Vaka - 01.09.1929, Blaðsíða 115

Vaka - 01.09.1929, Blaðsíða 115
[ VAKAj TRÚ OG VÍSINDI. 241 i n g (epifænomenal) og kemst sjaldan eða aldrei að hinu innsta eðli hlutanna. Vér skynjum aðeiris yfirborð hlutanna, þyngd þeirra, hörku, lögun, stærð og hreyf- ingu, en alls ekki það, sem lifir og hrærist i þeim, hvorki það, sem veldur efnismagni þeirra, lífi né anda. Þekking vor verður aldrei innsæ (intuitiv). Vér þekkj- um aðeins efnið af mótspyrnu þess og öðrum eiginleik- um, lífið af lífshræringum vorum og andann af skynj- unum vorum og hugrenningum, tilfinningum og til- hneigingum; en af hverju efni, líf og andi er sprottið og í hverskonar sambandi það stendur hvað við ann- að, vitum vér ekki. Vér trúum því raunar nú og teljum það sennilegt, að allt þetta stafi af einskonar orkubrigð- um og að einhverskonar orka fylli alheiminn. En er þá þessi alheimsorka blind eðlisorka, eða er hún sjálf þrungin af afli, lífi og anda? Um þetta vitum vér ekk- ert. En ef marka má nokkuð af afleiðingum hennar, á- vöxtunum, þá lítur svo út sem hún sé gædd afli, lífi og anda eða geti verið undirrót alls þessa, þvi að annars verður ekki skilið, hvernig heimurinn er orðinn að því mikla furðuverki, sem hann í raun og veru er. Má vera, að orka þessi sé aðeins aflþrungin í fyrstu og þá bæði líflaus og skynlaus, en víst er um það, að hún síðar i þróuninni framleiðir bæði líf og anda og nálgast að síð- ustu það háleitasta, sem vér fáum hugsað oss. Og jafn- vel efninu sjálfu er svo vísdómslega fyrir komið, að maður verður að ætla, að undirrót þess sé að einhverju leyti vitræn (rationcl). Niðurstaða þessara hugleiðinga vorra verður því að svo komnu sú, að eitthvað vitrænt geri þegar vart við sig á hinu fyrsta og lægsta stigi þróunarinnar, að það koini enn betur í ljós í öllu sköpulagi og lífshræringum hinna lifandi vera og þaðan af bezt í því, sem vér nefn- um anda og sál. Og ef til vill er það í sálarlífi manns- ins, sem vér komumst næst hinu innsta eðli tilvfrunn- ar. Vér skynjum hvorki afl, lif né anda, heldur aðeins 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Vaka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vaka
https://timarit.is/publication/363

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.