Vaka - 01.09.1929, Blaðsíða 50
176
KRISTINN E. ANDRÉSSON:
[vaka]
fengum við loksins sæmilegt vatn. Við vorum á þriðja
tíma að sækja vatn í pottinn þann daginn.
Norður Etsch-dalinn, frá Trient til Bozen, fórum við
í járnbrautarlest. Bozen er á stærð við Reykjavík. Þar
komum við aftur til þýzkumælandi manna. Annars
hefir fjöldi ítala flutzt til Bozen eftir heimsstyrj-
öldina, svo að nú mun allt að þriðjungur íbúanna vera
ítalir. Frá Bozen er fagurt að sjá yfir til hins fræga
fjalls, Rosengarten. Allt umhverfið þar er yndislegt og
er Bozen mjög fallegur bær og skemmtilegur að sumrinu.
Ibúarnir drekka þar létt og góð vín og eru glaðlyndir
og gamansamir. Mikið kvað þó vera horfið af þeim
gleðibrag, er ríkti þar fyrir stríð, enda hefir margur
harmleikur átt sór þar stað á síðustu árum. Það kom
íbúum þeim, sem við höfðum tal af, saman um, að það
væri ekki svipur hjá sjón að koma nú til Bozen. En
unaðslegt þótt mér að sitja þar liti í rökkrinu í svala
kvöldloftsins, umvafinn blómum og trjásveigum, undir
heiðbláum og tunglskinsbjörtum liiinni, andspænls fag-
urri marmarastyttu Vogelweides, veita athygli unga
fólkinu, er paraði sig broshýrt saman á bekkjum og
strætum, sjá hina litlu, gráklæddu liðsforingja spíg-
spora með háar húfur til þess að vinna upp smæð
líkamans. Nokkrir svartstakkar gengur fram hjá, og
voru þeir umsvifameiri og tindilfættari en aðrir. Fólkið
blandaðist þarna skemmilega saman, ljóst og dökkt yfir-
Iitum, og var frítt sýnum margt af því. Ýmist heyrðist
töluð þýzka eða ítalska. -—- í Bozen hafa ítalir reist
heljarmikla járnbrautarstöð og sigurmerki voldugt.
Verður síðar nánar að því vikið.
Við vorum þrjá daga í Bozen og héldum siðan upp
Sarndal, áleiðis til Bruneck. I Sarndal skildu þeir Meise
og Könnecke við okkur. Þeir þurftu að ná til Kiel, áður
en nýtt háskólamisseri byrjaði. Þetta var um mán-
aðamótin ágúst og september. Frá Bruneck héldum
við skemmstu leið yfir í Zillerdal, er liggur í Norður-