Fréttablaðið - 21.11.2009, Blaðsíða 18
18 21. nóvember 2009 LAUGARDAGUR
SEND IÐ OKK UR LÍNU
Fréttablaðið og Vísir hvetja lesendur til að
senda línu og leggja orð í belg um málefni
líðandi stundar. Greinar og bréf skulu
vera stutt og gagnorð. Tekið er á móti
efni á netfanginu greinar@frettabladid.
is eða á vefsíðu Vísis, þar sem finna má
nánari leiðbeiningar. Ritstjórn ákveður
hvort efni birtist í Fréttablaðinu eða Vísi
eða í báðum miðlunum að hluta eða í
heild. Áskilinn er réttur til leiðréttinga og
til að stytta efni.
UMRÆÐAN
Ágúst Guðmundsson
skrifar um framlag til
lista
Ungt sjálfstæðisfólk hefur lagt fram til-
lögur að sparnaði í rík-
isbúskapnum, sem m.a.
gera ráð fyrir því að
Þjóðleikhúsið verði lagt
niður, Sinfónían og háskólarann-
sóknir sömuleiðis, að ekki sé minnst
á starfslaun listamanna. Jú, og svo á
að selja Ríkisútvarpið, en það er nú
kannski ekkert nýtt.
Hvernig á að hefja um þetta rök-
ræðu? Það er ekki hlaupið að því að
finna umræðugrundvöll, því þessar
hugmyndir skapast af lífsviðhorfum
sem eru nokkuð á skjön við þau sem
almennt ríkja. En kannski ég skauti
fram hjá menningarhjalinu og reyni
út frá hagrænum forsendum – og
taki fyrir kvikmyndagerðina, sem
er náttúrlega eitt af því sem leggst
af, samkvæmt tillögunum.
Kvikmyndafólk hefur haldið því
fram að ríkið tapi ekki á því að veita
fé í íslenskar kvikmyndir, heldur
hafi þvert á móti hagnað af slíkri
fjárfestingu. Hvernig getur stað-
ið á því? Og af hverju geta þá ekki
einkaaðilar yfirtekið þetta hlutverk
og haft af því góðan gróða?
Ríkið fjármagnar aldrei kvik-
mynd um meira en 50% af heildar-
kostnaði, hærra má ekki fara vegna
evrópskra tilskipana, og yfirleitt er
framlag ríkisins langt undir þeirri
prósentutölu. Önnur fjármögnun
kemur að verulegu leyti frá útlönd-
um, enda eru íslenskir framleiðend-
ur kræfir í að ná samningum
við erlenda kollega og sækja
fé í fjölþjóðlega sjóði.
Allt evrópska styrkjakerf-
ið byggist á því að til séu
kvikmyndastofnanir eða
sjóðir í heimalandinu sem
velji bitastæðustu verkefnin
og veiti þeim upphafsstyrk-
ina. Ekki fyrr en þá er unnt
að nálgast fjölþjóðlegu sjóð-
ina. Væri ekki til stofnun á
borð við Kvikmyndamið-
stöð gætu Íslendingar ekki sótt í
norræna sjóðinn né þann evrópska
né neina aðra. Þessu hlutverki getur
einungis opinber stofnun sinnt, enda
hefðu einkaaðilar aldrei af því þann
hagnað sem ríkið fær.
Ríkið nýtur góðs af ýmsu sem ekki
kæmi einkaaðilum til góða. Skatt-
tekjur eru verulegar af kvikmynda-
gerðinni, enda eru laun ætíð lang-
hæsti kostnaðarliðurinn. Erlendur
gjaldeyrir kemur inn í landið bæði
þegar erlendir styrkir eru greiddir,
svo og söluágóði af dreifingu erlend-
is. Afleidd áhrif þessarar starfsemi
fara vaxandi, því að ný tækni gerir
kleift að fullvinna myndirnar hér-
lendis. Alla þjónustu þarf vitaskuld
að greiða, og af henni fást enn meiri
skatttekjur.
Kvikmyndamiðstöð fjárfestir í
íslenskum myndum fyrir hönd rík-
isins. Þetta eru ekki styrkir í þess
orðs eiginlegu merkingu, heldur
fjárfesting í samstarfsverkefnum
milli ríkisins og einkafyrirtækja.
Margir vilja að ríkið fjármagni
orkuver í von um að hljóta af þeim
arð í framtíðinni. Eitthvað svipað
gerist í þeim hugarorkuiðnaði sem
kallast kvikmyndagerð, nema hvað
þar tel ég að áhættan sé öllu minni
og ágóðinn skjótfengnari.
Og sé nú fólki sama um íslenskt
mál og menningu og allt það, skal
á það bent að íslenskar kvikmyndir
hafa reynst öflug kynning á landi og
þjóð. Þær hafa dregið að ferðamenn,
ennfremur erlend kvikmyndafyrir-
tæki sem verja háum upphæðum við
tökur á Íslandi. Sú starfsemi byggist
á því að hér séu fyrirtæki og mann-
skapur sem geti veitt þá þjónustu
sem þarf. Clint Eastwood gat leitað
til toppfólks þegar hann tók mynd
sína hér um árið. Það skapaði gjald-
eyristekjur og skatttekjur.
Vinsælt er að tala um menningar-
tengda ferðaþjónustu. Ætli þetta geti
þá ekki kallast ferðatengd menning-
arþjónusta? Íslenskar kvikmyndir
auglýsa landið án þess að vera aug-
lýsingar. Í því felst besta kynning-
in – og sú ódýrasta, enda innifalin
í upphaflega framlaginu frá Kvik-
myndamiðstöð.
Svona má reyndar fjalla um fleiri
þætti menningarinnar en kvikmynd-
irnar. Svipuð niðurstaða fæst í bók-
inni um hagræn áhrif tónlistarinn-
ar, sem kom út fyrir nokkrum árum.
Á hinn bóginn eru listamenn þekktir
fyrir að leggja ekki alltaf hagræn-
an mælikvarða á störf sín, og sumir
þeirra verða fyrst umtalsverð hag-
ræn stærð við dauða sinn. Hvað ætli
ævistarf Kjarvals verði metið hátt á
markaðsvirði ársins 2007?
Annars er ekki hollt að hugsa
bara hagrænt. Þeir sem helst eiga
sök á hruninu virðast hafa hugs-
að hagrænt í öllu, meira að segja
þegar þeir völdu listamenn til að
koma fram í afmælunum sínum. Og
hvernig fór?
Höfundur er forseti BÍL.
Hagræn menning
UMRÆÐAN
Karl Sigurbjörnsson
skrifar um Fríkirkjuna í
Reykjavík
Ég árna Fríkirkjusöfn-uðinum í Reykjavík
heilla í tilefni 110 ára
afmælis safnaðarins. Í
rúma öld hefur Fríkirkj-
an í Reykjavík laðað til
helgra tíða, leitt fólk til að
heyra fagnaðarerindið, borið börn-
in til skírnar, frætt hina ungu um
Jesú Krist, signt hvílu hinna látnu.
Guði sé lof fyrir það.
Ég þakka góðar stundir sem ég
naut þar innan veggja sem barn
og ungur maður. Þangað var gott
að sækja, við fagran söng þegar
Sigurður Ísólfsson sat við orgel-
ið og leiddi kórinn sinn af metnaði
og reisn, og þegar séra Þorsteinn
Björnsson flutti messugjörð með
sinni fögru söngrödd og nærandi
prédikun. Ég minnist þess með
mikilli hlýju og virðingu og blessa
minningu þeirra góðu drengja og
annarra sem borið hafa uppi helga
þjónustu af virðingu, trúfesti og
kærleika.
Tilkoma Fríkirkjunnar í Reykja-
vík var ekki síst óþol í ört vaxandi
bæ vegna tregðu kirkjuyfirvalda
að mæta þörfum breyttra tíma.
Prestum fékkst ekki fjölgað í höf-
uðstaðnum og Dómkirkjan gamla
annaði vart hlutverki sínu lengur.
Enn heilli öld síðar á þjóðkirkjan
okkar á Íslandi langt í land með
að sýna sveigjanleika og
snerpu andspænis örum
breytingum og svipting-
um daganna þótt margt
hafi breyst og er það ekki
við ríkisvald að eiga. Nú
að öld liðinni ættu Frí-
kirkjan og þjóðkirkjan
á Íslandi að ganga með
djörfung og þrótti fram,
saman sem samhuga syst-
ur í sömu þjónustu fagn-
aðarerindis Jesú Krists.
Ekki í samkeppni um sálir
heldur í samstöðu um markmiðið
háa sem er fagnaðarerindið. Það er
um sál íslenskrar þjóðar að tefla,
að hún verði kristin þjóð í anda og
sannleika. Og það gerist aðeins ef
við leggjum okkur fram og leyfum
orði Krists og anda að leiða okkur,
við sem viljum vera kristin.
Þegar Fríkirkjusöfnuðurinn var
stofnaður var mikil hreyfing í þjóð-
félaginu í átt til aðskilnaðar ríkis
og kirkju. Margir töldu þá að dagar
þjóðkirkjunnar væru taldir, leifar
konungsvalds og úreltra þjóðfélags-
hátta. Svo hefur ekki reynst vera. Í
söfnuðum þjóðkirkjunnar um land
allt er unnið þróttmikið, lifandi
kirkjustarf af trúum og vel mennt-
uðum prestum og djáknum, sóknar-
nefndarfólki, tónlistarfólki, barna-
fræðurum og launuðu starfsfólki
og sjálfboðaliðum sem þjóna þjóð-
inni, einstaklingum og samfélagi
án manngreinarálits af virðingu
og kærleika. Þjóðkirkjan hefur líka
beitt sér fyrir samstarfi trúfélaga
á grundvelli skilnings og virðingar,
bæði meðal kristinna trúfélaga og
annarra trúarbragða.
Enn og aftur er kallað eftir
aðskilnaði ríkis og kirkju. Oft virð-
ist þó óljóst hvað átt er við þegar
rætt er um aðskilnað. Það eru nefni-
lega margskonar valkostir til. En
ekkert þjóðríki sem við viljum bera
okkur saman við lætur sig átrúnað
landsmanna engu varða. Stjórnar-
skrárbundinn sess þjóðkirkjunnar
á við söguleg og menningarleg og
samfélagsleg rök að styðjast, en er
fráleitt hafinn yfir gagnrýni. Öll
Norðurlöndin búa við hliðstæð form
sambands ríkis og kirkju og við,
þó með ýmsum tilbrigðum sé. Þau
ríki teljast vera í fremstu röð hvað
trúfrelsi varðar. Skyldi það vera til-
viljun? Íslenska þjóðkirkjan er um
margt frjálsar tengd ríkisvaldinu en
þær flestar, og ræður sér að mestu
sjálf, og má segja að samband ríkis
og kirkju sé umfram allt á grund-
velli samstarfs.
Mér finnst skipta mestu að tilvera
þjóðkirkju er tjáning samstöðu um
grundvallar gildi, samstöðu um sið-
inn í landinu. Þar standa Fríkirkjan
og þjóðkirkjan á sama grunni, og
ættu að standa saman vörð um þann
arf er vér bestan fengum. Hvað sem
líður samskiptum ríkis og kirkju þá
má okkur ekki vera sama um sam-
skipti þjóðar og kirkju, að kirkjan
geti mætt þjóðinni allri án mann-
greinarálits og innt af hendi þjón-
ustu orðs og sakramenta, bænar,
boðunar og þjónustu til sjávar og
sveita um land allt.
Á fyrsta aldarfjórðungi ævi
sinnar var Fríkirkjan stækkuð
tvisvar og varð stærsta samkomu-
hús bæjarins. Okkur finnst undar-
legt að sú hafi verið tíðin að kirkjur
Reykjavíkur rúmuðu ekki þá sem
þangað vildu leita til helgra tíða.
En þannig var það. Skyldi sú tíð
koma á ný? Skyldi sú stund koma að
þorsti og þrá leiði fólk að lífsbrunni
fagnaðarerindisins á ný? Við sem
unnum orði Guðs og helgri kirkju
hans ættum að sameinast í bæn til
Drottins um slíka vakningu, og að
hún byrji í hjörtum okkar!
Höfundur er biskup Íslands.
Fríkirkjan í Reykja-
vík – afmæliskveðja
ÁGÚST
GUÐMUNDSSON
KARL
SIGURBJÖRNSSON
RÁÐSTEFNAN ER ÖLLUM OPIN OG AÐGANGUR ÓKEYPIS.
Þátttakendur þurfa að skrá sig á www.frae.is eða á www.lme.is
Á meðan á ráðstefnunni stendur verður sýning á fyrirmyndarverkefnum (Best Practices)
sem styrkt hafa verið af Menntaáætlun Evrópusambandsins, Leonardo da Vinci og Grundtvig.