Fréttablaðið - 21.11.2009, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 21.11.2009, Blaðsíða 10
10 21. nóvember 2009 LAUGARDAGUR HAFRANNSÓKNIR Niðurstöður haustr- alls Hafrannsóknastofnunarinnar gefa vísbendingar um að 2008- árgangurinn í þorski sé sterkur. Þetta kom fram í haustrallinu, sem er mikilvægur þáttur í árlegri úttekt Hafró á ástandi nytjastofna við landið sem lýkur í júní ár hvert. Á bak við nið- urstöðurnar eru þó mun minni gögn en að lok- inni stofnmæl- ingu að vori. „Þetta er aðeins einn hluti af okkar mælingu. Stofnmæling- in í mars vegur mun þyngra í mati okkar á þorskstofninum. Því er hins vegar ekki að leyna að eftir því sem haustmæling- arnar verða fleiri [hófust 1996, innskot blaðamanns], því mark- tækari verður hún. Engu að síður er ástæða til að draga and- ann djúpt þar til niðurstöður úr vorrallinu og úttekt á aflasam- setningu liggja fyrir í vor,“ segir Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar. Jóhann segir að mælingin nú sýni einnig stærri og þyngri fisk, en það sé í samræmi við vænting- ar vegna aflasamdráttarins síð- astliðin tvö ár. Hann segir mikil- vægt að halda áfram á sömu braut; auka ekki veiðina að svo stöddu en njóta ávaxta uppbyggingarstarfs- ins þegar þar að kemur. „Við verðum hins vegar að fá fleiri sterka eða meðalsterka árganga inn í stofninn til þess að geta átt von á verulega auk- inni veiði á komandi árum,“ segir Jóhann. „Okkar ráðgjöf gengur út á að fá hærra hlutfall af stórum fiski inn í stofninn til þess að auka líkurnar á því að fá röð sterkra árganga inn í veiðistofninn.“ Á sama tíma og stofnmælingin sýnir sterkan 2008-þorskárgang kemur á móti að fyrstu vísbendingar gefa til kynna að 2009-árganginn sé undir meðalstærð. Haustrallið gefur litla ástæðu til bjartsýni hvað varðar ýsu- stofninn. Heildarvísitalan er ekki nema rúmlega helmingur þess sem hún var árið 2004 og hefur lækkað um tuttugu prósent á milli ára. „Það er í samræmi við okkar rannsóknir og eftir gríð- arlega sterkan ýsuárgang 2003, í reynd risaárgang í sögulegu sam- hengi, hefur þetta eðlilega verið niður á við.“ Jóhann segir margt benda til að fullmikið hafi verið veitt af ýsu á undanförnum árum en 2003-árgangurinn hafi staðið undir þeirri veiði. Útlit er fyrir að grálúðan sé að hjarna við. Meira er af ungfiski í haustralli og gefur það vísbend- ingu um að veiðistofninn muni stækka á næstu árum. Ástand stofnsins er þó enn talið lélegt. svavar@frettabladid.is Vísbendingar eru um sterkan þorskárgang Niðurstöður Hafrannsóknastofnunar sýna sterkasta þorskárgang frá upphafi haustmælinga árið 1996. Forstjóri Hafró varar við því að oftúlka gögnin. Ýsu- stofninn sýnir lítil batamerki en góðar fréttir eru af nýliðun í grálúðu. JÓHANN SIGURJÓNSSON FARSÆLL Á VEIÐUM Haustrall Hafró gefur til kynna að sterkur árgangur komi inn í veiðina eftir fjögur til fimm ár. FRÉTTABLAÐIÐ/JSE Fjarðarmálun ehf. Þarftu að mála? Sigurjón Einarsson Málarameistari Sími 894 1134 - fjardarm@hive.is Fáðu fagmenn með áratuga reynslu í verkið Aðstoðum viðskiptavini við útfyllingu á eyðublaði vegna endurgreiðslu virðisauka af vinnu Steinþór Agnarsson Málarameistari Jörgen Jögrensen Málarasveinn Fjölskylduspil á frábæru tilboði! Vr. A825 85060692 Fullt verð 5.990 kr. 3.990 kr. auk 1.000 punkta x2 TI LB O Ð Íbúð til sölu Til sölu íbúð í Antalya Tyrklandi, íbúðin er 180 m2 á 2 hæðum. 3 svefnhebergi, 2 baðherbergi, eldhús, stofa, borðsstofa og tvennar svalir. Íbúðin er metin á 26 milljónir en af sérstökum ástæðum fæst hún á aðeins 13 milljónir. Nánari upplýsingar á kristinap@internet.is eða 894 0045 (skoða öll skipti) BEÐIÐ EFTIR FLUGI Fjögurra ára stelpa tyllti sér stundarkorn á stærðar mót fyrir handfarangur á flugvelli í Sacramento. Móðir þeirra þurfti að bjarga þeim öðru flugi eftir að tölvukerfi flugvalla í Banda- ríkjunum bilaði. FRÉTTABLAÐIÐ/AP STJÓRNMÁL BSRB krefst þess að ríkis- stjórnin endurskoði stefnu sína í nið- urskurði ríkisútgjalda. Telja sam- tökin ríkisstjórnina fylgja stefnu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í þeim efnum en hún kunni að hafa í för með sér óbætanlegt tjón á velferð- arkerfinu. Ályktun þessa efnis var samþykkt á aðalfundi BSRB í gær. „Ef skorið verður jafn mikið niður og verstu spár segja til um held ég að óbætanlegt tjón geti orðið á heilbrigðiskerfinu og lög- gæslunni,“ segir Elín Björg Jóns- dóttir, formaður BSRB. „Það eru þeir þættir velferðarkerfisins sem eru hvað viðkvæmastir fyrir miklum niðurskurði.“ Ítrekað er að öflug opinber almannaþjónusta sé aldrei jafn mikilvæg og á krepputímum. BSRB segir áform ríkisstjórn- arinnar um þrepaskipt skattkerfi í samræmi við stefnu þess um tekjujöfnun enda sé bótakerfi rík- isins nýtt til kjarajöfnunar. Um leið er hvatt til þess að skattlagn- ingu verði hagað á þann veg að hún stuðli að fjölgun starfa. Svo- kölluðum auðlegðarskatti er fagn- að en varað er við umtalsverðum hækkunum á virðisaukaskatti, vörugjöldum og tollum. „Slík skattheimta hækkar verðlag sem hefur áhrif á neysluverðsvísitöl- una og leiðir til hækkunar á höf- uðstól verðtryggðra lána,“ segir í ályktuninni. Að endingu hafnar aðalfundur BSRB alfarið öllum hugmyndum um skattlagningu inngreiðslna í lífeyrissjóði. - bþs BSRB er fylgjandi skattastefnu stjórnvalda en varar við áformum um niðurskurð: Skattabreytingar í anda stefnu BSRB ELÍN BJÖRG JÓNSDÓTTIR Formaður BSRB óttast að óbætanlegt tjón kunni að verða á velferðarkerfinu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM ÍSRAEL, AP Atlantshafsbandalagið hyggst styrkja tengslin við Ísra- el með því að bjóða ísraelska hernum að senda herskip til liðs við herflota NATO. James Appathurai, talsmaður NATO í Brussel, segir að banda- lagið tengi starfsemi flotans ekki á neinn hátt við „pólitíska atburði í Mið-Austurlöndum“. Fyrir hefur Ísraelsher verið með fulltrúa hjá herflota NATO. Skipið verður notað ásamt her- skipum frá NATO-ríkjum til bar- áttu gegn hryðjuverkamönnum á Miðjarðarhafinu. Búist er við að það verði sent af stað innan nokkurra mánaða. - gb Ísraelsher fær nýtt verkefni: Ísraelskt skip til liðs við NATO
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.