Fréttablaðið - 21.11.2009, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 21.11.2009, Blaðsíða 30
30 21. nóvember 2009 LAUGARDAGUR B arnasáttmálinn var samþykktur á alls- herjarþingi Sam- einuðu þjóðanna 20. nóvember 1989. Öll aðildarríki Samein- uðu þjóðanna, fyrir utan Banda- ríkin og Sómalíu, hafa full- gilt sáttmálann og er hann því útbreiddasti mannréttindasamn- ingur heims. Fullgilding felur í sér að ríki skuldbinda sig til þess að tryggja og virða þau réttindi barna sem fram koma í sáttmálan- um. Sáttmálinn var undirritað- ur fyrir Íslands hönd árið 1990 og fullgiltur í nóvember 1992. Nú hefur verið ákveðið að lögfesta sáttmálann á Íslandi. Haldið var upp á 20 ára afmæl- ið í Snælandsskóla við Víðigrund í Kópavogi í gær. Forsætisráðherra Jóhanna Sigurðardóttir flytur ávarp og opnar nýjan námsvef um Barnasáttmálann, nemendur í 7. bekk flytja verk sem þeir hafa unnið í tilefni afmælisins og nem- andi úr 10. bekk Snælandsskóla segir nokkur orð fyrir hönd ung- mennaráða Barnaheilla, umboðs- manns barna og UNICEF. Boðið verður upp á afmælisköku í tilefni dagsins. Börnin minna á réttindi sín Aron Kristinn Ágústsson segist hafa lært þónokk- uð um barnasáttmálann í skólanum. „Mér finnst mikilvægast að börn fái að borða,“ segir hann. Sem betur fer fái flestir íslenskir krakkar nóg að borða. Hann heldur að krakkar hafi það almennt ágætt á Íslandi, en foreldrar mættu samt stundum vera duglegri að hlusta á börnin sín. Maturinn er mikilvægur „Mikilvægast í barnasátt- málanum finnst mér að börn fái lyf þegar þau verði veik og að þau fái alltaf nóg að borða,“ segir Nanna Francisca Collard, en bætir því við að henni hafi ekki þótt neitt sérstaklega gaman að læra um sáttmálann. Henni finnst að öllum börnum eigi að líða vel í skólanum. „Einu sinni kom stelpa í skólann minn, þegar ég var í öðrum skóla, og hún var búin að lenda í rosa- lega miklu einelti. Við hjálpuðum henni,“ segir Nanna. Börn eiga að fá lyf og mat „Mér finnst bara mjög gott að þessi barnasátt- máli skuli vera til,“ segir Brynjólfur Skúlason, sem er í þriðja bekk í Háteigs- skóla. Hann sagðist hlakka mjög mikið til að leggja af stað í kröfu- gönguna. Hann er ekki viss um hver af réttindum barna séu mikilvægust. „Það eru svo svakalega mörg réttindi að ég þekki þau ekki alveg öll.“ Gott að sáttmálinn sé til „Ég á rétt á öryggi!“ stóð skrifað skýrum stöfum á kröfuspjaldi Huldu Kristínar Hauksdóttur, sem er í þriðja bekk í Háteigsskóla. „Það þýðir til dæmis að það má ekki slá mann eða meiða mann ef maður gerir sjálfur ekki neitt,“ segir Hulda. Henni finnst að íslenskir krakkar búi ekki við alveg nógu mikið öryggi, að minnsta kosti ekki allir. Svo finnst henni að ökumenn eigi að fara sér hægar. „Ég þarf að fara yfir Háteigsveginn þegar ég er að fara í skólann á morgnana. Mér finnst að bílarnir þar þyrftu að fara hægar og reyna að menga aðeins minna.“ Vill að bílar hægi á sér „Ég á rétt á að komast í sjónvarpið“ stóð skrifað á kröfuspjaldinu sem Þorbjörn Helgason í 1. bekk í Háteigsskóla föndraði fyrir kröfugöngu barna í gær. Hann langar nefnilega að verða sjón- varpsstjarna þegar hann verður stór og var þess vegna mjög spenntur að fara í gönguna í gær með spjaldið á lofti. Annars finnst honum að allir eigi að vera góðir við börn og að þau eigi alltaf nóg að borða. Langar í sjónvarpið „Mér finnst ekki gaman þegar verið er að stríða manni,“ segir Unnur Egla Schram, sem er í fjórða bekk í Háteigsskóla. Henni finnst mikilvægt að fullorðnir passi upp á að krökkum sé ekki strítt og að þau stríði ekki öðrum. Henni finnst líka að full- orðnir eigi alltaf að vera góðir við börn. Sjálf gerði hún ekki kröfuspjald. „Ef ég hefði gert það hefði ég skrifað „ég á rétt á að lifa“ á það,“ segir Lillý Kristin Alexdóttir. Réttur til lífs og þroska er einmitt 6. grein barnasáttmálans. Það á ekki að stríða öðrum MINNA Á SIG „Þú og ég og öll önnur börn eiga rétt á að fá að lifa við öryggi“ stendur á einu kröfuspjaldinu. Hátt í tvö hundruð börn úr Hlíða-, Austurbæjar- og Háteigsskóla efndu til réttindagöngu í gær í tilefni af 20 ára afmæli Barnasáttmála Samein- uðu þjóðanna, eina alþjóðlega samningnum sem snýr sérstaklega að börnum. Hólmfríður Helga Sigurðardóttir heimsótti krakkana í Háteigsskóla sem voru í óðaönn við að undirbúa gönguna og Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari fylgdist með.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.