Fréttablaðið - 21.11.2009, Blaðsíða 38
38 21. nóvember 2009 LAUGARDAGUR
06.09.2006 Fall er fararheill!!!!
Vaknaði í morgun með þá snilldar-
hugmynd að græja mér upp svona
Sigurrósarhliðarkhakiálfalap-
topptösku til að geta valsað um,
innan sem utan dyra, með allt mitt
drasl með mér án þess að þurfa að
sleppa hækjunum mínum grísku!
Ok, þá var best að fara síðustu
ferðina niður á næstu hæð heima
eftir gömlu aðferðinni, þ.e.a.s.
með laptoppinn í annarri hendi og
hækjuna í hinni.
C.a. hálfa leið niður stigann
klikkaði S.O.P eitthvað og þjálfun-
arflugstjórinn fyrrverandi flaug
niður restina af vegalengdinni,
laptoppurinn small skemmtilega í
flísunum, adsl-tengdur by the way,
og lenti þessari flottu magalend-
ingu hér í Áslandinu rétt áðan..
Langaði bara að deila þessu með
ykkur. Held að kallinn sé alveg í
heilu lagi, sýnir bara hvað hægt er
að hafa gaman af lífinu í rólegheit-
unum heimafyrir..
08.10.2006 Kaffitársdagur1
Vitiði það góðir hálsar að á hverj-
um laugardegi hittumst við fullt
af fólki í lunch og kaffi á Kaffi-
tári í Bankastrætinu og er þetta
orðið hálfgert ritual sem er soldið
skemmtilegt verð ég að segja...fullt
af börnum og allt á hvolfi...soldil
læti, en bara gaman að hittast og
segja hvort af öðru. Svaf frekar
asnalega í nótt og veit eiginlega
ekki af hverju...bara er stundum
svona og þá er maður hálf tussu-
legur yfir daginn og bara allt í lagi
með það!
Dauðöfunda dóttur mína, ver-
andi á skíðum í Austurríki þessa
dagana og sáum við á webcam
yfir jökulinn hjá henni að þar var
heiðskírt og logn!! Svona á að hafa
þetta. [...]
That´s life, take it as it goes, það
er best! Mamma og Gulli komin
frá Paros og rosa gott að vita af
þeim heim komnum! Ekki meira
héðan, Ciao!!!
23.01.2007 The man with the buff-
alo hump!
Halló halló! Hér er ég að skrifa
smá blogg í enda dags sem er
búinn að vera hálf downlegur
(Hálfdán). Það er leiðindapirring-
ur í líkamanum og ég eyddi deg-
inum meira og minna uppí rúmi,
sem sagt one of these days! Byrj-
aði reyndar á því að hitta Óskar
lækni og ræddi við hann um ýmis-
legt, þar á meðal að maður er kom-
inn með soldið áberandi bjúg víðs-
vegar um líkamann og þar á meðal
aftan á herðunum..... Þetta fyrir-
bæri á sér það læknisfræðilega
nafn “Buffalo Hump” og er það
mjög gaman að vera með svoleiðis
á bakinu hmmmmm! [...]
Jæja, ekki meira í bili og segjum
þetta nóg í dag og sofið á vinstri
hliðinni því þannig verður ein-
hvern veginn meira úr svefnin-
um...... Ciao!!!
24.06.2008 I´m on a roll, I´m on a
roll this time....I feel my luck could
change.....
Jæja góða fólk! Nú er það nýj-
asta í krabbameinsbransanum að
samkvæmt nýjustu myndatökum
kemur í ljós að æxlin, sem voru
komin í lungun hafa hopað það
mikið að lítið sem ekkert sést leng-
ur.... Það sem var komið í hryggj-
arliðinn er einnig búið að sýna
breytingu til batnaðar! Restin af
líkamanum er að sýna afleiðingar
lyfjameðferðarinnar og er túlkun-
in sú að lyfjakokteillinn hans Ósk-
ars hafi virkað svona helv..vel.
Ég hef farið þennan hring áður,
þannig að ég veit hvað getur gerst
seinna, en það er samt ástæða til
að fagna þessum áfanga núna.
Magnaður andskoti hvernig þetta
getur farið stundum og ég bara
skil þetta ekki alveg....helst er
skýringin sennilega sú að ég fór að
bera brúnkukrem á rassinn á mér
(út af öðru) og það hefur að öllum
líkindum hjálpað svona mikið til
hmmmmm [...]
21.01.2009 Come as you are, as
you were, as I want you to be.....
Komiði sæl kæru mótmælendur!
Vonandi eru allir búnir að þurrka
piparúðann úr augunum og fjar-
lægja eggin sem ekki voru notuð
úr úlpuvösunum, jafnvel hægt að
sjóða þau og nota í salat í hádeginu
hmmmm.....
Ég er löglega afsakaður, sýndi
öryrkjaskírteinið mitt og var mér
þá hleypt framhjá fjöldanum og
komst þá beint á kaffihús, fékk
mér brauð með skinku og osti og
hélt áfram að hugsa um sjálfan
mig...
Þetta er nú samt þannig að ein-
hverju verður maður að mótmæla
og í mínu tilfelli, þá segi ég nei við
núverandi heilbrigðiskerfi og þá
spyrja sumir, hvað er maðurinn
að segja? Jú, ég er búinn að vera
soldið aktívur í þessum hjartans
málum mínum og er nú að upp-
skera eins og ég sáði. Fréttirnar
komu inn eins og einhverjir muna
og núna er kallinn að tala á ráð-
stefnu um framtíðarsýn í íslenska
heilbrigðiskerfinu. Góðir hlut-
ir gerast hægt og er það alveg að
sanna sig í þetta skiptið. Það er
greinilega mikil undiralda í tengsl-
um við bætta samvinnu ólíkra
hópa innan heilbrigðisgeirans og
mikið talað um að þessir aðilar
vilji meiri samvinnu sem er mjög
gott mál. Það kannski bjargar mér
ekki eins og komið er en fyrir þá
sem á eftir koma skiptir þetta gríð-
arlega miklu máli.
Andrea okkar kom heim frá Dal-
vík í gær eftir að hafa verið þar í
4 daga og auðvitað rosa gaman að
fá hana aftur heim á fjallið fagra.
Hún er að standa sig alveg gríðar-
lega vel og ef svona heldur áfram,
þá held ég að við séum að sjá fram
á flottan vetur hjá stelpunni.
Ég er eins og venjulega að verða
temmilega geðbilaður á þessum
andsk. verkjum sem eru algjörlega
óútreiknanlegir, koma stundum á
kvöldin en einnig koma þeir bara
alls ekki..þá er bara smá seiðingur
og honum er hægt að venjast. Ég
er kominn með kannabisplöntu út í
glugga (hmmm), en sagt er að mar-
ijuana sé verkjastillandi, ég þarf
bara að finna út hvort betra sé að
tyggja, sleikja eða reykja.
Verð eiginlega að hætta núna,
lögreglan er komin, hefur eitthvað
út á gluggaútstillinguna mína að
setja þannig að hérna endar þetta.
Takið ykkur stöðu, teygið út báða
handleggi, jafnið bilin og kyn-
gið tannkreminu sem varð eftir...
Ciao!
Þrjú mögnuð ár í lífi fallins flugstjóra
Atli Thoroddsen greindist 36 ára með krabbamein. Hann bloggaði um veikindi sín og daglegt líf meðan á krabbameinsmeðferð-
um stóð. Þegar hann lést síðastliðið sumar var hann langt kominn með að ganga frá efninu í bókarform en aðstandendur og vin-
ir luku verkinu. Fréttablaðið fékk að birta nokkur brot úr bókinni Dagbók rokkstjörnu – þrjú mögnuð ár í lífi fallins flugstjóra.
ÁSTA OG ATLI „Ungur maður sem hét Atli varð hrifinn af ungri konu, sem hét Ásta, sem varð líka hrifin af honum fyrir mörgum
árum. Þau urðu að Atla og Ástu. Og lífið hló. Lengi lengi.“
Frestur til innsendinga kvikmyndaverka til
Edduverðlaunanna rennur út 1. desember 2009.
Gjaldgeng eru kvikmyndaverk sem frumsýnd eru á
tímabilinu 1. nóvember 2008 til 31. desember 2009.
Verðlaunin verða afhent í janúar 2010.
Verkunum skal skilað til Kvikmyndamiðstöðvar
Íslands að Túngötu 14 í Reykjavík ásamt fylgiblaði og
kvittun fyrir greiðslu innsendingargjalds.
Hverju innsendu verki skal fylgja útfyllt eyðublað sem
er að finna á vefnum logs.is
Sérstök athygli er vakin á nýjum verðlaunaflokki;
BARNAEFNI ÁRSINS.
Allar nánari upplýsingar og reglur er að finna á
www.logs.is
Edduverðlaunin
Atli Thoroddsen flugstjóri lést í sumar eftir þriggja ára
baráttu við krabbamein. Þegar Atli dó var hann langt
kominn með vinnslu bókar sem byggir á bloggfærslum
hans eftir að hann greindist með krabbameinið og er
mjög grafísk og frumleg í framsetningu, hönnuð af
Jóni Erni Arnarsyni. Að ósk Atla tóku vinir og aðstand-
endur hans sig saman eftir andlát hans og kláruðu
verkefnið.
Í bókinni eru mikilvægar ábendingar um það
hvernig hægt er að bæta heilbrigðiskerfið svo
það mæti betur sjúklingum með flókna og erfiða
sjúkdóma. Atli var með verki í tíu ár og fór í brjósklos-
aðgerð og bakspengingu áður en það uppgötvaðist að það var
beinkrabbi sem hrjáði hann en ekki bakverkur!
Bókin er þó fyrst og fremst óvenjulegur fagnaðaróður til lífsins og til-
verunnar – frásögn fjölskylduföður sem missir ekki lífsgleðina og húmorinn
þrátt fyrir banvænan sjúkdóm – en talið er að þriðji hver Íslendingur greinist
með krabbamein á lífsleiðinni. Ásta Hallgrímsdóttir, ekkja Atla, skrifar hluta
bókarinnar og eru hennar kaflar merktir Læknaritarinn.
Bókin er til sölu í bókabúðum, í stórmörkuðum, skrifstofu Krafts í Skógar-
hlíð 8 og á netinu á slóðinni www.kraftur.org. Allur ágóði af sölu bókarinnar
rennur í sérstakan verkefnasjóð í nafni Atla hjá Krafti, stuðningsfélagi ungra
einstaklinga sem greinst hafa með krabbamein.
➜ BLOGGIÐ SEM VARÐ AÐ BÓK
Úr bókinni Dagbók rokkstjörnu.
Kaflarnir eru styttir með góðfús-
legu leyfi..
Læknaritarinn
Hvað finnst mér að eigi að vera
næsta skref?
Ég veit ekki hvort var meira af
reiði eða undrun í röddinni á Atla
þegar hann endurtók spurningu
læknisins sem spengdi upp á
honum bakið. Það hafði ekkert
lagast við það; þrálátur verkurinn
nísti enn.
Við gerum ráð fyrir því að
heilbrigðiskerfið virki. Við erum
alltaf að stóla á sérfræðiþekkingu
ókunnugra og viljum helst ekki fá
spurningar frá flugstjóranum í 30
þúsund fetum:
-Góðir farþegar. Búinn að prófa
spindilfreiserana, rótorvektorana
og ekkert virkar. Einhverjar hug-
myndir svo við getum lent þessu?
Ég er ekki róleg þegar kemur
að þessum kafla sögunnar. Þó ég
reyni þá titrar í mér röddin þegar
ég tala um þetta. Titrar í mér
hjartað. Kerfið klikkaði. Það verður
að koma fram. Mér finnst líka mik-
ilvægt að gagnrýni sé borin fram af
stillingu og án reiði. Án ásökunar.
Allir reyna að gera sitt besta. Það
er mannlegt að gera mistök.
En við höfðum engar hugmyndir
um hvað ætti að gera næst. Í dag
sé ég svo eftir því að hafa ekki
farið með Atla í öll viðtölin og allar
rannsóknirnar. Kannski hefði það
engu breytt, en tveir spyrja fleiri
spurninga en einn.
En við treystum kerfinu.
Tvö ein á biðstofu eftir mynda-
töku í Dómus; tvö að treysta kerf-
inu. Ég að lesa skýrsluna. Grunur
um cancer. Þar kom það fyrir þetta
orð. Krabbi. Krabbamein. Ágúst
2006. Ég sýndi Atla setninguna.
Hann var ekki búinn að lesa þetta.
Hann greip um höfuð sér. [...]
Atli með þennan glampa í
augum, í þessu góða formi, fullur
af lífsvilja. Hann var svo sérstak-
ur að öllu leyti; hann myndi
taka þetta. Ef hægt væri að taka
þennan kraft, þessa hvatvísi og
umbreyta henni í baráttuafl gegn
veikindum þá var Atli með það
sem þurfti. [...]
Atli var greindur með krabba-
mein í ágúst 2006. Á myndunum,
sem voru teknar ári áður, fyrir
bakaðgerðina, sést æxlisvöxtur á
hægri mjöðm. Læknunum yfirsást
þetta mikilvæga atriði. Í stað þess
að senda Atla í krabbameins-
meðferð, spengdu þeir saman tvo
hryggjarliði.
Við vorum vongóð. Við treystum
kerfinu.