Vaka - 01.09.1929, Blaðsíða 49
[vaka]
SVARTSTAKKAR í SURUR-TÍRÓL.
175
aðra. Meise og Jón höfðu veriö nokkru á eftir og villzt
af leið. Við söknuðum þeirra fljótt, leituðum og köll-
uðum, en árangurslaust. Við urðum að halda áfram
okkar leið. Þeir höfðu einnig landabréf og hlutu innan
skamms að átta sig. En þeir höfðu ekki nema tvo dúka
úr tjaldi okkar og gátu því ekki tjaldað og litla höfðu
þeir peninga til þess að kaupa sér mat fyrir. Sú er
reglan á þessum ferðalögum, að fararstjórinn varðveiti
einn allt féð. Reynist við það minni eyðsla. Kuhn var
fararstjórinn. Seint daginn eftir komum við til Lu-
cerna. Við vörpuðum af okkur bakpokunum og fórum
að skoða vígið innan. Okkur dvaldist noklcuð. Þegar
við komum út aftur, sáum við hvergi malpokana né
nokkurn mann. Okkur féll allur ketill i eld, því að ekki
var annað sennilegra en pokunum hefði verið stolið.
Við hlupum hver í sína átt. En að vörmu spori skriða
þeir Jón og Meise út úr víginu á öðrum stað. Þeir
höfðu komið rétt á eftir okkur að víginu og falið fyrir
okkur malpokana. Varð þá mesti fagnaðarfundur.
Okltur var það til mestu óþæginda sunnan til i fjöll-
unum, hve lítið var um vatn. Eitt sinn t. d. komum við
síðara hluta dags í dalverpi, þar sem nokkur sel stóðu.
Þegar við komum í námunda við það fyrsta, bjugg-
umst við um til að elda miðdegisverð. Við Kuhn lögð-
um út al' örkinni til þess að sækja vatn. Fyrsta selið
fundum við mannlaust fyrir og sáum þar hvergi brunn.
Til hins næsta var um 20 mínútna gangur. Þegar þang-
að kom, bentu menn okkur í áttina, þar sem vatn væri
að fá. Þar fundum við ekki annað fyrir cn leirpoll einn,
ekki sem þriflegastan. Við vildum ekki trúa, að þetta
væri dryklcjarvatn og héldum aftur til fólksins. Piltur
fylgdi okkur aftur að sama pollinum og hélt þvi fram,
að þetta væri aqua bivra (þ. e. drykkjarvatn). Við gát-
um ekki annað en hrist höfuðið. Þá var okkur vísað
til næsta sels og var þangað álíka langur gangur. Þar