Vaka - 01.09.1929, Blaðsíða 102
228
JÓN JÓNSSON:
vakaI
átta sig. Þá komu riddarasögurnar, og á eftir þeim
rímnaskáldskapurinn eldri, en uppúr gömlum kviðu-
tónum og endurminningum uxu stemmurnar í frjó-
samri fjölbreytni. Tvísöngurinn rifjaðist upp. Mót-
spyrnan móti honuin hafði rénað í rótinu, enda voru
margir biskuparnir útlendir, þekktu lítt eða alls ekki
kviðurnar og tvísönginn og voru afskiftalitlir um hag
almennings. Stemmurnar og tvísöngurinn hafa víst haft
góð og þroskandi áhril' hvað á annað, að minnsta kosti
ukust við það skemmtanir í heimahúsum og samkvæm-
um, þar sem kirkjulegi söngurinn hentaði ekki. Kvæða-
menn og sagnaþulir tóku nú að ferðast um landið, og
væri það raddmaður, f ó r h a n n u p p , sein Rallað
var, en áheyrendurnir tóku um leið undir stefið eða
lotuna. Klerkarnir fara nú jafnvel að bregða fyrir sig
tvísöng í kirkjum og á einn og annan hátt að brrgða út
af reglum Gregors niikla um einfaldleik söngsins.
Lárentius Kálfsson, islenzkur bóndason, maður vel-
lærður, söngmaður góður, en strangur alvörumaður og
mikilmenni, kom til stólsins á Hólum um 1323, eftir
langa röð af erlendum selstöðubiskupum. í sögu hans
er um stjórn hans á biskupsstólnum og skólanum farið
þessum orðum: „Lét hann jafnan, meðan hann var
biskup, skóla halda merkilegann . . . Skyldu þcir, sem
lesa áttu, liafa yl'ir um kvöldið áður fyrir skólameist-
ara, ok taka hirting af honum, ef þeir Iæsi eigi rétl
eða syngi. Séra Valþjóf skipaði hann rectorem chori,
skyldi hann skipa, hvat hverr skyldi syngja. Hvorki
vildi hann láta t r i p 1 a eða tvísyngja, kallaði þat
leikaraskap, heldur syngja sl é 11 a n s ö n g eftir því
sem tónat væri á kórbókum“. Hér er bersýnilegt, að
það er forni tvísöngurinn norræni, sein er farinn að
sineygja sér alvarlega inn í sjálfan kaþólska sönginn.
— Að tripla hefir sennilega verið einhvcrskonar meiri
viðhöfn við tvísönginn, þannig, að undirrödd hefir verið
bætt við, minnsta kosti á köflum.