Fréttablaðið - 21.11.2009, Blaðsíða 96
68 21. nóvember 2009 LAUGARDAGUR
Bjarni Sigurðsson fluttist
til Íslands árið 2007 eftir
að hann lauk keramiknámi
í Danmörku. Hann starfar
nú sem gjaldkeri í Íslands-
banka, en sinnir listinni
öllum stundum utan vinnu
og heldur jólamarkað á
vinnustofu sinni 28. og 29.
nóvember.
„Maður lifir ekki alveg á listinni
en þegar ég réði mig inn í bankann
sagði ég að keramikið væri númer
eitt og bankinn númer tvö, svo það
er tekið tillit til þess,“ segir Bjarni
Sigurðsson, leirkerasmiður og
gjaldkeri í Íslandsbanka. Bjarni
lauk fjögurra ára keramiknámi frá
Árósum í Danmörku og fluttist til
Íslands 2007. Þá kom hann sér upp
45 fermetra vinnuaðstöðu og mun
halda þar jólamarkað helgina 28.
og 29. nóvember.
„Ég hef tekið eftir því að það er
ekki mikið um svokallaðar jóla-
stofur, eða „julestue“ hér á landi,
en í Danmörku er þetta hefð sem
er mikið fjallað um. Fólki finnst
gaman að koma á vinnustofuna og
sjá hvernig umhverfið er. Maður
leyfir þá gjarnan krökkunum að
koma við leirinn og búa til eitt-
hvað smá,“ útskýrir Bjarni og seg-
ist aðallega einbeita sér að skúlpt-
úrum frekar en nytjalist. „Ég geri
til dæmis skálar og vasa í ýmsum
stærðum. Íslands veggverk og
hitaplatta byrjaði ég svo að gera
fyrir ári, í hruninu. Þá var maður
í miðjum látunum í bankanum
og öllum svívirðingunum. Þegar
maður kom heim hafði maður enga
orku til að vinna í leirnum, en þá
datt þetta inn og nú er ég að þróa
þetta í kökubakka og fleira,“ segir
Bjarni og vonast til að sjá sem
flesta á jólamarkaði í vinnustofu
sinni í Hrauntungu 20, Hafnar-
firði, milli kl. 11 og 19 helgina 28.
og 29. nóvember. alma@frettabladid.is
Úr banka í keramik
HELDUR JÓLAMARKAÐ Bjarni segist nýta allan tíma utan bankans í keramikið og
heldur jólamarkað á vinnustofu sinni 28. og 29. nóvember. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
Klámmyndastjarnan Jenna Jameson var gestur í
spjallþætti Opruh Winfrey fyrir stuttu og sagði
þar frá ferli sínum innan klámiðnaðarins. „Það
mikilvægasta var að hafa farið í brjóstastækkun
og ég hef farið í nokkrar slíkar aðgerðir. Það voru
held ég stærstu mistök sem ég hef gert. Við þurft-
um stanslaust að sóla okkur til að viðhalda
brúnkunni, fara í vax og plokka augabrúnirn-
ar. Þetta er stanslaus afskræming líkamans,“
sagði Jameson, en hún gaf út ævisögu sínar
fyrir nokkru og þar kemur fram að hún var
fórnalamb hópnauðgunar sem unglingsstúlka.
Aðspurð sagðist hún oft efast um að hún hafi
breytt rétt með því að láta leiðast út í þennan
bransa. „Þetta var eitthvað sem ég gerði vel
og ég vissi að ég gat stórgrætt. En ég efast oft
um að þetta hafi verið rétt ákvörðun. Einhvern
daginn mun ég þurfa að segja sonum mínum
frá fortíð minni og ég kvíði því.“
Jenna hjá Opruh
Sniglabandið sendir á mánudag
frá sér sína fyrstu jólaplötu sem
nefnist Jól, meiri jól. „Í fyrra
gáfum við út jólalag sem vakti
þó nokkra athygli sem heitir Jól,
meiri jól. Upp úr því fórum við að
spá í útgáfu og ákváðum að taka
skrefið næstu jól og gefa út jóla-
plötu,“ segir Pálmi Sigurhjart-
arson. „Hljómsveitin vakti fyrst
athygli fyrir jólalag fyrir mörg-
um árum og fólk tengir þetta svo-
lítið saman,“ segir Pálmi og á þar
við Jólahjólið sem Stefán Hilm-
arsson söng eftirminnilega. Það
lag er einmitt að finna á nýju plöt-
unni í endurhljóðblandaðri útgáfu.
Upphaflega segulbandið með lag-
inu fannst í geymslu og til þess að
hressa upp á það þurfti að stinga
því í bakaraofn og hita í sólar-
hring í 50° hita. „Þetta er ráð sem
er notað með gömul segulbönd,“
segir Pálmi, eins og ekkert sé eðli-
legra. “
Hann segir að Stefán Hilmars þó
ekkert koma við sögu á nýju plöt-
unni, nema í Jólahjólinu. „Hann
hlustaði á það með okkur og var
mjög ánægður með útgáfuna sem
var gerð,“ segir Pálmi og bætir við
að Jólahjólið fái verðuga keppni-
nauta á nýju plötunni. „Ég hugsa
að nokkur lög gætu slagað vel upp
í Jólahjólið.“ -fb
Jólahjólið fær verðuga keppni
SNIGLABANDIÐ Hljómsveitin Snigla-
bandið gefur á mánudag út sína fyrstu
jólaplötu. Nefnist hún Jól, meiri jól.
Aðventudagar Sólheima
2009
19. nóvember, fimmtudagur.
kl. 13:30. Sesseljuhús, Nemendur úr Ljósuborgarskóla kynna verkefni sín unnin á Sólheimum.
kl. 14:30. Rauða torgið, kveikt á stóra jólatrénu
21. nóvember, laugardagur.
kl. 14:00. Sólheimakirkja, tónleikar Sólheimakórsins, stjórnandi Vigdís Garðarsdóttir
28. nóvember, laugardagur.
kl. 14:00. Íþróttaleikhús, Sögur og tónar, Herdís Anna Jónsdóttir og
Steef Van Oosterhout leika á ýmis hljóðfæri og segja sögur
kl. 13:00 - 16:00 Ingustofa, ullarþæfing, Umsjón: Ólafur Már Guðmundsson
5. desember, laugardagur.
kl. 11:00. Sólheimakirkja, Jólastund Kirkjuskólans
kl. 14:00. Græna kannan, Ívar Helgason og söngelska fjölskyldan
9. desember, miðvikudagur
kl. 17:30 Sólheimakirkja, tónleikar Hörpukórsins á Selfossi,
stjórnandi Jörg Sondermann
12. desember, laugardagur
kl 14:00. Íþróttaleikhús, brúðuleikhús Bernd Ogrodnik
Sýningin ber nafnið: Brot úr umbreytingu
Opnunartímar á Aðventudögum
Vala verslun og listhús:
Virka daga kl. 14:30 til 18:00 og um helgar 14:00 til 17:00
Græna Kannan:
Föstudaga, laugardaga og sunnudaga 14:00 til 17:00
Ingustofa samsýning:
Opin virka daga kl. 09:00 - 17:00 og um helgar 14:00 til 17:00
Vinnustofur:
Virka daga kl. 09:00 til 17:00
Jólamarkaður Sólheima í Kringlunni, Reykjavík
Opinn á opnunartíma Kringlunnar dagana 11. til 13. desember
(föstudag, laugardag og sunnudag).
Verið hjartanlega velkomin að Sólheimum
Aðgangur er ókeypis á viðburði Aðventudaga
http://www.solheimar.is