Fréttablaðið - 21.11.2009, Blaðsíða 104
21. nóvember 2009 LAUGARDAGUR
Birna Gunnlaugsdóttir
Gunnar Sverrisson
Hrefna Hákonardóttir
Joost van Erven
Linda Laufdal
Unnur Sandholt
Þorgerður Sigurðardóttir
Hlíðasmára 15, sími 564 5442, www.tap.is
S J Ú N
Við höfum flutt starfsemina aðeins neðar í brekkuna, í
húsnæði sem er sérsniðið að þörfum okkar. Við erum á
jarðhæð þannig að aðgengi gæti ekki verið þægilegra.
Aðstaðan er rúmgóð, björt og stórglæsileg.
Verið velkomin til okkar í Hlíðasmára 15, 1. hæð.
GÓÐAR
FRÉTTIR
Frídreifing verður áfram á höfuðborgarsvæðinu, suðvestur-
horninu, Akranesi, Reykjanesi, Akureyri, í Borgarnesi og Árborg.
Nú verður Fréttablaðið líka aðgengilegt í öllum öðrum
landshlutum og fæst í lausasölu á kostnaðarverði.
Þeir sem hafa áhuga á að fá blaðið til sölu á kostnaðarverði
vinsamlegast hafi samband við Pósthúsið í síma 585 8300.
Hér færðu Fréttablaðið á kostnaðarverði:
Nú er Fréttablaðið
aðgengilegt hringinn
í kringum landið.
Ásbyrgi Verslunin Ásbyrgi
Bakkafjörður Mónakó
Baula Verslun
Blönduós N1
Potturinn og pannan
Dalvík N1 – Olís
Egilsstaðir N1
Eskifjörður Shell skáli
Kría veitingastaður
Fellabær Olís
Hella Olís
Hellissandur Hraðbúð N1
Shell
Húsavík N1 – Olís – Shell skáli
Hvolsvöllur N1 – Söluskálinn Björk
Höfn N1 – Olís
Ísafjörður N1
Kópasker Búðin Kópasker
Hrísey Eyjaljósið
Neskaupstaður Olís
Ólafsfjörður Olís
Ólafsvík N1 – Olís
Patreksfjörður Grillskálinn Patreksfirði
N1
Raufarhöfn Verslunin Urð
Reyðarfjörður N1 – Olís – N1
Rif Umboð Shell / Tandur
Sauðárkrókur N1 – Shell skáli
Hlíðarkaup
Siglufjörður Olís
Skagaströnd Olís
Staðarskáli N1
Stykkishólmur Bónus – Olís – Bakarí
Stöðvarfjörður Brekkan veitingastaður
Víðigerði Verslunin Víðigerði
Vík N1
Vopnafjörður N1
Þórshöfn N1
Allt sem þú þarft...
Hægt er að fá Fréttablaðið sent
frítt í tölvupósti á morgnana
eða nálgast það á Visir.is.
Patreksfjörður
Bakkafjörður
Hrísey
FÓTBOLTI Allt útlit er fyrir að Steven
Gerrard verði í byrjunarliði Liver-
pool sem mætir Manchester City í
ensku úrvalsdeildinni í dag. Gerr-
ard hefur ekki verið í byrjunarliði
félagsins í deildarleik síðan í upp-
hafi október en á þeim tíma hefur
liðinu gengið skelfilega og aðeins
unnið einn leik af níu í öllum
keppnum. Keppni í deildinni hefst
aftur í dag eftir landsleikjafrí.
„Við vitum að Gerrard er afar
mikilvægur leikmaður í okkar
liði,“ sagði Rafa Benitez, stjóri
Liverpool, í samtali við enska
fjölmiðla í gær. „Það er vonandi
að hann spili vel og skori jafnvel
sigurmarkið í leiknum.“
Benitez staðfesti einnig að fjöl-
margir leikmenn sem hafa átt við
meiðsli að stríða séu nú leikfærir
á nýjan leik. Þetta eru þeir Dani-
el Agger, Alberto Aquilani, Martin
Kelly, Glen Johnson, Lucas Leiva
og Yossi Benayoun. Fernando
Torres er hins vegar meiddur og
verður ekki með.
Manchester City hefur hins
vegar tapað aðeins einum leik
í deildinni til þessa. Gallinn er
hins vegar sá að liðið hefur gert
fimm jafntefli í röð og er aðeins
með eins stigs forystu á Liverpool
í deildinni.
„Liverpool hefur verið í topp-
slagnum í deildinni og í Evrópu í
mörg ár. Við þurfum hins vegar
nú að fara á heimavelli liða eins og
Liverpool og sækja þangað stig,“
sagði Hughes. „Við sýndum þegar
við spiluðum á Old Trafford að
við getum staðið okkur vel á úti-
velli gegn stóru félögunum. Það er
mikilvægt að okkur takist vel upp
nú því Liverpool er eitt þeirra liða
sem við viljum taka
fram úr í ár.“
Manchest-
er United mætir
Everton og munu
Alex Ferguson og
hans menn sjálf-
sagt leggja höfuð-
áherslu á að komast
aftur á beinu
brautina
eftir að
liðið tapaði 1-
0 fyrir Chel-
sea í síðustu
umferð.
Chelsea er
með fimm
stiga for-
ystu á Unit-
ed og Ars-
enal á toppi
deildar-
innar.
„Nú
byrjar
keppnin í
deildinni
almenni-
lega,“ sagði
Ferguson og
lýsti yfir ánægju
sinni með það að leik-
menn þyrftu ekki fara í
annað landsliðsfrí fyrr
en í mars næstkomandi.
„Við fáum nú að vera
með leikmennina hjá
okkur þangað til í mars. Við erum
afar ánægðir með það.“
Hann sagði forystu Chelsea ekki
óyfirstíganlega. „Það hefur sýnt
sig aftur og aftur í úrvalsdeild-
inni að fimm stiga forysta er ekki
mikil forysta á þessum árstíma.“
Chelsea tekur á móti Wolves
á heimavelli í dag en síðar-
nefnda liðið er í næst-
neðsta sæti deildar-
innar og þykir ekki
líklegt til afreka
á S t a m fo r d
Bridge.
Þ á mæt i r
Arsenal liði
Sunderland
á útivelli.
Fjölmarg-
ir leik-
menn
liðsins
eiga við
meiðsli
að
stríða, til
að mynda
Robin van
Persie sem meiddist
í leik með hollenska
landsliðinu.
Hermann Hreiðarsson
er loksins orðinn leikfær
á nýjan leik en hann hefur
ekkert spilað með Ports-
mouth á leiktíðinni til þessa
vegna meiðsla. Portsmouth er
í botnsæti deildarinnar með
sjö stig en getur lagað stöðu
sína örlítið með sigri á Stoke á
útivelli á morgun.
Tottenham og Aston Villa eru
í 4. og 5. sæti deildarinnar og eiga
möguleika á að blanda sér enn
frekar í toppbaráttuna. Aston
Villa mætir Jóhannesi Karli Guð-
jónssyni og félögum í Burnley á
útivelli í dag.
Burnley hefur reynd-
ar átt frábæru gengi
að fagna á heimavelli
og unnið fimm af sex
leikjum sínum heima.
Tottenham hefur einnig
gengið vel á heimavelli en
liðið mætir Wigan á morgun.
Alls hefur Tottenham unnið
tíu af síðustu tólf heimaleikjum
sínum. eirikur@frettabladid.is
Gerrard loksins klár í slaginn
Steven Gerrard verður líklega í byrjunarliði Liverpool er liðið mætir Manchest-
er City í ensku úrvalsdeildinni í dag. Liverpool hefur aðeins unnið einn af síð-
ustu níu leikjum sínum í öllum keppnum en City þarf einnig á sigri að halda.
STEVEN GERRARD
Verður væntanlega í byrj-
unarliði Liverpool í dag.
NORDIC PHOTOS/GETTY
LEIKIR HELGARINNAR
Laugardagur
Liverpool - Manchester City 12.45
Birmingham - Fulham 15.00
Sunderland - Arsenal 15.00
Burnley - Aston Villa 15.00
Hull - West Ham 15.00
Chelsea - Wolves 15.00
Manchester United - Everton 17.30
Sunnudagur
Bolton - Blackburn 13.30
Tottenham - Wigan 15.00
Stoke - Portsmouth 16.00