Vaka - 01.09.1929, Blaðsíða 88
214
JÓN JÓNSSON:
r vaka]
báðum Völuspánum benda líka til söng og sönglegrar
viðhafnar:
„Vituð ér enn eSa hvat?“
Eða: „Fjöld veit’k fræða,
fram sék lengra
of ragna rök,
römm sigtíva".
Iiða: „Margt segjum þér
ok munum fleira;
vörumk at viti svá,
vilt’ enn lengra?“
Heimdallur hefir sennilega verið talinn faðir söngs
og hl jóðfærasláttar, líkt og Óðinn skáldskapar. Hann
hefir lúður þann, er Gjallarhorn heitir, „ok heyrist
blástur hans í alla heima“. „Hátt blæs Heimdallr,
horn es á lofti“. Gjallarhornið, hið gjallandi horn, er
sennilega ófundið enn, en að það hafi verið mikið og
hljómsnjallt, geta þeir bezt getið sér til, er hafa séð og
heyrt lúðrana frægu. Ambáttir Fróða ltonungs, Fenja
og Menja, „sungu og slungu snúðgasteini“. Þær sungu
við kvörnina þá, gömlu konurnar, eins og siður hefir
verið unt allar aldir síðan fram á vora daga. Kvæðið
um þetta heitir líka „Grótta-s ö n g u r “. Við að at-
huga kvæðin í Sæmundar-Eddu, fæ ég ekki betur séð,
en að þau megi öll syngja, ekki síður en kveða. Ég tel,
að kviðurnar hafi allar verið kveðnar, þ. e. sungnar,
sem nafnið k v i ð a bendir til.
„Fuglinn kvað“, segir í Helga kviðu Hundingsbana.
Fuglinn söng, mundum vér nú segja:
„Sátt ]>ú Sigrlinn
Sváfnisdóttur,
mey hina fegrstu
í munarheimi?“
Eða. „Kyss mik Sváva,
lcem’k cigi áður
Itogheims á vit
né Itöðulsfjalla".