Vaka - 01.09.1929, Qupperneq 124
250
RITFREGNIR.
[vaka]
höf. í garð hans. Það iná vel vera að Böggvi, sem er
íslendingur, eigi ónotin skilið og meira en það. En eins
og hann er úr garði gerður frá höf. hendi, verður ekki
annað séð en að Gunnar Gunnarsson hafi svalað ergi
sinni á honum á kostnað listar sinnar.
Með öðrum orðum: Nautnin við lestur þessa rits fer
að því skapi minnkandi sem meira er lesið. Atburðir,
slíkir sem þeir, er barninu er eðlilegt að festa í minni
og dvelja við, og sem vel mega vera uppistaðan í lýs-
ingu á andlegum þroska þess, hrökkva ekki til, til þess
að varpa ljósi á þroskaferil hins unga listamanns, er
Iengra líður fram. Og þó má vænta, að það sé cinmitt
hann, sem höf. vill sýna oss, að einmitt til þess að gera
oss hann ljósan, sé ritið samið. Það kemur fram ósam-
ræmi milli efnis og forms, milli Ugga Greipssonar og
„blaða“ hans, sem verður stærra og stærra, unz alveg
breztur í sundur með þeim i síðasta bindi. Vér lesum
um fjölda ytri smáatburða, kynnumst fjölda af persón-
um, án þess að hvorugt þetta standi, að því er séð
verður, í neinu sambandi við innra Iif Ugga og per-
sónulegan þroska og án þess að þessar persónur eigi
nokkur þau skapaskifti saman, að návist þeirra sé nauð-
synleg í bókinni. Frá öllu þessu er blátt áfram sagt
vegna þess, að jafnan er „en Dag tilovers" að segja frá.
Og þannig gengur, unz sigurinn lcemur jafn óvænt fyrir
lesandann, eins og hann hlýtur að hafa komið Ugga
Greipssyni að óvörum, ef „blöð“ hans hafa að geyma
allt það, sem frásagnarvert er úr lífi hans frá þessu
tímabili.
Að vísu má geta sér þess til, að farið bafi fram með
Ugga innri þróun, auk þess, sem frá er skýrt. En þá er
henni leynt með meiri snilli, en höf. hefir tekizt að
leggja i nolckuð annað í bókinni, auk þess sem það er
svo fráleit hæverska að leyna þvi, að hún samþýðist
illa öðru atferli höfuðpersónunnar, úr því henni finnst
það ómaksins vert að skýra frá gengi sínu og tildrög-
um þess. Uggi Greipsson verður ekki merkur rithöf-
undur af því, að í hópi kunningja hans og lagsbræðra
í Kaupmannahöfn eru einkum menn, sem hann álitur
sig hafa rétt til að fyrirlíta eða gera að athlægi. En
svo er því háttað um flesta þá, er lesandanum mæta i
„Hugleiki Mjöksiglanda". Að það hefir ekki tekizt
betur en skyldi, um suma þeirra, er hvorki Ugga