Fréttablaðið - 21.11.2009, Blaðsíða 26
26 21. nóvember 2009 LAUGARDAGUR
að það rataði í fréttir Útvarpsins og
spillti fyrir kvennafrídeginum.
„Menn skildu greinilega ekki
hvað þeir voru að gera,“ segir
Vigdís. „Það lýsir að minnsta kosti
miklum skilningsskorti á sálar-
lífi kvenna, eða sálarlífi almennt,
að ætla að setja lög á kvennastétt
á kvennafrídaginn. Það hvarflaði
auðvitað aldrei að mér að neita lög-
unum en ég dró að skrifa undir þau
og gerði það í mjög markvissum
tilgangi.“
Síðar komst Vigdís að því að
ríkisstjórnin ætlaði að gefa henni
frest til klukkan þrjú til að skrifa
undir lögin; ellegar hefði verið litið
svo á að hún hefði notfært sér synj-
unarvald forseta og vísað málinu í
þjóðaratkvæði. Matthías Bjarnason
samgönguráðherra hótaði að segja
af sér og það lá við stjórnarslitum.
„Já, það var nú eins … “ segir
Vigdís og hikar, „nei, ég má víst
ekki segja það. Ætli við getum ekki
sagt að ef sams konar geðshrær-
ing hefði komið upp í kvennaranni
hefði sjálfsagt eitthvað verið sagt.
Hugsa sér, að þeim datt ekki einu
sinni í hug að hringja í konubján-
ann þarna á Bessastöðum og spyrja
hvað hún ætlaði að gera.“
„Þeir virðast hafa haldið í alvöru
að þú ætlaðir með flugfreyjuverk-
fall í þjóðaatkvæðagreiðslu,“ segir
Páll. „Þetta lýsir miklu vanmati því
það er algjörlega galin hugmynd.“
„En þetta er í síðasta skipti sem ég
fann fyrir svona miklu vantrausti
af hálfu ríkisstjórnarinnar,“ tekur
Vigdís fram.
Hikandi fyrir fjórða kjörtímabilið
Árið 1992 hafði Vigdís gegnt emb-
ætti forseta í þrjú kjörtímabil. Hún
var mjög hikandi að bjóða sig fram
fjórða kjörtímabilið, enda hafði hún
áður ákveðið að vera aðeins þrjú,
eins og Kristján forveri hennar.
Hún kveðst hins vegar hafa fundið
fyrir gífurlegum þrýstingi að gefa
kost á sér áfram og lét að lokum
undan honum. Fjórða kjörtímabil-
ið var hennar erfiðasta og í fyrsta
skipti frá því hún var kjörin var
hún ekki óumdeild.
„Ég gaf kost á mér af fullri einurð
og vissi að ég átti eftir að gera ýmsa
hluti – ekki síst í útlöndum, það vill
gleymast hvað það var horft mikið
til Íslands. En ég held að það hafi
líka verið farinn að myndast dálít-
ill pirringur hjá Íslendingum og
óþreyja eftir því að fá nýja mann-
eskju. Það helgaðist, held ég, meðal
annars, af því að Kristján Eldjárn
hafði verið tólf ár í embætti – það
voru allir búnir að gleyma Ásgeiri
Ásgeirssyni, sem sat í sextán ár.“
EES-málið var þaulhugsað
Á fjórða kjörtímabilinu kom líka
upp eitt erfiðasta mál Vigdísar;
samningurinn um Evrópska efna-
hagssvæðið, EES, sem klauf þjóð-
ina í tvennt. Hart var lagt að henni
að synja undirritun laganna. Rúm-
lega 34 þúsund manns skrifuðu
undir áskorun um að samningurinn
yrði borinn undir þjóðaratkvæði
og tillaga um þjóðaratkvæði var
naumlega felld á þingi. Viðbrögð
Vigdísar voru að efna til ítarlegra
samræðna við stjórnmálamenn
og háskólasamfélagið, sem stóðu
í margar vikur. Af hennar hálfu
blasti líka við að ef hún neitaði að
skrifa undir myndi hún segja af sér
í kjölfarið. Svo fór að Vigdís stað-
festi lögin. Hún hafði sannfærst
um að Ísland ætti að taka þátt í
samstarfi Evrópuþjóða, þótt það
kostaði að þjóðin þyrfti að gang-
ast undir sameiginlegt ákvörðun-
arvald í vissum málaflokkum, eins
og samningurinn kvað á um.
„Eins og ég lýsi í bókinni þá lá
víglínan í því máli í persónu Vig-
dísar,“ segir Páll. „Þeir sem voru
á móti samningnum ákváðu mjög
snemma að einbeita sér að henni,
að reyna að þrýsta á Vigdísi að
hafna lögunum; hún væri sú eina
sem gæti stoppað málið og því var
hún beitt gífurlegum þrýstingi.“
„Eitt af því sem mér þykir gott
í þessari bók,“ segir Vigdís, „er að
þar kemur fram sem ég hef hvergi
getað sagt fram að þessu, hvað þetta
mál var þaulhugsað af minni hálfu.
Ég lék skákina alla, hugsaði alla
leiki fram í tímann og setti atburða-
rásina á svið í huganum, enda leik-
húsmanneskja. Hvað gerist ef þetta
fer svona eða svona? hvernig ber að
túlka þetta og svo framvegis. Mér
þykir mjög vænt um hvað þetta
kemur skýrt fram í bókinni.“
Bitbein Ólafs Ragnars og Davíðs
Eftir að Vigdís lét af embætti árið
1996 var áfram sóst eftir kröft-
um hennar í þágu Íslands. Fljót-
lega kom þó í ljós að hún var lent á
milli í deilum þeirra Davíðs Odds-
sonar forsætisráðherra og arftaka
hennar, Ólafs Ragnars Grímsson-
ar. Segir í bókinni að þessi staða
hafi verið í „hæsta máta vandræða-
leg“ fyrir Vigdísi; hún hafi brugðist
við með því að flytja úr landi. „Og
lætur nærri að megi tala um flótta“,
er klykkt út með.
Vigdís viðurkennir fúslega að hún
hafi verið búin að fá nóg. „Já. Það er
mjög erfitt að vera bitbein manna í
svona starfi. En ég fór því ég vildi
frá hlé og frið; loka þessum dyrum
á eftir mér. Einkum og sér í lagi því
ég var með dóttur mína og vildi að
hún færi í sitt framhaldsnám og þar
fram eftir götum. Það var fyrst og
fremst það sem réð því að ég fór. Það
sem veldur hins vegar að ég ílengist
í útlöndum er að ég var sett í hin og
þessi störf hjá Unesco, menningar-
málastofnun Sameinuðu þjóðanna.
Það var mikill bjargvættur fyrir
mig á þeim tíma.“
Stjórnlagaþing í forgang
Frá því Vigdís var forseti hefur
þjóðmálaumræðan breyst og er
umræðan um forsetaembættið ekki
undanskilin. Sumum þykir það
hafa gengisfallið í tíð Ólafs Ragn-
ars Grímssonar. Vigdís tekur ekki
afstöðu til þess. Hún ræðir ekki um
eftirmann sinn á Bessastöðum og
minnist til að mynda ekki á hann
sjálf í bókinni. En hverju svarar
Vigdís þeim sem segja að forseta-
embættið sé í raun orðið úrelt og
óþarft?
„Það fer eftir því hvernig nýir
tímar þróast. Sýnist fólki svo að við
þurfum ekki á sameiningartákni
að halda, eins og ég tel að embætt-
ið eigi að vera, eða að hægt sé að
finna aðra útfærslu á því, til dæmis
að forseti Alþingis komi fram fyrir
hönd þjóðarinnar við viss tilefni, þá
verður þjóðin að finna sér farveg
fyrir það.“
Vigdís telur þó að önnur mál
ættu að vera í forgangi. „Ég held
við ættum fyrst og fremst að end-
urskoða stjórnarskrána; það gæti
verið það besta sem við gerðum
á næstu árum. Stjórnlagaþing og
grundvallarendurskoðun á stjórn-
arskránni með það að markmiði að
koma henni í nútímahorf. Ég held að
það sé upphafið að því að geta sam-
einað okkur, eins sundurleit og við
erum.“
Hrunið og gildin sem gera okkur
að þjóð
Í bókinni talar Vigdís um hrunið.
Hún segir að okkur hafi borið af
leið, gleymt hver við erum og hvað-
an við komum. Nú stöndum við
frammi fyrir þeirri spurningu hver
þau gildi séu sem gera okkur að ein-
hverju sem má kalla þjóð.
„Það er svo furðulegt að stundum
finnst manni að Íslendingar átti sig
ekki nægilega á því að það er íslensk
tunga sem gerir okkur að þjóð; hún
er bandið sem bindur okkur saman.
Það er af því að við eigum allar
þessar minningar á íslensku. Við
eigum þessa tungu, og þetta land. Í
þetta þurfum við að halda, hvað sem
það kostar.“
Sjálf segist hún hafa séð blikur
á lofti undanfarinn áratug, samfé-
lag sem var smám saman að tapa
tengslunum við sjálft sig. „Hættu-
merkin urðu sífellt ljósari. En ég
hef fyrir löngu tekið þá afstöðu
að skipta mér ekki af neinu. Mitt
hlutverk er að tala vel um Ísland
á erlendum vettvangi; að hjálpa
Íslendingum að halda þeim orð-
stír sem við eigum í heiminum, eða
áttum að minnsta kosti, og ég ætla
að halda áfram að gera það.“
Opna umræðu um ESB
Vigdís lýsir sér sem Evrópumenn-
ingarsinna. Í kaflanum um EES-
samninginn kemur fram að það
hafi meðal annars haft sitt að segja
um afstöðu hennar; hún hafi frek-
ar viljað efla tengslin við Evrópu en
Ameríku. „Okkar menning er Evr-
ópumenning. Kannski höfum við
lent dálítið milli skips og bryggju
því við höfum ekki gert okkur grein
fyrir því. Við höfum verið svo upp-
tekin af Vestrinu, sem er best kynnt
af öllum heimshlutum á Íslandi,
amerísk menning er ríkjandi hér.
Hún er það vissulega á öðrum Norð-
urlöndum líka, en hún bítur ekki
eins á þeim og okkur – þessu smáa
málsvæði.“
Aftur eru Evrópumál komin til
umræðu og kljúfa þjóðina í tvennt.
Að sínum sið talar Vigdís varlega og
gætir þess að gefa ekki upp afstöðu,
en hún vill opinskáa umræðu um
Evrópusambandið.
„Við verðum fyrst og fremst að
leggja fram upplýsingar um Evr-
ópusambandið sem hver einasti
maður skilur. Það kemur að því
að við verðum að greiða um þetta
mál þjóðaratkvæði og það verður
ekki gert öðruvísi en með upplýs-
ingum og fræðslu. Það þarf að gera
þannig að allir skilji um hvað sé
verið að ræða og það er mikilvægt
að við lokum okkur ekki af enn eina
ferðina í hólfum sérhagsmuna.“
„Þú ert mjög gagnrýnin í loka-
kaflanum á skort á samræðustjórn-
málum,“ stingur Páll að. „Að Íslend-
ingar eigi erfitt með að ræða mál
heldur fari alltaf að rífast.“
„Ég harma það mjög mikið hvað
Íslendingar kunna lítið að rökræða
og virða sjónarmið annarra,“ segir
Vigdís. „Það er ekki hægt að byggja
upp traust samfélag án þess. Og
það er heldur ekki hægt að ætlast
til þess að allir hafi sömu skoðanir.
Það er fasískt ástand. Lýðræði er,
eins og Jón Prímus sagði, að gera
samkomulag um ósamkomulag. Það
er hið raunverulega lýðræði.“
Nóg komið af stóriðju
Að frátöldu móðurmálinu eru
umhverfismál sá málaflokkur sem
Vigdís hefur tekið hvað skorinorð-
asta afstöðu til. Hún er eindreg-
inn umhverfisverndarsinni. Spurð
hvernig henni hugnist áherslan sem
lögð er á stóriðju sem leiðina út úr
kreppunni þarf hún ekki að hugsa
sig um tvisvar. „Ég get sagt þér það
hreint út. Mér hugnast hún ekki.
Það er komið nóg.“ En er yfirhöfuð
hægt að græða þetta samfélag?
„Já, það er allt hægt með réttum
upplýsingum og trú á framtíðina. Á
íslensku.“
„Það er kannski mikilvægasta
verkefnið, sem Vigdís talar um í
lokakaflanum,“ segir Páll, „að við
förum að rækta unga fólkið og
skapa hér heilbrigt menningar-
samfélag. Það er allt undir í því.
Við verðum að halda unga fólkinu í
landinu og ef við ætlum að gera það
verðum við að taka okkur taki.“
„Hann þekkir mig alveg inn að
beini,“ segir Vigdís og hlær. „Við
megum ekki missa unga fólkið úr
landi – en engu síður megum við
ekki selja landið.“
Gæti Vigdís hugsað sér að taka
þátt í endurreisninni með því að
axla ábyrgðarhlutverk að nýju?
„Ég er í því. Ég er dugleg við að
tala máli Íslands á erlendum vett-
vangi, og hef gert það af krafti
alveg frá hruni. Ef ég get lagt eitt-
hvað jákvætt til málanna geri ég
það. Ég er einarður liðsmaður í
uppbyggingu Íslands.“
FRAMHALD AF SÍÐU 24
VIÐ ARAGÖTU Ritun bókarinnar hófst um svipað leyti og fjármálahrunið reið yfir Ísland. „Það var því um nóg að tala og Vigdís hafði mikinn áhuga á að ræða atburði líðandi
stundar. Ég var því iðulega með smá móral yfir því að þurfa alltaf að draga hana hálfa öld aftur í tímann og þýfga hana um tilveruna þá,“ segir Páll. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Vigdís Finnbogadóttir er fædd í apríl
árið 1930, dóttir Ástu Sigríðar Eiríks-
dóttur hjúkrunarkonu og Finnboga
Rúts Þorvaldssonar, verkfræðings og
prófessors við Háskóla Íslands.
Vigdís lauk stúdentsprófi frá MR
1949. Hún nam frönsku og franskar
bókmenntir við háskólann í Grenoble
og Sorbonne-háskóla í París 1949-
1953. Hún lauk BA-prófi í frönsku og
ensku frá Háskóla Íslands og próf í uppeldis- og kennslu-
fræðum árið 1968.
Vigdís starfaði sem blaðafulltrúi Þjóðleikhússins og rit-
stjóri leikskrár frá 1954-1957 og 1961-1964. Hún var leið-
sögumaður um skeið og hafði umsjón með landkynningu
hjá Ferðaskrifstofu ríkisins á sumrin. Hún kenndi frönsku
við við MR og MH, auk þess sem hún sá um frönsku-
kennslu í sjónvarpi og kenndi franskar leikbókmenntir við
Háskóla Íslands.
Vigdís var einn af stofnendum tilraunaleikhússins
Grímu árið 1960. Árið 1972 var hún skipuð leikhússtjóri
Leikfélags Reykjavíkur 1972 til 1979. Hún var kjörin forseti
Íslands árið 1980 og gegndi því embætti til ársins 1996.
Páll Valsson er fæddur í október
1960. Hann er með BA-próf í
íslensku og almennri bókmennta-
fræði frá Háskóla Íslands 1984 og
Cand.mag. prófi í íslenskum bók-
menntum frá sama háskóla.
Páll var stundakennari við Mennta-
skólann við Hamrahlíð 1987-1992
(með hléum) og stundakennari við
HÍ 1988-1992. Hann vann við útgáfu-
störf fyrir bókaforlagið Svart á hvítu 1987-1988 og MM
1989. Hann var lektor í íslensku við Uppsalaháskóla í Sví-
þjóð 1992-1997. Páll var um árabil ritstjóri og útgáfustjóri
hjá Máli og menningu en hefur verið sjálfstætt starfandi
bókmenntafræðingur og rithöfundur frá 2007.
Páll hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir ævisögu
Jónasar Hallgrímssonar árið 1999.
➜ VIÐMÆLENDUR Í HNOTSKURN