Fréttablaðið - 21.11.2009, Blaðsíða 101
LAUGARDAGUR 21. nóvember 2009
Tónlist ★★★
Don‘t Be a Stranger
Feldberg
Fínn frumburður hjá Feldberg
Sá ósiður færist sífellt í vöxt að
popparar selji lög í auglýsingar, sem
síðan eru keyrðar ofan í kok almennra
sjónvarpsáhorfenda svo mánuðum
skiptir áður en smíðarnar skjóta upp
kollinum, harkalega gjaldfallnar, á plötu.
Sérstaklega er slíkt hvimleitt þegar um
er að ræða prýðislög eins og Don‘t Be
a Stranger og Running Around á fyrstu
plötu dúettsins Feldbergs (Einars Töns-
berg og Rósu Birgittu Ísfeld), sem eiga
í raun miklu betra skilið en gælunöfnin
„Nova-lagið“ og „Kringlu-lagið“. Bæði
eru nefnilega ágætis dæmi helsta styrkleika plötunnar. Don‘t Be a Stranger
er hreinræktuð, ljúf og sykursæt poppplata og þykist ekki vera neitt annað.
Lykilatriði er frábær hljóðblöndun og stórskemmtilegar útsetningar, sem
minna á köflum yfirþyrmandi mikið á hina sænsku Cardigans upp á sitt
besta. Þá er allur hljóðfæraleikur og forritun einkar fagmannleg, brugðið er
á leik með banjó og óbó og klapp, flaut og tölvuleikjahljóð gefa mörgum
lögunum laufléttan og hressandi blæ. Hvíslkenndur söngstíll Rósu er að
sönnu sérstakur og hentar verkefninu vel (sérstaklega í hinu rólega Eleven,
einu sterkasta lagi plötunnar), en gerist ofurlítið einhæfur þegar á líður.
Hæfileikarnir leyna sér þó ekki og gaman væri að heyra söngkonuna skrúfa
örlítið betur frá í næstu umferð.
Sjálfar lagasmíðarnar eru misgóðar. Í hinu lagskipta og draumkennda
Sleepy, hættulega grípandi ástardúettinum Dreamin‘, Love Me Tomorrow og
In Your Arms er á ferð skothelt popp. Önnur lög eru full fyrirsjáanleg (Fare-
well og You & Me) eða rislítil (House Of Fun, þar sem Einar heiðrar, óafvit-
andi eður ei, minningu Kurts Cobain eins og hann gerði með hljómsveitinni
Cigarette um miðjan tíunda áratuginn, en upphafs-riffið minnir mjög á
Nirvana-lagið All Apologies.) Í heildina er þó um að ræða fína poppplötu,
sem gefur fögur fyrirheit um framtíð Feldbergs.
Kjartan Guðmundsson
Niðurstaða: Hreinræktað, hresst og sykursætt popp á góðri plötu.
Sony Walkman
Verð: 15.990kr.
Sony hljómtæki fyrir iPod
Verð: 49.900kr.
IdeaPad fartölva er betri hugmynd og kostar aðeins frá 69.900 kr.
Fáðu fleiri betri hugmyndir að jólagjöfum hjá okkur.
Logitech lyklaborð og mús
Verð: 9.800kr.
320GB My Passport hýsill
Verð: 16.900kr.
Bose heyrnartól
Verð: 24.900kr.
Verslun Nýherja, Borgartúni 37
Glæsilegir
vinningar!
Spennandi leikur á betrihugmynd.is
netverslun.is
Hringdu í síma
ef blaðið berst ekki