Fréttablaðið - 21.11.2009, Blaðsíða 76
48 21. nóvember 2009 LAUGARDAGUR
T
ómas Tómasson byrj-
aði í fyrstu hljóm-
s ve i t i n n i s i n n i
fimmtán ára gamall,
sveitinni Mods. Þar
lék á trommur Ásgeir
Óskarsson, ári eldri. Þeir félagar
eru enn að spila saman og Tómas
er harður á því að Ásgeir sé besti
trommari sem völ sé á að spila
með. Hann hefur þó spilað með
þeim frægum.
„Ég er ofboðslega heppinn bassa-
leikari og hef fengið að spila með
mörgum af bestu trommurum
heims. Nefna má Simon Philips,
en hann lék á plötu Stuðmanna
Tívolí. Hann var þá fimmtán ára
gamall og gekk síðan í The Who,
eftir andlát Keith Moon. Hann var
mikill sessjónmaður, var með tvö,
þrjú trommusett uppstillt í sitt-
hvoru stúdíóinu og keyrði svo bara
á milli. Hann var algjört undra-
barn. Vinnie Colaiuta lék líka upp-
hafslagið í Með allt á hreinu. Hann
spilaði svo með Stuðmönnum og
Hauki Morthens á tónleikum ytra
17. júní. Hann er mikill snilling-
ur og lék með Zappa og Sting til
að mynda. En Ásgeir er náttúrlega
langbestur.“
Endurkoma Þursanna
Hinn íslenzki Þursaflokkur
kom saman á ný eftir langt hlé í
fyrra. Þeir héldu mikinn konsert í
Laugardals höllinni og hafa síðan
leikið víða um land. Tómas segir
að síðustu tónleikarnir – í bili að
minnsta kosti – hafi verið haldnir
um síðustu helgi á Nasa.
„Þetta var rosalega gaman.
Þetta eru náttúrlega næstum því
Stuðmenn, bara með öðrum for-
merkjum. Þetta var mikið verk-
efni sem við tókum að okkur með
tónleikunum með Caput-hópnum.
Það var hálfgerður léttir þegar
þetta var búið og við gátum farið
að spila saman sex. Það mátti eng-
inn gera mistök þegar við spiluð-
um með Caput, allt var skrifað út.
Þetta er búið að vera mjög gaman
og við höfum getað leyft okkur að
djamma og impróvísera. Þursarnir
hafa alltaf djammað mikið, það var
aldrei útsett hjá okkur.
Ég held að ég sé heppnasti maður
í heimi að því leyti að ég hef allt-
af spilað með rosalega flinkum
músíköntum. Við Þursarnir áttum
okkar tímabil þar sem við hentum
okkur algjörlega í þetta. Í endur-
minningu stendur sterkast eftir
þegar við fórum í víking.
Við keyptum okkur gamlan Ford
Econoline og fluttum til Skandin-
avíu án þess að hafa nokkuð gar-
antí fyrir djobbi og höstluðum þar
í nokkra mánuði, ég, Egill, Þórður,
Ásgeir og Lárus Grímsson, stjórn-
andi Lúðrasveitar Reykjavíkur.
Þetta var mjög erfið ferð, en samt sú
ferð sem gerði okkur að mönnum.
Við áttum engan pening og nídd-
umst gengdarlaust á íslenskum
námsmönnum sem fengu okkur
í heimsókn. Við skömmuðumst
okkar pínulítið þegar við hringdum
í fimmta skiptið og boðuðum komu
okkar. Þetta var rosalegt hark, en
mikil reynsla sem maður býr allt-
af að. Ef þú sleppur óskaddaður í
gegnum svona reynslu ertu í nokk-
uð góðum málum.“
In að vera out
Stuðmenn hafa verið til síðan árið
1969 og Tómas kom fyrst að sveit-
inni þegar hann lék inn á Sumar á
Sýrlandi. Þá var hann ekki orðinn
fullgildur meðlimur. Miklar manna-
breytingar hafa orðið á sveitinni,
sem hefur lifað tímana tvenna.
„Við höfum ekki verið að spila
mikið í ár en erum komnir með
fantagóða söngkonu, Stefaníu Svav-
arsdóttur sem er sautján ára undra-
barn, og stefnum að því að gefa út
plötu næsta ár. Ég er náttúrlega
ekki hljómsveitarstjóri og það
eru bara tveir orginal Stuðmenn;
Jakob Frímann Magnússon og Val-
geir Guðjónsson, sem er nýkominn
aftur. Það var fínt að fá hann og ég
held að allir séu velkomnir aftur
einhvern tíma í bandið þegar þeir
vilja. Ég held að fjölmiðar hafi gert
meira úr viðskilnaði Valgeirs við
hljómsveitina en raunin var.“
Tómas segir hljómsveitarlífið
mikið hark og það gefi misvel af
sér. „Stuðmenn fylltu alla staði á
sveitaballarúntinum. Voru kannski
með 1.500 manna ball í Miðgarði,
sem nú er orðið menningar setur
Skagfirðinga. Fólk kom nóttina
áður og tjaldaði til að vera öruggt
með miða. Ég held að bjórinn hafi
verið banabiti sveitaballanna. Allt
í einu opnuðu, til dæmis á Sauð-
árkróki, tveir, þrír pöbbar sem
ókeypis var inn á. Það þurfti ekki
lengur að stinga flöskunni í streng-
inn og taka sætaferðir.
En Stuðmenn þykja ekki fínir í
dag. Egill er hættur og Ragga og
Þórður líka. Það getur vel verið að
fólki finnist Stuðmenn sökkvandi
skip, en ég er til í að vera þar á
meðan ég er ekki rekinn. Þetta er
bara eitthvað sem menn verða að
sætta sig við, „sometimes it´s in to
be out“. Ég held að við gerum góða
plötu í rólegheitunum enda skipt-
ir mestu máli að við sem erum
þarna innanborðs höfum gaman af
þessu.“
Réttindabarátta Jakobs
„Við upplifðum þetta líka í kring-
um 1990, en þá skárum við upp
herör gegn því óréttlæti að við
þyrftum að greiða virðisaukaskatt
af böllum, en ekki þurfti að gera
það af tónleikum. Við greiddum
vaskinn en Dorrit og Ólafur voru
að dilla sér á Buena Vista Social
Club í Laugardalshöllinni virðis-
aukalaust.
Stuðmenn voru mjög hataðir
eftir þetta og sniðgengnir. Fólk
hætti að koma á böllin hjá okkur
og við vorum álitnir skattsvikarar.
Í dag þykir sjálfsagður hlutur að
ekki sé greiddur virðisaukaskatt-
ur, hvort sem fólk hreyfir sig eða
ekki. Ég held að þetta sé mest Jak-
obi Frímanni að þakka.
Hann á líka þakkir skildar fyrir
baráttu sína fyrir því að menn
fengju jafnhá stefgjöld, hvort sem
um popp eða klassík væri að ræða.
Hann náði því í gegn við litlar vin-
sældir tónskáldafélagsins.“
Gæðablóð á 46
Hljómsveitin Gæðablóð á nú hug
Tómasar allan, en hún gefur út
litla plötu fyrir vini og vandamenn
sem kemur út á fullveldisdaginn 1.
desember. Sveitin varð til á veit-
ingastaðnum 46, á Hverfisgötu,
sem þá hét öðru nafni.
„Ég og Kormákur [Bragason]
vorum báðir að vinna þar, fyrir
tæpum þremur árum, og það var
slegið í einhverja uppákomu. Maggi
[Magnús R. Einarsson] var á staðn-
um og greip í gítarinn með okkur.
Við erum því tengd staðnum og
þeim Herleifi og Nansí, sem eiga
hann, sterkum böndum.
Við fórum í stúdíó um daginn og
tókum upp 19 lög á tveimur dögum.
Þetta var uppsafnaður pirringur.
Kormákur er söngvaskáldið okkar,
semur lögin og textana. Þetta er
mjög frjó og skemmtileg hljóm-
sveit og við erum að spila það sem
ég kalla skandínavískan vísnablús.
Það eru ekki margir í því núna, en
við erum miklir aðdáendur Corn-
elis Vreeswijk.
Síðan gefum við út stóra plötu á
næsta ári; ætli hún heiti ekki bara
Skimun, fyrst sveitin heitir Gæða-
blóð. Nei, það er of líkt Lifun,“
segir Tómas og hlær.
„Ég hef verið að spila síðan ég
var fimmtán ára og hætti varla úr
þessu. Ég hætti þá í unglingavinn-
unni og hef ekki gert handtak síðan.
Nema þá núna, en ég er í samstarfi
við þau hjón með staðinn 46; bæði
sem gestgjafi og tónlistarmaður.
Það er gríðarlega gaman og staður-
inn býður upp á marga möguleika.
Ég og Dilli, bróðir Gunnar Þórðar,
erum þjónar hér, þannig að hér er
mikil músík. Ég er alltaf að komast
betur og betur að því hvað bassa-
leikurinn er mikið þjónustustarf.“
Komið víða við
Tómas hefur leikið inn á yfir 300
plötur og verið upptökustjóri (pró-
dúser) á miklum fjölda platna.
Nýverið voru 100 bestu plötur sög-
unnar valdar og skrifaðar um þær
bók. Tómas er sá sem komið hefur
við sögu á þeim flestum; nítján
talsins. Hann hefur minnkað við
sig upptökustjórnina og segir að
á tímabili hafi hann gert of mikið
af því.
„Ég gerði gríðarlega mikið af
því á tímabili og var á annarri
hvorri plötu. Það var eiginlega of
mikið og ég fékk að vissu leyti nóg.
Það var orðið óþægilegt að hlusta
á útvarpið á tímabili. Annars á ég
engar plötur með sjálfum mér; ég
gef þær jafnóðum.
Ég er hins vegar mjög ánægður
með margt sem ég hef gert, til
dæmis Þursaflokkinn. En það er
erfitt að gera upp á milli verkefna.
Þegar maður vinnur með svona
mörgum verður maður að vera
hlutlaus. Manni finnst verkefnið
sem maður vinnur að þá stundina
alltaf best.“
Tómas segir það hafa komið
fyrir að hann hafi unnið við lög
sem honum fannst leiðinleg og
það hafi verið erfitt. „Já, það er
kannski erfiðast og það er kannski
ástæðan fyrir því að ég hætti að
gera þetta svo mikið. Ég var far-
inn að taka að mér verkefni sem
ég hefði ekki átt að taka að mér. En
þetta var saltið í grautinn.
Mér líður vel í dag að vera ekki
háður neinu og vinna bara við
það sem mér finnst skemmtilegt.
Það eru forréttindi, en því geta að
sjálfsögðu fylgt blankheit. Það er
samt betra, held ég.“
Bassaleikur er þjónustustarf
Tómas Tómasson hefur leikið á bassa í fjörutíu ár og er ekki á þeim buxunum að fara að hætta. Hann er kominn í nýja hljómsveit,
Gæðablóð, og ný plata á leiðinni. Þá eru Stuðmenn enn að. Hann fór yfir ferilinn og framtíðina með Kolbeini Óttarssyni Proppé.
ÞJÓNNINN OG BASSA-
LEIKARINN Tómas
M. Tómasson hefur
spilað inn á yfir 300
plötur á ferlinum, sem
hófst þegar hann var
fimmtán ára. Hann er
nýkominn úr stúdíói
með sveitinni Gæða-
blóði sem hyggur á
útgáfu tveggja platna.
Þá eru Stuðmenn að
huga að plötuútgáfu
einnig.
Tómas Magnús Tómasson
fæddist árið 1954. Hann er
trúlofaður Magnúsi Gísla Arnar-
syni kerfisstjóra og þeir búa
með kisunni Aleksöndru Snót
Tómasóttur. Tómas hefur leikið
í fjölda hljómsveita á ferlinum;
ber þar hæst Stuðmenn og Hinn
íslenzka Þursaflokk.
TÓMAS M. TÓMASSON
Tómas er annálaður sagnamaður og hefur gefið einhverjar sögurnar út í
bókinni Sögur Tómasar frænda. Hann lét tvær flakka.
„Við Þursarnir vorum á leið norður á Akureyri að spila á Græna hattinum.
Við stoppuðum í Staðarskála í kaffi, en á leiðinni í bílinn aftur heyrist kallað:
„Bíðið þið! Bíðið þið!“ Við litum við og þar var 85 ára gömul kona sem staul-
aðist til okkar: „Bíðið þið! Bíðið þið! Ég verð að taka í hendurnar á ykkur. Ég
hef notið ykkar allra!“ Þá hnippti ég í Egil og sagði: „Ég hlýt að hafa verið í
blakkáti í því partíi.“
„Einu sinni vorum við Stuðmenn baksviðs og þar mættu tvær ungar stúlkur,
allt of ungar raunar. Þær gerðu sig heimakomnar og það fór eitthvað í taug-
arnar á Þórði, þeim mikla húmorista. Stemningin var orðin hugguleg þegar
Þórður tyllti sér við hlið annarrar og sagði: „Heyrðu, ert það ekki þú, ég þekkti
svo vel hana ömmu þína.“ Stemningin hrundi aðeins við þetta.“
SAGNAMAÐUR
FR
ÉTTA
B
LA
Ð
IÐ
/VILH
ELM