Fréttablaðið - 21.11.2009, Blaðsíða 30
30 21. nóvember 2009 LAUGARDAGUR
B
arnasáttmálinn var
samþykktur á alls-
herjarþingi Sam-
einuðu þjóðanna 20.
nóvember 1989. Öll
aðildarríki Samein-
uðu þjóðanna, fyrir utan Banda-
ríkin og Sómalíu, hafa full-
gilt sáttmálann og er hann því
útbreiddasti mannréttindasamn-
ingur heims.
Fullgilding felur í sér að ríki
skuldbinda sig til þess að tryggja
og virða þau réttindi barna
sem fram koma í sáttmálan-
um. Sáttmálinn var undirritað-
ur fyrir Íslands hönd árið 1990
og fullgiltur í nóvember 1992. Nú
hefur verið ákveðið að lögfesta
sáttmálann á Íslandi.
Haldið var upp á 20 ára afmæl-
ið í Snælandsskóla við Víðigrund í
Kópavogi í gær. Forsætisráðherra
Jóhanna Sigurðardóttir flytur
ávarp og opnar nýjan námsvef
um Barnasáttmálann, nemendur
í 7. bekk flytja verk sem þeir hafa
unnið í tilefni afmælisins og nem-
andi úr 10. bekk Snælandsskóla
segir nokkur orð fyrir hönd ung-
mennaráða Barnaheilla, umboðs-
manns barna og UNICEF. Boðið
verður upp á afmælisköku í tilefni
dagsins.
Börnin minna á réttindi sín
Aron Kristinn Ágústsson
segist hafa lært þónokk-
uð um barnasáttmálann
í skólanum. „Mér finnst
mikilvægast að börn fái
að borða,“ segir hann.
Sem betur fer fái flestir
íslenskir krakkar nóg
að borða. Hann heldur
að krakkar hafi það
almennt ágætt á Íslandi,
en foreldrar mættu samt
stundum vera duglegri að
hlusta á börnin sín.
Maturinn er mikilvægur
„Mikilvægast í barnasátt-
málanum finnst mér að
börn fái lyf þegar þau
verði veik og að þau
fái alltaf nóg að borða,“
segir Nanna Francisca
Collard, en bætir því við
að henni hafi ekki þótt
neitt sérstaklega gaman
að læra um sáttmálann.
Henni finnst að öllum
börnum eigi að líða vel
í skólanum. „Einu sinni
kom stelpa í skólann
minn, þegar ég var í
öðrum skóla, og hún var
búin að lenda í rosa-
lega miklu einelti. Við
hjálpuðum henni,“ segir
Nanna.
Börn eiga að fá lyf og mat
„Mér finnst bara mjög
gott að þessi barnasátt-
máli skuli vera til,“ segir
Brynjólfur Skúlason, sem
er í þriðja bekk í Háteigs-
skóla. Hann sagðist
hlakka mjög mikið til að
leggja af stað í kröfu-
gönguna. Hann er ekki
viss um hver af réttindum
barna séu mikilvægust.
„Það eru svo svakalega
mörg réttindi að ég þekki
þau ekki alveg öll.“
Gott að sáttmálinn sé til
„Ég á rétt á öryggi!“ stóð
skrifað skýrum stöfum á
kröfuspjaldi Huldu Kristínar
Hauksdóttur, sem er í þriðja
bekk í Háteigsskóla. „Það
þýðir til dæmis að það má
ekki slá mann eða meiða
mann ef maður gerir sjálfur
ekki neitt,“ segir Hulda. Henni
finnst að íslenskir krakkar búi
ekki við alveg nógu mikið
öryggi, að minnsta kosti
ekki allir. Svo finnst henni
að ökumenn eigi að fara sér
hægar. „Ég þarf að fara yfir
Háteigsveginn þegar ég er að
fara í skólann á morgnana.
Mér finnst að bílarnir þar
þyrftu að fara hægar og reyna
að menga aðeins minna.“
Vill að bílar hægi á sér
„Ég á rétt á að komast í
sjónvarpið“ stóð skrifað
á kröfuspjaldinu sem
Þorbjörn Helgason í
1. bekk í Háteigsskóla
föndraði fyrir kröfugöngu
barna í gær. Hann langar
nefnilega að verða sjón-
varpsstjarna þegar hann
verður stór og var þess
vegna mjög spenntur að
fara í gönguna í gær með
spjaldið á lofti. Annars
finnst honum að allir eigi
að vera góðir við börn og
að þau eigi alltaf nóg að
borða.
Langar í sjónvarpið
„Mér finnst ekki gaman
þegar verið er að stríða
manni,“ segir Unnur Egla
Schram, sem er í fjórða
bekk í Háteigsskóla.
Henni finnst mikilvægt að
fullorðnir passi upp á að
krökkum sé ekki strítt og
að þau stríði ekki öðrum.
Henni finnst líka að full-
orðnir eigi alltaf að vera
góðir við börn. Sjálf gerði
hún ekki kröfuspjald. „Ef
ég hefði gert það hefði ég
skrifað „ég á rétt á að lifa“
á það,“ segir Lillý Kristin
Alexdóttir. Réttur til lífs og
þroska er einmitt 6. grein
barnasáttmálans.
Það á ekki að stríða öðrum
MINNA Á SIG „Þú og ég og öll önnur börn eiga rétt á að fá að lifa við öryggi“ stendur á einu kröfuspjaldinu.
Hátt í tvö hundruð börn úr Hlíða-, Austurbæjar-
og Háteigsskóla efndu til réttindagöngu í gær í
tilefni af 20 ára afmæli Barnasáttmála Samein-
uðu þjóðanna, eina alþjóðlega samningnum sem
snýr sérstaklega að börnum. Hólmfríður Helga
Sigurðardóttir heimsótti krakkana í Háteigsskóla
sem voru í óðaönn við að undirbúa gönguna og
Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari fylgdist með.