Vaka - 01.09.1929, Blaðsíða 68
194 KRISTINN E. ANDRIÍSSON: SVARTSTAIÍKAR. [vaka|
hann afneiti þá ætt sinni. „Og heldur vil ég láta skjóta
mig en heita ítali“ heyrÓum við ýmsa segja. Börnin
alast upp þeim forlögum ofurseld að verða þrælar ítala.
Og Itölum virðist vera fyrir miklu, að þau sé sem fá-
fróðust og verði sem heimskust. Margir taka þann kost
að flýja úr landi, en vegabréfið kostar 100 lírur cg eru
oft ýmsir erfiðleikar á að fá það, og dregst stundum ár-
ið, sögðu Tírólbúar. Og virðist þó ítölum meira uin vert
landið en þjóðina.
Af þessu öllu, þótt sundurlaust sé, ætti mönnum að
vera Ijóst, við hver kjör Þjóðverjar í Suður-Tíról eiga
að búa. Þar sem mér hefir Iáðst að skýra frá, er létt að
geta í eyðurnar. Framtíðin verður að skera úr, hvort
Þjóðverjum í Suður-Tíról tekst að varðveita þjóðerni
sitt og tungu. Ef til vill skerast stórveldin í leikinn,
áður en það verður um seinan. Ef til vill bjargar það
Tírólbúum, að fascisminn koílsigli si.g. Öllum mun koma
saman um, að slíkum stjórnarháttum sem þessum sé
ekki bót mælandi. En enginn taki þessi orð mín sem
heildardóm um fascismann af minni hálfu. Hér hefir
aðeins verið rakinn einn þáttur úr stjórnarsögu fasc-
ista. Og ekki er foringjunum um að kenna öll spjöll
þeirra í Suður-Tíról, þótt lagt hafi blessun sína yfir
flestar gjörðir þeirra. Ritað hefir verið af öðrum um
Mussolini og fascismann í heild, og vísast þangað*).
Hér fá menn ofurlitla viðbót. Eftir sem áður geta þeir,
sem vilja, sungið fascismanum og sjálfum höfuðpaurn-
um, Mussolini, lof og dýrð.
Kristinn E. Andrésson.
*) Árni Pálsson: Mussolini, í 1. árg. Völiu.