Er þeim að lokum á fjall ég fylgdi,
minn fögnuð liryggð og efi sló.
Þau smæstu voru mér kannske kærust,
lcveðja min fylgdi öllum þó.
Svona formála skrifar enginn klaufi. Af þessari ein-
földu mynd sjáum vér í senn trúmennsku skáldsins
við fortíð sína, hvað kvæðin hans eru honum og hvern-
ig hann finnur til, þegar hann sendir þau frá sár.
Sami styrkur einlægninnar og hófseminnar er t. d. i
smákvæðinu „Fjáreignin" eða í kvæðunum „Bjössi
litli á Bergi“ og „Guðmundur í Garði“. Prýðileg eru
kvæðin undir þuluháttum: „Sátum við hjá sænum“ og
„Þar er allur sem unir“. Óvenjulega hreint og fágað
er kvæðið „Bifröst“. Þar virðist mér skáldið hafa náð
dýpstum andardrætti. En þróttmestu kvæðin hefir hann
kveðið um skáld: Einar Benediktsson, Hreiðar
heimska og Sigurð skáld á Öndverðarnesi, er lesendur
„Vöku“ kannast við, og kemur þar fram ást hans og
aðdáun á þeirri iþrótt, sem hann sjálfur hefir helgað
beztu stundir sínar. Ég nefni hér aðeins þau kvæðin,
er mér þykir vænst um í bókinni. Sumstaðar finnst mér
vanta það, sem gerir herzlumuninn, þó að ekkert sér-
stakt sé út á kvæðið að setja. En það, sem bezt er,
nægir til að sýna, að hér er góðslcáld á ferðinni, hrein
og góð sál með heilbrigðu gróðrarmagni, og mun ég
aldrei láta það kvæði ólesið, er ég sé nafn Jóns Magn-
ússonar við. G. F.
LEIÐRÉTTIN GAR:
í fyrsta liefti þ. á. bls. 38, 25. 1.: gosi, les: gasi
— „ 38, 36. I.: eru, les: er.
— „ 50, 13. I.: 540, les: 54.
„ 52, 27. 1.: Hvaddalshálsi, les: Hvaldals-
liálsi
— „ 54, 23. 1.: varlega, les: vandlega.
— „ 57, 16. 1.: Einarsson, les: Eiríksson