Vaka - 01.09.1929, Blaðsíða 120

Vaka - 01.09.1929, Blaðsíða 120
246 ORÐABELGUR. I vakaJ milli eðlis Íslendinga og annara þjóða? Jafnvel þó að þessi yrði útkoman, væri rannsóknin ekki unnin fyrir gíg. Fyrst og fremst myndi slík niðurstaða, ef hún væri reist á nægum rökum, hafa stórfellt, almennt gildi. Því að upphaf íslendinga og síðari lífskjör hafa að mörgu leyti verið með svo sérstökum hætti, að ef nákvæm rannsókn leiddi í 1 jós, að þeir ætti sér ekkert ,,eðli“, sem grein yrði fyrir gerð, þá færi hugtakinu „þjóðar- einkenni" yfirleitt að verða hætt. Þá ætti heimurinn all- ur einu vandamáli færra að glíma við. Og sérstaklega myndi þetta losa Islendinga sjálfa við óírjótt umhugs- unarefni, sem fleiri og fleiri menn eru að gefa gaum. Eg er þar, því miður, ekki annað en óbreyttur liðs- maður, enginn brautryðjandi. Spurningin um eðli ís- lendinga virðist liggja í loftinu og sækja að þeim. bæði heima fyrir og hvar sem þeir fara um heiminn. Og þelta er vitanlega engin tilviljun. Því valda fyrst og fremst meiri og fjölbreyttari viðskifti og kynning við aðrar þjóðir og örari breytingar í landinu sjálfu. Þetta knýr menn til samanburðar og gefur þeim efni i samanburð. En framar öllu er það sprottið af því, að þjóðin finnur, að hún er frjáls, bæði frá erlendri íhlut- un og kúgun fátæktar og kyrrstöðu heima fyrir. Henni er leyft að velja um ýmsa kosti, og hún ber ábyrgð á því vali. Það var til lílils fyrir íslendinga á 16. öld að brjóta heilann um, hvort siðaskiftin eða einokunar- verzlunin ætti við eðli þeirra. Þeir urðu að þiggja það, sem að þeim var rétt, hvort sem það var hollt eða ó- hollt. Nú á dögum horfa Reykvíkingar aftur á móti með dæmalausri rósemi á nýju kaþólsku kirkjuna i Landakoti, taka kardínálanum með kostum og kynjum, þyrpast að biskupsvígslu og kirkjuvígslu, en segja jafn- framt sín á milli: „íslendingar verða aldrei aftur ka- þólskir. Til þess er frjálslyndi í trúarefnum allt of rótgróið í eðli þeirra“. Aðrar þjóðir eru órólegar fyrir vora hönd. Þeim finnst, að ef vér ekki þjótum upp til handa og fóta að berjast við kaþólskuna, verði hún búin að gleypa oss áður en vér vitum af. En í þessu efni held eg, að íslendingar viti bezt sjálfir, hvað þeir syngja. Nú mega þeir kjósa og hafna, og reynsla þeirra í kirkjumálum er orðin nógu löng og mikil til þess, að þeir fari þar engin gönuskeið. Hitt er annað mái. að i efnum eins og atvinnumálum, skólamálum og stjórn-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Vaka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vaka
https://timarit.is/publication/363

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.