Fréttablaðið - 21.11.2009, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 21.11.2009, Blaðsíða 2
2 21. nóvember 2009 LAUGARDAGUR Bræðraborgarstíg 9 Einlæg OG HEILLANDI Áleitin og bráðfyndin reisubók „Þetta er býsna vel gert.“ –Einar Falur Ingólfsson, Mbl D Y N A M O R E Y K JA V ÍK LÖGREGLUMÁL Sextán ára stúlka hefur kært tuttugu og tveggja ára karlmann til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fyrir nauðg- un og frelsissviptingu. Maðurinn var handtekinn í gærmorgun. Tildrög málsins liggja ekki með öllu ljós fyrir. Þó er vitað að mað- urinn og stúlkan kynntust á sam- skiptanetinu Facebook. Um síð- ustu helgi mæltu þau sér svo mót og hittust á tilteknum stað í borg- inni. Það var í fyrsta skipti sem þau hittust. Að því búnu fór stúlk- an heim með manninum í húsnæði hans í Reykjavík. Áfengi var ekki haft þar um hönd, eftir því sem Fréttablaðið kemst næst, en í kjölfarið kærði stúlkan manninn fyrir að hafa haldið sér nauðugri þar í tólf klukkustundir og nauðgað sér. Grunur leikur á að maðurinn hafi haft uppi síendurtekið afar ofbeld- isfullt athæfi gagnvart stúlkunni um nóttina. Stúlkan fór á neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeld- is síðastliðinn sunnudag, þar sem hún fékk aðhlynningu. Hún er með töluverða áverka eftir ofbeldis- verk mannsins á höfði, í andliti og víðs vegar um líkamann. Sem fyrr sagði var maðurinn handtekinn í gærmorgun. Tekin var skýrsla af honum í gær. Fyrirhuguð var húsleit hjá honum til þess að athuga tölvubúnað og fleira sem kynni að tengjast mál- inu. Honum var sleppt að því loknu. Hann neitar að hafa nauðg- að stúlkunni, samkvæmt upplýs- ingum Fréttablaðsins. Ekki verð- ur krafist gæsluvarðhalds yfir honum. Maðurinn hefur komið við sögu hjá lögreglu áður vegna umferð- arlagabrota, fíkniefnabrota, þjófnaðarmála og fleiri brota af því tagi. jss@frettabladid.is NEYÐARMÓTTAKA Stúlkan fór á neyðar- móttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis á sunnudaginn. Stúlka svipt frelsinu og nauðgað ítrekað Tuttugu og tveggja ára karlmaður í Reykjavík er grunaður um að hafa haldið sextán ára stúlku nauðugri á heimili sínu yfir nótt, nauðgað henni ítrekað og beitt hana öðru ofbeldi. Stúlkan hefur kært manninn, sem var handtekinn í gær. KYNNTUST Á FACEBOOK Maðurinn sem kærður hefur verið fyrir að nauðga sextán ára gamalli stúlku kynntist henni á samskipta- síðunni Facebook. Í framhaldi af þeim kynnum mæltu þau sér mót um síðustu helgi. Sigurbjörg, tókstu til við að Twizzta? „Já, mér var ekki til zetunnar boðið.“ Sigurbjörg Pétursdóttir innanhússarki- tekt sneri vörn í sókn þegar hún missti vinnuna og hefur stofnað verslun sem heitir Twizzt. LÖGREGLUMÁL „Mér finnst þetta nú grátbroslegt, ég gat ekki annað en brosað aðeins þegar ég heyrði þetta,“ segir Sigríður Björk Guð- jónsdóttir, lögreglustjóri á Suð- urnesjum, sem missti bíl sinn í hendur þjófs í fyrrakvöld. Bíllinn stóð fyrir utan Keflavík- urkirkju þegar honum var stolið. Þar var eiginmaður Sigríðar, Skúli Sigurður Ólafsson, sóknarprestur í Keflavík, að sinna fermingar- fræðslu. „Auðvitað er þetta ekki gaman,“ bætir Sigríður við. „En það mátti búast við þessu því það var búið að stela lyklakippunni með bíl- lyklunum á áður.“ Það gerðist líka í Keflavíkurkirkju, en svo virðist sem þjófurinn hafi seilst í úlpu- vasa prestsins þar sem yfirhöfnin hékk í fatahengi. Bíllinn er grár Volvo S60 með númerinu AE-976. Sigríður vonar að hann komi fljótt í leitirnar. „En nú er ég bara neytandi á störf lög- reglu. Það verður gaman að sjá hvernig hún stendur sig í að finna bílinn.“ Aðspurð segir Sigríður að hún hljóti að vera með öllu van- hæf til að taka á málinu sjálf sem yfirmaður hjá embættinu. „Það alvarlega í þessu er að við erum búin að vera með mjög mörg þjófnaðarbrot í umdæminu á Suð- urnesjum að undanförnu,“ segir Sigríður Björk. Ekki hafi þó þar verið sérstaklega um bílþjófnaði að ræða, heldur hafi meðal ann- ars verið mjög mikið um innbrot og þjófnaði tengda þeim. - sh Lögreglustjóra Suðurnesja finnst grátbroslegt að þjófur hafi stolið bíl hennar: Stal af lögreglustjóra og presti SKÚLI SIGURÐUR ÓLAFSSON SIGRÍÐUR BJÖRK GUÐJÓNSDÓTTIR VIÐSKIPTI Nýi Kaupþing banki heitir Arion banki frá og með deginum í dag. Nýju nafni fylgja ný stefna og gildi, að því er segir í tilkynn- ingu, og markar það nýtt upp- haf. „Markmiðið er að byggja upp traustan, öflugan banka sem vinnur með og fyrir fólkið í land- inu, er haft eftir Finni Svein- björnssyni bankastjóra. Nafnið er sótt til dótturfélags hans sem annaðist margvíslega þjónustu fyrir Kaupþing og önnur fjármálafyrirtæki. Kostnaði við nafnabreytinguna verður haldið í lágmarki. Ásýnd útibúa mun taka breytingum á næstu vikum og endurnýjun markaðsefnis unnin meðan eldri birgðir klárast. - bþs Banki tekur upp nýtt nafn: Kaupþing verð- ur Arion banki ORKUMÁL Fulltrúar Orkuveitunn- ar og Evrópska fjárfestingabank- ans undirrituðu í gær samning um fjármögnun framkvæmda á Hengilssvæðinu, um það bil ári á eftir áætlun. Lánið samsvarar 31 milljarði króna og fer meginhluti þess til uppgreiðslu annarra lána. Þannig ætlar stjórnarformaður fyrir- tækisins, Guðlaugur G. Sverr- isson, að af þessum 31 milljarði bætist fjórir milljarðar í raun við skuldir Orkuveitunnar. Þær verða þá 231 milljarður króna. Hann gleðst yfir því að evrópski bankinn treysti Orkuveitunni til góðra verka. - kóþ Orkuveita Reykjavíkur: Fær langþráð lán frá Evrópu RÚSSLAND, AP Stjórnlagadómstóll Rússlands kvað á fimmtudag upp þann úrskurð að dauðarefsingum mætti ekki beita í landinu, þrátt fyrir að þær hafi enn ekki verið bannaðar með lögum. Rússnesk stjórnvöld ákváðu að hætta að beita dauðarefsingum þegar landið fékk aðild að Evrópu- ráðinu árið 1996. Stjórnvöld hafa hins vegar verið treg til að banna dauðarefsingar vegna þess hve víðtækur stuðningur er við þær meðal almennings. Stjórnlagadóm- stóllinn segir nú að meðan banns sé beðið sé stjórnvöldum óheimilt að taka upp dauðarefsingar. - gb Stjórnlagadómstóll Rússlands: Dauðarefsingar ekki leyfðar VALERY ZORKIN Yfirdómari stjórnlaga- dómstóls Rússlands. FRÉTTABLAÐIÐ/AP LÖGREGLUMÁL Lögreglan handtók í gær karlmann, eftir hann hafði verið með hótanir og orðið valdur að eignaspjöllum í dómsmálaráðuneytinu. Maðurinn var ósáttur við afgreiðslu Útlendingastofnunar á máli er snýr að komu konu hans til landsins. Mál konunnar, sem er af erlendu bergi brotin, hafa verið til meðferðar hjá Útlendinga- stofnun og á meðan hefur hún ekki fengið leyfi til að koma hing- að. Maðurinn tjáði skoðanir sínar með látum og henti meðal annars um koll stórum blómapotti og hót- aði starfsfólki. Síðan kvaðst hann ætla að fara niður í Alþingi til að tjá skoðanir sínar þar. Hann var svo á rölti niður Hverfisgötu áleiðis að Alþingishúsinu þegar lögreglan handtók hann. - jss Handtekinn við ráðuneyti: Ósáttur við af- greiðslu Útlend- ingastofnunar HEILBRIGÐISMÁL Læknaráð Land- spítalans hvetur stjórnvöld, í aðhaldsaðgerðum þeirra, til að líta til þess hvaða þættir ríkiskerfis- ins eru almenningi mikilvægastir til lengri tíma litið. Bendir ráðið á að Landspítalinn sé aðalsjúkra- hús landsins og hafi, sem megin- stoð íslenska heilbrigðiskerfisins, algera sérstöðu. Hann geti engum sjúklingahópum vísað frá sér. Í ályktun ráðsins frá í gær er bent á að fjárveitingar til Landspít- alans hafi lækkað í góðæri undan- farinna ára. Vandséð sé að komist verði hjá verulega skertri þjónustu og uppsögnum til að mæta um þriggja milljarða króna samdrætti í framlögum á næsta ári. - bþs Læknaráð Landspítalans: Stjórnvöld líti til framtíðar REYKJAVÍK Slökkviliðsstjóri hefur áhyggjur af því að á Reykjavíkurflugvöll verði ekki ráðnir menn með lögboðna menntun til að sinna brunavörnum. Fjórir til fimm menn hafa verið á flugvellinum á vegum slökkviliðsins síðustu ár. Flugstoðir ohf. hafa hins vegar sagt upp samningnum við slökkvilið- ið og munu ætla að búa til sinn eigin viðbragðshóp í staðinn. „Við höfum ekki fengið á hreint hvernig þeir ætla að útfæra þetta,“ segir Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri. Fyrir utan margþætta menntunina þurfi einnig að senda menn í reglulegar læknisskoðanir, þrekpróf og þess háttar. „Það er ansi dýrt að reka slökkvilið,“ segir Jón Viðar. Það gæti orðið jafn dýrt fyrir Flugstoðir og það er fyrir slökkviliðið að halda úti fullnægjandi viðbúnaði. „Við höfum því skrifað bréf til Brunamálastofnun- ar, sem er eftirlitsaðili með slökkviliðum. Við óskum eftir því að hún kalli eftir skýringum frá Flugstoð- um um hvernig þetta verður útfært,“ segir hann. Jón Viðar segir að „ákveðinn uggur“ sé í honum þegar verið sé að riðla núverandi góðu fyrirkomu- lagi. Vel geti verið að Flugstoðir lumi á einhverri lausn: „En ég er frekar smeykur um að hún sé ekki í kortunum.“ - kóþ Slökkviliðsstjóri hóar í Brunamálastofnun vegna uppsagna á Reykjavíkurflugvelli: Óttast skert öryggi á vellinum JÓN VIÐAR MATTHÍASSON Slökkviliðsstjóri hefur beðið Bruna- málastofnun um að krefja Flugstoðir skýringa á því hvernig brunaöryggi verði háttað á Reykjavíkurflugvelli í framtíðinni. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI SPURNING DAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.