Vaka - 01.09.1929, Blaðsíða 74
200
NÍELS P. DUNGAL:
[vaka]
athugað ónæmi fyrir barnaveiki og skarlatssótt hjá
mörgum fjölskyldum, bæði foreldrum og börnum, og
blóðflokkana um leið. En þessir tveir sjúkdómar eru
svo að segja þeir einu, sem við getum gert prófun
fyrir hjá heilbrigðu fólki og sagt, hvort viðkomandi
sé næmur fyrir sjúkdómnum eða ónæmur.
Hann fann, að foreldrar, sem báðir eru næmir fyrir
sjúdómnum, eiga svo að segja undantelcningarlaust
börn, sem öll eru næm. Ef annað foreldrið var næmt,
hitt ónæmt, reyndist tæpur helmingur harnanna ónæm-
ur. Þegar hann athugaði nánara, hvaða börn voru
ónæm, kom í Ijós, að ónæmið erfðist venjulega með
blóðflokknum. Ef t. d. faðirinn var af A-flokki og ó-
næmur, móðirin af 0-flokki og næm, kom í Ijós, að flest
ónæmu börnin voru í A-flokki en þau næmu í 0-flokkL
Blóðflokkarnir hafa verið rannsakaðir hjá öllum
mögulegum sjúklingum til að komast eftir, hvort ekki
væri neitt samband á milli blóðflokkanna og einhverra
sjúkdóma. En sú leit má heita að hafi orðið árangurs-
laus. Ivrabbamein, berkla og allskonar sóttir virðast
menn fá jafnt í öllum flokkum, Greinilegan mun hafa
menn fundið lijá syfilissjúklingum. Ekki samt þannig, að
menn fái ekki veikina jafnt í öllum flokkum, heldur
kemur munurinn fyrst fram, þegar sjúklingurinn er
tekinn til lækningar. Þá er greinlegur munur, hvað
sjúklingum af 0-flokki batnar fyrri og betur heldur en
hinum flokkunum. Hvernig á því stendur súta menn ekki.
Hvað sem á gengur, hvernig sem maður veikist eða
slasast, þá breytist aldrei blóðflokkurinn. Enginn get-
ur sagt sig úr honum.
Oft er maður spurður að því, hvaða blóðflokkur sé
beztur. Mér finnst það líkt og að spyrja, hvort sé
betra að vera ljóshærður eða dökkhærður. Af því sem
við vitum ennþá, er ekki hægt að gera neitt verulega
upp á milli flokkanna. Sumir hafa fundið tiltölulega
miklu fleiri glæpamenn í B-flokki en öðrum flokkum,