Fréttablaðið - 21.11.2009, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 21.11.2009, Blaðsíða 48
6 matur Kínverjar halda ekki jól enda aðhyllast flestir Kínverjar búddisma. Þeir halda engu að síður margar hátíðir á hverju ári og skreyta hús sín og borð sam- kvæmt kúnstarinnar reglum. Ding Qing Guan, eigandi Heilsu- drekans, sýnir hvernig Kínverjar leggja á borð en hún leggur sér- staka áherslu á náttúruna. „Ég er mikið náttúrubarn og hef lagt áherslu á heilsuna frá því að ég man eftir mér, enda er austræn heilsufræði víðfræg,“ segir Qing, sem hefur búið hér í 19 ár. „Það er margt að breytast í Kína núna. Við höfum margar kínver- skar hátíðir en stærsta hátíðin er sú þegar kínverska nýja árið geng- ur um garð. Qing segir að nú sé eitthvað um að fólk af yngri kyn- slóðinni haldi jól í Kína. Qing segist vinna mikið með náttúruna, jurtir og steina. „Ég nota þetta í borðskreytinguna. Það er mikil temenning í Kína. Því finnst mér tebollar alveg ómissandi á borðinu en það sést ef til vill ekkert við fyrstu sýn. Það sama á við um önnur matar- ílát sem eins gætu verið styttur, enda úr jarðsteinum. Styttur eins og drekar eru einnig einkenn- andi fyrir Kína og mikil virðing er borin fyrir eldra fólki og þekk- ingu. Ein styttan á borðinu sýnir einmitt eldri mann drekka te og lítið barn að lesa bækur. Þetta er ákveðin heimspeki. Þá finnst mér blóm ómissandi, þeim fylgir svo jákvæð orka Ég legg mikið upp úr friði, orku og jafnvægi í lífi mínu og það nær alla leið á matarborð- ið.“ - uhj Blóm og styttur Jurtir eru áberandi í skreytingum Qing. Óvenjulegt tesett en afar fallegt. Kertaljós finnst Qing ómissandi en hér hefur hún sett það í epli. ÓMISSANDI Á BORÐIÐ Þegar Ding Qing Gaun, eigandi Heilsudrekans í Skeifunni, leggur á borð að kín- verskum sið ber margt óvenjulegt fyrir augu. Styttur, blóm og framandi og fögur matarílát prýða borðið enda allt saman ómissandi að mati Qing. Fallegur en sérstakir vasi með skreytingu úr jurtum. Takið eftir styttunni með gamla manninum sem drekkur te og unga barninu sem les. Ding Qing Gaun er mikið náttúrubarn. FISKIFÉLAGIÐ býður upp á ein- hverja ódýrustu heimsreisu sem um getur en hún kostar ekki nema 8.400 krónur. „Við byrjum á íslandi, förum svo yfir til Skandínavíu, Spánar, Ítalíu, Asíu, Brasilíu og víðar en endum svo aftur á Íslandi,“ segir rekstrarstjórinn Þorgeir Pálsson. „Við notum sérvalið íslenskt hráefni eins og kjöt, fisk og grænmeti en bætum það svo upp með einkennandi hráefni frá öðrum löndum,“ segir þorgeir og tekur dæmi. „Við bjóðum upp á humar með rabarbara-mauki frá Íslandi, bleikju með myrkilsveppafroðu frá Noregi, saltfisk með chorizo kryddpylsu frá Spáni og ferska skötu með sítrónu frá Brasilíu. Þorgeir segir starfsmenn fiskifé- lagsins hafa lagst í mikla rannsóknarvinnu um hvaðan hráefnin eru upp- runninn og fylgir sá fróðleikur með hverjum rétti. NAAN-BRAUÐ VÍÐA VINSÆLT Naan-brauð er upphaflega heiti yfir mismunandi flatbrauð frá mismunandi heimshlutum og má rekja heimild- ir um það aftur til ársins 1780. Naan-brauð nýtur mikilla vinsælda í Suður- Asíu, sérstaklega í Afganistan, Íran, Indlandi, Pakist- an og nokkrum héruðum í Kína. Algengasta er að gera naan-brauð úr hveiti, salti, geri og jógúrt. Deigið er hnoðað og látið hefast í nokkrar klukkustundir áður en það er mótað í kúlur, flatt út og bakað. RÚSSNESKT SUSHKI MEÐ TEINU Sushki er hefðbundið rússneskt sætabrauð. Brauðið er gert úr hveiti, eggi, vatni, salti og sykri og er mótað í litla hringi sem eru stökkir og sætir þegar búið er að sjóða þá og baka. Stundum eru hringirnir þaktir birkifræjum en minna annars einna helst á ósaltaða kringlu eða beyglu. Sushki fæst í rúss- neskum verslunum, en hægt er að finna uppskrift- ina á internetinu og baka það heima. margt smátt FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N Létt Bylgjan kemur þér í jólaskap Bragi Guðmundsson og Jóhann Örn Ólafsson spila uppáhalds jólalögin þín, alla virka daga frá 8 - 18
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.