Fréttablaðið - 21.11.2009, Blaðsíða 92
64 21. nóvember 2009 LAUGARDAGUR
OKKUR
LANGAR Í
…
utlit@frettabladid.is
DAÐRAÐ VIÐ TÍSKUNA
Anna Margrét Björnsson
> EINVERA HELDUR UPP Á AFMÆLI
Í dag klukkan 16 heldur verslunin Einvera upp
á eins árs afmæli sitt og kynnir um leið nýja
fatalínu frá Kalda. Veitingar og tónlist fullkomna
fjörið.
Fallegt púður
með örlitl-
um vott
af gylltri
sanseringu
frá Estée
Lauder.
Varaliturinn Here
I am frá Mac
er fullkomlega
fallegur náttúru-
legur litur
Geggjaða gyllta peysu fyrir
jólateitin frá Topshop.
Fyrsta tískuflíkin sem ég lagði mikið kapp á að eignast þegar ég var
unglingur var forláta Gaultier-leðurjakki. Aðsniðinn „biker“-jakki
með rennilásum og belti í mittið og svo mjúkur, fallegur og ótrúlega
töff að hann sótti á mig í draumum. Eftirleiðis hef ég ætíð átt einn eða
tvo leðurjakka í fataskápnum og notað óspart bæði hversdags eða yfir
fína kjóla til að rokka þá aðeins upp. Ég verð að biðja vegan-fólk og
meðlimi PETA forláts þegar ég fúslega viðurkenni að lyktin og áferð-
in á leðri hefur alltaf heillað mig, alveg frá því að ég sökkti nefinu
ofan í rúskinnsjakka af pabba mínum sem lítil stelpa. Eins og flestir
ættu nú að vita þá hefur mannfólkið notað leður til að klæða sig allt
frá steinöld en þá lá beint við að nota skinn af dýrum til að halda á sér
hita. Egyptar til forna og Rómverjar notuðu leður í fatnað, skó og vopn
og það voru einmitt Rómverjarnir sem komu með mikla þekkingu á
leðurverkun til hinna myrku alda
Evrópu. Á miðöldum var leður
notað óspart í fatnað en svo minnk-
aði notkun á leðri á klæðum fyrir
hefðarfólk á síðari öldum þar sem
það var talið dálítið almúgalegt.
Leðurjakkinn öðlaðist frægðar-
sess eftir að Marlon Brando birtist í
svörtum mótorhjólajakka árið 1953 í
kvikmyndinni The Wild One. Slíkur
jakki varð ómissandi hjá rokkabillí-
kynslóðinni á sjötta og sjöunda ára-
tugnum og hefur tengst rokktónlist
órjúfanlegum böndum allar götur
síðan.
Aðdáendur leðurs geta tekið gleði
sína í vetur þar sem það hefur sjald-
an verið jafn mikið í tísku. Hvort
sem það eru leðurjakkar, leðurpils,
leðurkjólar eða leðurbuxur. Leður-
kjólar eins og Balenciaga-kjóllinn
sem sást á Kate Moss nýlega eru
þó sennilega ekki á færi allra, og
leðurbuxur geta verið erfiðar fyrir
aukakíló og fellingar. En til dæmis
er hnésítt og þröngt leðurpils mjög
svalt við peysu eða jafnvel fallega
gamaldags blússu – rokkað og eleg-
ant í senn. Þeir sem kjósa að snið-
ganga leður hvort sem það er af
fjárhagsástæðum eða dýravernd-
unarsjónarmiðum þá er auðvitað
hægt að ganga í pleðri (eða gervi-
leðri fyrir þá sem ekki þekkja til).
Pleður er yndislegt efni og það eru
til flottar pleðurbuxur og kjólar í
verslunum eins og TopShop og Zöru.
Aftur til steinaldar
Miumiu, lína Miucciu Prada, sem er stíluð á yngri konur var sérlega
skemmtileg fyrir næsta vor og sumar. Þar gaf að líta stutta stelpulega
kjóla alsetta ýmiss konar pallíettum og kristöllum. Bert hold skein í
gegnum fallega lagaða fleti eða í gegnum siffonefni og dýramynstur,
eins og hundar, kettir og páfagaukar, gáfu fatnaðinum ákveðið barna-
legt yfirbragð. „Ég var að velta upp spurningum um sakleysi og ung-
dóm,“ útskýrði Prada á sýningunni. Aðeins fullorðinslegri voru svo sval-
ar aðsniðnar buxnadragtir sem eiga eflaust eftir að verða mjög vinsælar
næsta sumar. - amb
FALLEG SMÁATRIÐI HJÁ VORLÍNU MIUMIU
LOLITA-KJÓLAR
OG GÆLUDÝR
HUNDAR
OG KISUR
Skemmtileg
skyrta með
kúrekasniði.
DEMANTAR
Fallega skreytt
bleik og svört
skyrta.
ÞRÖNGT Mjög
fallegar svartar
buxur við rauða
stutterma skyrtu.
GEGNSÆTT
Siffonkjóll
úr beige-
lituðu efni
með silfur-
skreytingu.
STUTT Mynstrað
pils við skyrtu
og keip í ljósum
litum.