Vaka - 01.09.1929, Blaðsíða 104
TRÚ OG VÍSINDI.
Einu sinni var rnaður beðinn um að flytja fyrirlest-
ur um það, hvers virði trúin væri. Honum skildist
brátt, hvaða skoðun lá að baki þessari spurningu. Hún
var sú, að trúin kæmi oss. ekki að neinum verulegum
notum nema ef til vill sem einhverskonar harmabót og
huggun i harmkvælum lífsins, en að vísindin létu oss
aftur á móti allar þær staðreyndir í té, sem óhætt væri
að treysta, og að þau styddu að vexti og viðgangi allrar
menningar.
Þótt maðurinn væri nú enginn trúmaður á almanna
vísu, lét hann samt undir höfuð Ieggjast að flytja slík-
an fyrirlestur, því að honum duldist ekki, að aðrar
rniklu djútækari spurningar byggju að baki.
Ekki er því að neita, að vísindin láta oss jafnan ein-
hverjar staðreyndir í té og meira að segja meira eða
minna víðtæk lögmál. En lögmálin gilda venjulegast
aðeins fyrir það, sem þegar er orðið fullkunnugt; og
jafnan verður að túlka staðreyndirnar á einn eða ann-
an veg, en þá kemur þegar trú manns eða heimsskoð-
un til skjalanna. Lengi hafa menn haldið, að vísindin
myndu geta skýrt allt og skilið, en nú eru jafnvei
frægustu vísindamenn nútímans farnir að láta þá skoð-
un í Ijós, að vísindin geti ekki gefið neinar endanlegar
skýringar, heldur aðeins lýsingu á þvi, sem fram fer,
og þó aðeins á mjög ófullkominn hátt, en um hið
innsta eðli hlutanna geti vísindin ekkert sagt.
Menn hafa nú á síðustu árum og áratugum komizt
að raun um, að eðli efnisins og gerð er allt öðru visi
farið en menn áður héldu. Nýir smáheimar hafa opnazt