Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1989, Síða 56

Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1989, Síða 56
56 óskiptur til Vöruþróunar- og markaðsdeildarinnar. Jafnframt verði hugað að öðrum tekjustofnum fyrir deildina. Þá var undirstrikað, að mikilvægt sé, að samkomulag náist við ríkisvaldið um, að árlegt mótframlag ríkisins til þessarar mikilvægu starfsemi verði ríflegra hlutfall af framlagi iðnaðarins sjálfs í framtíðinni en hingað til. A s.l. tveimur árum hafa orðið talsverðar breytingar á starfsemi og starfsháttum Iðnlánasjóðs, sem stjórn Landssambandsins hefur fjallað um. í kjölfar stofnunar tryggingadeildar útflutningslána og nýs samnings við Iðnaðarbankann um rekstur sjóðsins fjölgaði starfsmönnum og nýtt skipurit fólk gildi. Ný vinnubrögð við afgreiðslu lánsumsókna hafa verð tekin upp, sem felast í því, að stofnsett hefur verið sérstök lánanefnd starfsmanna sjóðsins, sem hefur umboð til að samþykkja lán uþp að tiltekinni upphæð. Styrkir og lán yfir hinu tiltekna marki eru hins vegar afgreidd af stjórn sjóðsins. Að öðru leyti gefur stjórnin sig meira að stefnumörkun um starfsemina. Hún setur m.a. kröfu um tiltekin vaxtamun inn- og útlána hjá sjóðnum, sem vaxtanefnd útfærir síðan miðað við kjör á innlánum á hverjum tíma. Þá hafa í kjölfar fyrirhugaðs bankasamruna, er Iðnaðarbankinn verður hluti af íslandsbanka, orðið þær breytingar, að ráðinn hefurveriðforstjóri sjóðsins í stað þess að einn af bankastjórum Iðnaðarbankans hefur gegnt því starfi í umboði bankastjórnar bankans. Húsnæðislán Vorið 1989varlagtframá Alþingi lagafrumvarp, sem fól í sér, að í stað þess húsnæðislánakerfis, sem í gildi hefur verið, yrði tekið upp húsbréfakerfi, þ.e. í stað beinna lánveitinga til íbúðakaupenda og húsbyggjenda gæfi stofnunin út húsbréf í skiptum fyrir fasteignaveðbréf, sem íbúðakaupandi gæfi út. Húsbréfin yrðu markaðshæf, þar sem þau væru í reynd með ríkisábyrgð, og Húsnæðisstofnun og Seðlabanki íslands styddu við þennan markað. íbúðakaupandi gæti því hvenær sem er breytt húsbréfinu, sem hann fær í hendur, með því að selja það á almennum markaði. I umsögn sinni um þetta mál benti Landssamband iðnaðarmanna á, að það þyrfti að skoðast bæði út frá áhrifum á fasteignamarkað og byggingariðnað annars vegar og á f jármagns- og lánamarkað hins vegar. Þar sem með húsbréfakerfi yrði farið alveg inn á nýjar brautir í fjármögnun húsnæðismála, lægi þó í hlutarins eðli, að talsverð óvissa ríkti um útkomuna, og yrði því að móta afstöðu til þess á efnislegum rökum með og á móti, fremur en áreiðanlegum tölulegum upplýsingum um áhrif frumvarpsins. Fyrir lægi, að núverandi húsnæðislánakerfi væri komið í alvarlegar ógöngur, sem brýnt væri að leysa úr. Ágallar núverandi kerfis kæmu hvað skýrast fram í því, að enda þótt heildarútlán Húsnæðisstofnunar ríkisins væru umfram alla nýja fjármunamyndun í íbuðarhúsnæði, væri samt veruleg fjárþurrð í nýbyggingum og bið eftir húsnæðislánum væri farið að telja í mörgum árum. Skýringin á þessu væri fyrst og fremst gríðarleg aukning á lánum til kaupa á notuðu húsnæði. I þessu sambandi væri mikilvæg hin svonefnda „innri fjármögnun" á fasteignamarkaðnum, þar sem gera mætti ráð fyrir því, að með tilkomu húsbréfakerfisins mundi draga verulega úr þörf fyrir lánsfé vegna viðskipta með notað húsnæði. Vegna þessa og þar sem gert væri ráð fyrir hærri vöxtum á húsbréfum en núverandi húsnæðislánum væru allar líkurá, að húsbréfakerfið mundi þegar fram í sækti verka til góðs á lánamarkaðnum með því að draga úr heildareftirspurn eftir lánsfé og minnka hólfun á fjármagnsmarkaðnum. Árhifin á bygginariðnað væru óvissari. Líklegt væri, að hækkun vaxta á húsnæðislánum mundi draga úr eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði og nýbyggingum þeirra þar með. Á móti mundi húsbréfakerfið stuðla að lækkun vaxta á lánum til atvinnulífsins og því örva fjárfestingu þess. Breytingin mundi því tæpast leiða af sér alvarlegan samdrátt í byggingarstarfsemi. Þá mætti binda nokkrar vonir við það, að með húsbréfakerfinu mundi fjármagn til nýbygginga almennt koma fyrr inn í framkvæmdir en í eldra kerfinu, en skortur á framkvæmdalánum í byggingariðnaði hefði einmitt háð framþróun hans. Loks væri húsbréfakerfið að ýmsu öðru leyti sveigjanlegra kerfi og krefðist minni miðstýringaren eldrakerfi. I Ijósi þessa lýsti Landssamband iðnaðarmanna yfir stuðningi sínum við frumvarpið, en taldi æskilegt að varfærni yrði gætt við upptöku þess, til þess að tryggja húsbréf í sessi sem áreiðanlegt sparnaðarform, sem lyti ekki miklum verðsveiflum. Jafnframt var lögð áhersla á það, að húsbréfakerfið ætti að yfirtaka ekki aðeins hið svonefnda almenna
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.