Fréttablaðið - 21.11.2009, Blaðsíða 102

Fréttablaðið - 21.11.2009, Blaðsíða 102
74 21. nóvember 2009 LAUGARDAGUR sport@frettabladid.is Sigrún Brá Sverrisdóttir úr Ægi varð fyrsti meistarinn á Íslandsmót- inu í 25 m laug þegar hún tryggði sér sigur í 800 metra skrið- sundi á fimmtudagskvöldið. Sigrún gerði gott betur því hún setti líka nýtt glæsilegt Íslandsmet. Metið var orðið 17 ára gamalt en það átti Ingibjörg Arnardóttir úr Ægi sem synti á 8:53,85 mínút- um árið 1992. Sigrún synti á 8:46,47 mínútum, sem er bæting upp á rúmar sjö sekúndur. „Ég er mjög ánægð með þetta sund og get ekki sagt annað. Ég var samt í rauninni ekki búin að hugsa neitt rosalega mikið um þetta met. Ég ákvað bara að fara ofan í laugina og sjá hvað ég gæti. Það munaði mjög miklu fyrir mig að það voru tvær að synda nálægt mér allan tímann og það er gott að hafa keppni,“ sagði Sigrún en þær Inga Elín Cryer úr ÍA og Eygló Ósk Gústafsdóttir úr Ægi syntu líka báðar undir gamla metinu. „Ég og Inga vorum á sama stað næstum því allt sundið þannig að það var ekkert hægt að slaka á og maður varð að hugsa um það sem maður var að gera og halda áfram,“ segir Sigrún. Hún segist nánast aldrei synda 800 metrana í einni lotu á æfingum og því vissi hún ekki alveg hvar hún stæði fyrir sundið í fyrrakvöld. „Maður þarf að byrja svolítið vel en samt verður maður að passa sig að byrja ekki of hratt svo maður deyi nú ekki í endann því það er ekki þægilegt,“ segir Sigrún. Hún var þarna samt að taka annað 17 ára met af Ingibjörgu á árinu en í mars sló hún metið í 800 metra skriðsundi í löngu lauginni. Sigrún segist ekki búast við að hennar met lifi jafnlengi. „Ég get ekki búist við að eiga þessi met jafnlengi og hún. Það væri í raun frekar leiðinlegt því þá væri engin framför í sundinu. Ég ætla mér líka að reyna að bæta þessi met eitthvað meira sjálf áður en ég hætti,“ segir Sigrún. Íslandsmótið í 25 metra laug heldur áfram í dag á morgun og verður Sigrún áfram í sviðsljósinu. „Þetta er bara byrjunin hjá mér á þessu móti og ég ætla að halda áfram að reyna að gera vel. Ég ætla að reyna að ná góðum tímum á morgun og hinn,“ sagði Sigrún við Fréttablaðið í gær. SIGRÚN BRÁ SVERRISDÓTTIR: BÆTTI ANNAÐ 17 ÁRA GAMALT MET INGIBJARGAR ARNARDÓTTUR Á ÁTTA MÁNUÐUM Get ekki búist við að eiga þessi met jafnlengi > Viggó rekinn frá Fram Handknattleiksdeild Fram ákvað í gær að segja Viggó Sigurðssyni þjálfara upp störfum. Undir stjórn hans hefur Fram ekki náð sér á strik í N1-deild karla í haust og vermir botnsæti deildarinnar með aðeins tvö stig eftir sex leiki. Steininn tók úr þegar Fram tapaði fyrir Akureyri á heimavelli í fyrrakvöld, 27-18. Viggó var samningsbundinn Fram út leiktíðina en aðstoðarþjálfari hans, Einar Jónsson, mun stýra Fram í næstu leikjum að minnsta kosti. Iceland Express-deild karla ÍR - Snæfell 72-92 Stig ÍR: Hreggviður Magnússon 18, Eiríkur Önundarson 9, Nemanja Sovic 9, Steinar Arason 8, Gunnlaugur Elsuson 8 (7 frák.), Kristinn Jónasson 7, Davíð Fritzson 4, Ólafur Þórisson 3, Vilhjálmur Steinarsson 3, Ásgeir Hlöðversson 2, Björgvin Jónsson 1. Stig Snæfells: Jón Ólafur Jónsson 24 (7 frák.), Emil Þór Jóhannsson 18, Sean Burton 15, Hlynur Bæringsson 14 (14 frák.), Sveinn Davíðsson 6, Páll Helgason 6, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 5, Kristján Andrésson 4. Njarðvík - Breiðablik 78-64 Stig Njarðvíkur: Magnús Þór Gunnarsson 18, Jóhann Árni Ólafsson 18 (7 frák.), Guðmundur Jónsson 11, Friðrik Stefánsson 9 (13 frák.), Páll Kristinsson 9, Kristján Sigurðsson 5, Hjörtur Hrafn Einarsson 4, Rúnar Ingi Erlingsson 2, Friðrik Óskarsson 2. Stig Breiðabliks: Hjalti Friðriksson 18, Arnar Pétursson 12, Daníel Guðmundsson 10, Ágúst Angantýsson 7, Gylfi Geirsson 5, Jonathan Schmidt 5, Þorsteinn Gunnlaugsson 4 (19 frák.), Rúnar Pálmarsson 2, Trausti Jóhannsson 1. FSu - Fjölnir 77-98 STAÐAN Njarðvík 7 7 0 597-503 14 Keflavík 7 6 1 625-499 12 KR 7 6 1 637-560 12 Stjarnan 7 5 2 617-562 10 Snæfell 7 5 2 637-517 10 Grindavík 7 4 3 608-549 8 Hamar 7 3 4 582-595 6 ÍR 7 2 5 581-614 4 Tindastóll 7 2 5 550-630 4 Breiðablik 7 1 6 504-599 2 Fjölnir 7 1 6 518-636 2 FSu 7 0 7 488-680 0 ÚRSLIT KÖRFUBOLTI Corey Lewis, leikmað- ur FSu, var dæmdur í fjögurra leikja bann fyrir að hrinda dóm- ara í leik liðsins gegn Snæfelli í síðustu viku. Aganefnd KKÍ úrskurðaði um það í vikunni. Þá fékk Ágúst Dearborn, Hetti, þriggja leikja bann fyrir „viljandi líkamsmeiðingar gegn leikmanni, þjálfara eða fylgismanni liðs,“ eins og segir í úrskurðinum. - esá Leikmaður FSu í langt bann: Í bann fyrir að hrinda dómara SUND Fjögur Íslandsmet féllu á öðrum keppnisdegi Íslands- meistaramótsins í sundi í 25 metra laug í gær. Jakob Jóhann Sveinsson, Ægi, bætti eigið Íslandsmet í 200 metra bringu- sundi er hann synti á 2:07,75 mínútum á Íslandsmeistaramót- inu í 25 metra laug í dag. Hann bætti gamla Íslandsmetið sitt um tæpar þrjár sekúndur. Erla Dögg Haraldsdóttir bætti eigið met í 100 m fjórsundi um eina sekúndu er hún synti á 1:01,77 mínútum. Ragnheiður Ragnarsdóttir, KR, bætti einnig eigið met í 100 m skriðsundi er hún synti á 54,76 sekúndum. Hún bætti metið um 0,23 sekúndur. Þá bætti kvennasveit Ægis Íslandsmetið í 200 m boðsundi er hún synti á 1:46,11 mínútum. Sveitina skipa Sigrún Brá Sverrisdóttir, Eygló Ósk Gústafs- dóttir, Karen Sif Vilhjálmsdóttir og Jóhanna Gerða Gústafsdóttir. - esá ÍM í 25 metra laug: Fjögur Íslands- met féllu í gær JAKOB JÓHANN Setti glæsilegt Íslands- met í 200 metra bringusundi í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN KÖRFUBOLTI Snæfellingar unnu öruggan 20 stiga sigur á ÍR- ingum í Kennaraháskólanum í Iceland Express-deild karla í gær. Hólmarar gerðu út um leikinn á rúmum þremur mínútum í lok þriðja leikhluta þegar þeir skor- uðu 21 stig gegn aðeins 2 stigum heimamanna og breyttu stöðunni úr 44-50 í 46-71. Eftir það var engin spurning að gestirnir færu heim með bæði stigum. „Við misstum aðeins einbeit- inguna. Þeir voru átta til tíu stig- um á undan okkur en svo slök- uðum við aðeins á og þeir settu nokkra feitar körfur ofan í sem afgreiddu málið,” sagði Jón Arnar Ingvarsson, þjálfari ÍR. Snæfell byrjaði leikinn af krafti en ÍR-ingar komu sér inn í leik- inn á ágætri svæðisvörn og fínum framlögum frá Kristni Jónassyni og Eiríki Önundarsyni af bekkn- um. ÍR-liðið átti hins vegar engin svör þegar Jón Ólafur Jónsson og skyttur Snæfells hrukku í gírinn í seinni hálfleik. Jón Ólafur skoraði aðeins fimm stig í fyrri en bætti fyrir það með því að skora 19 stig í seinni hálf- leik, þar af 14 þeirra í þriðja leik- hluta þegar leiðir skildu með liðunum. „Ég held að við séum í betra formi en þeir. Mér sýndist það á öllu. Þeir eru með mjög hæfi- leikaríka menn en mér fannst þeir bara springa. Það hjálpaði líka til að Nonni Mæju vaknaði,“ sagði Hlynur Bæringsson, fyr- irliði Snæfells, og skaut aðeins á félaga sinn Jón Ólaf (Nonna Mæju). „Hann var í villuvandræðum í fyrri hálfleik og í þær fáu mín- útur sem hann var inni á vellin- um þá var hann ekki með. Ég veit ekki hvar hann var. Hann er ann- aðhvort langbesti maðurinn á vell- inum eða hann fer alveg niður.“ Hlynur segir að liðið eigi enn eftir að fara í gegnum stóra próf- ið. „Ég held að við verðum að bíða með það að sjá hvað við getum því við erum ekki búnir að spila við þessi bestu lið. Við sjáum til hvort við séum tilbúnir í stóru liðin. Við ætlum allavega að láta vaða í þau,“ sagði Hlynur sem var með 14 stig, 14 fráköst og 6 stoðsendingar í gær. „Við hikstuðum fullmikið á móti svæðinu þeirra í öðrum leik- hluta en við leystum það mjög vel í seinni hálfleik og fengum þá opin og fín færi. Nonni var síðan sjóðandi heitur á þessum tíma þar sem við kláruðum leikinn,“ sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells. „Þó svo að okkar lykilmenn hafi ekki verið að spila sinn besta leik þá fannst mér liðið vera að virka vel í heildina. Við erum að leika án Sigurðar Þorvaldssonar sem er stór póstur sem er erfitt að vera án,“ sagði Ingi „Ég var mjög stressaður fyrir þennan leik því það má ekki vanmeta þetta ÍR- lið. Ég var mjög ánægður hvernig liðið mitt kom til leiks. Við lentum í hindrunum eftir að hafa byrj- að mjög vel. Það var síðan mjög gott hvernig við leystum leik- inn.“ Ingi og Hlynur voru báðir ánægðir með nýja Kanann, Sean Burton, sem var með 15 stig og 8 stoðsendingar í gær. Jón Arnar þarf hins vegar að lagfæra ýmislegt hjá ÍR-liðinu. „Ég held að við eigum að geta betur en þetta.Við erum að reyna að þétta þetta saman og gera þetta að alvöru liði. Ég er ekki ánægð- ur með síðustu tvo leiki þar sem við höfum ekki verið nægilega klárir i þessi stærri lið,“ sagði Jón Arnar. Njarðvíkingar unnu sinn sjö- unda leik í röð í deildinni þegar þeir unnu 78-64 sigur á Blikum og nýliðar Fjölnis fögnuðu sínum fyrsta sigri í vetur þegar þeir unnu FSu. ooj@frettabladid.is Ætlum að vaða í stóru liðin Snæfellingar skildu ÍR-inga eftir með frábærum spretti í þriðja leikhluta. Njarð- víkingar eru áfram ósigraðir á toppnum eftir 14 stiga heimasigur á Blikum. BARÁTTA Jón Ólafur Jónsson átti mjög góðan leik fyrir Snæfell og skoraði 24 stig. Hér er hann í baráttunni við ÍR-inginn Eirík Önundarson. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.