Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1989, Síða 70

Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1989, Síða 70
við Landssamband iðnaðarmanna undirbúið tímamælingar í greininni. Landssambandið hefur haft umsjón með verkinu en ráðinn var sérstakur starfsmaður til að sinna tímamælingunum, sem hófust 1. september. Þegar niðurstöður mælinganna liggja fyrir er ætlunin að hárgreiðslustofur geti notað þær sem viðmiðun við verðútreikning. - Verðtaxti tannsmíða- verkstæða Landssamband iðnaðarmanna aðstoðaði Samband íslenskra tannsmíðaverkstæða við að gera úttekt á verðtaxta sambandsins. Gerðar voru tímamælingará verkstæðunum og stuðst var við niðurstöður þeirra og niðurstöður sambærilegra athugana í Svíþjóð við að útbúa grunn að nýjum útsölutaxta. Kostnaðarlíkan Landssambands iðnaðarmanna var notað við útreikninga, sem hafa verið kynntir fyrir Tryggingastofnun ríkisins. - Könnuná útistandandi viðskiptakröfum í ágúst 1988 gerði Landssamband iðnaðarmanna könnun á útistandandi viðskiptakröfum í nokkrum iðngreinum sem þjónusta sjávarútveg. í könnuninni tóku þátt fyrirtæki með um 19% alls mannafla í þessum greinum (veiðarfæragerð, málmiðnaður, skipaiðnaður). Könnunin leiddi í Ijós að um mitt ár 1988 voru útistandandi viðskiptakröfur um 1,8 milljarður króna og höfðu aukist um 240 milljónir króna, eða 15% frá því í árslok 1987. Jafnframt kom fram að vanskil höfðu aukist um 55% frá árslokum 1987 eða úr 842 millj.kr. í 1,3 milljarð um mitt ár 1988. - Stefnumörkunar- átak í málmiðnaði „MÁLMUR-92“ Félag málmiðnaðarfyrirtækja hefur ásamt Landssambandinu og iðnaðarráðuneytinu unnið frá því á sl. vetri að stefnumörkun fyrir félagið og Landssambandið í málefnum málmiðnaðarins. Ákveðið var að setja á laggirnar sérstakt átaksverkefni „MÁLMUR-92“ og var Gylfi Aðalsteinsson hagfræðingur ráðinn verkefnisstjóri. Mun verkefnið auk stefnumörkunar- þáttarins beinast að því að lagfæra ýmsa þætti í rekstri fyrirtækja í greininni. - Framleiðslu- ábyrgðatrygging Fyrirtæki i útflutningi þurfa gjainan á svokallaðri framleiðsluábyrgðar- tryggingu að halda. Landssambandið aflaði upplýsinga og hagstæðs tilboðs frá bresku tryggingafélagi í slíka tryggingu á s.l. ári. Fékkst við það dýrmæt reynsla og þekking, sem þegar hefur nýst vel. ÞJÓNUSTA VID FYRIRTÆKIOG FÉLAGSMENN Landssambandið veitir ekki einvörðungu aðildarfélögum sínum þjónustu. Starfsmenn Landssambandins fylgjast með og veita upplýsingar um löggjöf og önnur skilyrði til iðnrekstrar og
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.