Vaka - 01.09.1929, Blaðsíða 23
[vaka]
GUÐMUNDUR FRIÐJÓNSSON.
149
Ótal vona og óska minna
ertu líf- og frelsisgjafi,
fegurst rós í reifum daggar,
risin sól úr næturliafi.
Öilum stundum á ég heima
undir sálar vængjum þínum.
Sól og andrúin, haf og himinn
liefir þú verið anda mínum.
Um þetta kvæði stóð í ritdómnum, er ég nefndi:
„Næsta kvæði byrjar á þessari heppilegu fyrirsögn:
„Loksins hef ég(!) Til unnustu minnar“. Þar kemur
„muna hagi“, „skrúð morgundagga", „slæður morgun-
bjarma“ og fleiri fatagarmar, sem skáldi er með í
hverju einasta kvæði. Engin setning finnst þar frum-
leg“.
Flest heztu kvæðin í „Heimahögum“ voru erfiljóð.
Erfiljóð eru elzta og þjóðlegasta grein bókmennta
vorra. Þau hafa lifað í landinu allt frá landnámstíð,
og í þeirra flokki eru mörg heztu ljóðin, sem kveðin
hafa verið á íslenzku. Þetta er engin tilviljun, heldur
sprottið af innræti, hugarstefnu og kjörum þjóðar
vorrar. íslendingar hafa ávallt verið mannglöggir, at-
hygli þeirra hefir beinzt að einstaklingnum, útliti hans,
eðli og athöfnum, og það því fremur sem þeim hefir
legið „metnaður langt úr ættum ofarla mjög“. Hins
vegar hefir þjóðfélag vort verið svo fámennt, að ein-
staklingurinn hefir ekki horfið í múgnum, og alþjóðar-
stofnanir svo litlar og lágreistar, að þær skyggðu ekki
á þá, sem við þær unnu. I fámenninu verður hver
einstaklingur því dýrmætari og óbætanlegri, sem meiri
er munur að mannsliðinu, og það kemur sárast fram,
þegar hann hverfur fyrir fullt og allt úr hópnum. Þá
er stundin til að gera upp reikninginn, líta yfir liðið
líf hins látna, hvað hann var og vildi, hvað hann átti
við að stríða, hverju hann orkaði og, ekki sízt, hvað
hann hefði getað orðið, ef betur hefði verið í garðinn