Vaka - 01.09.1929, Blaðsíða 117
ORÐABELGUR.
PRÓFESSOR MAGNUS OLSEN.
(SkálarræfSa.)
Mcr, eins og víst öllum, sem á prófessor Magnus
Olsen hafa lilustað, hefir verið það inikil ánægja, að
hér er kominn maður, sem veit jafnlangt nefi sínu.
Kunnáttumenn hafa jafnan verið i miklum metum hér
á landi, en enginn er fjölkunnugri en prófessor Magnus
Olsen, hann er sá, sem allra manna bezt „veit hvé rista
skal“, „veit hvé ráða skal“. Hann getur með sanni sagt:
„Nýstak niðr,
nanik upp rúnar“.
En öll meðferð hans sýnir, að þær rúnar, sem hann
lieitir mest og inestur máttur fylgir, eru h u g r ú n a r .
„Hugrúnar skalt kunna,
ef vilt hverjum vera
geðsvinnari guma“.
Geðsvinna heitir á útlendum málum intuition. Þeini
gáfu er prófessor Magnus Olsen gæddur, og hún gerir
verlc hans svo aðlaðandi. Geðsvinna er getspeki, en get-
spekin elst á víðtækri þekkingu á ölluin þeim atriðum,
er getur skal af leiða. Það liefir verið gaman að sjá,
hvernig prófessor Magnus Olsen beitir vorum „fornu
stöfum“ til þess að lesa út úr nokkrum steinaristuin
inargvíslega þekkingu á sálarlífi og athöfnum inanna,
er uppi voru um 700 árum áður en saga íslands hófst,
að sjá, hvernig fornbókmenntir vorar varpa ljósi yfir
kaldan steininn og hvernig hið endurkastaða ljós af
steininum gefur aftur birtunni á bókfellinu nýjan blæ,
sem verður til skilningsauka, en það er óvist, ef pró-
fessor Magnus Olsen þegði, að þá mundu steinarnir
tala.
Vér íslendingar eigum enga rúnasteina, er vert sé
um að tala.