Fréttablaðið - 21.11.2009, Blaðsíða 103
LAUGARDAGUR 21. nóvember 2009 75
FÓTBOLTI Thierry Henry segist vera
þeirra skoðunar að sanngjarnast
sé að Frakkland og Írland mætist
á ný á knattspyrnuvellinum til að
skera úr um hvor þjóðin taki þátt í
HM í Suður-Afríku næsta sumar.
Framlengja þurfti leikinn þegar
þessi lið mættust í París á mið-
vikudagskvöldið en Henry lagði
upp sigurmark Frakka í framleng-
ingunni með því að leggja boltann
fyrir sig með hendinni.
Gríðarleg viðbrögð hafa verið
við þessu og fór Írska knatt-
spyrnusambandið, með fulltingi
forsætisráðherra Írlands, fram á
að leikurinn yrði endurtekinn.
Alþjóða knattspyrnusamband-
ið, FIFA, gaf svo út yfirlýsingu í
gærmorgun þar sem fram kom að
úrslitum leiksins yrði ekki breytt
og að ekki kæmi til greina að láta
annan leik fara fram.
Samkvæmt heimildum frétta-
stofu BBC munu forráðamenn
Franska knattspyrnusambandsins
ekki óska eftir því sjálfir að endur-
taka leikinn.
Sjálfur er þó Henry þeirrar
skoðunar að að best væri að gera
einmitt það. „Þetta er samt ekki
á mínu valdi,“ sagði Henry, sem
hefur viðurkennt fúslega að hafa
handleikið knöttinn.
„Auðvitað finnst mér skammar-
legt hvernig við unnum leikinn
og sérstaklega finnst mér þetta
afskaplega leitt fyrir hönd Íranna.
Þeir eiga svo sannarlega skilið
að vera á HM. Það er ekki mikið
meira sem ég get gert í málinu.“
Henry hefur nú verið brenni-
merktur af fjöldamörgum áhuga-
mönnum um knattspyrnu víða um
heim sem svindlari en hann þver-
tekur fyrir að þetta hafi verið
viljandi.
„Þetta voru ósjálfráð viðbrögð,“
sagði Henry. „Ég er ekki svindlari
og hef aldrei verið. Boltinn kom á
mikilli hraðferð í teiginn og voru
þetta ósjálfröð viðbrögð við því.
Fólk hefur verið að skoða atvikið
í afar hægri endursýningu í sjón-
varpi en veruleikinn er að þetta
gerðist allt gríðarlega hratt.“
- esá
FIFA hafnaði beiðni Írska knattspyrnusambandsins um að fá að spila aftur:
Sanngjarnt væri að spila aftur
KOMINN Í VINNUNA Thierry Henry fyrir utan æfingasvæði Barcelona. Þar var búið að
koma fyrir plakati sem írskt dagblað var búið að prenta með afsökunarbeiðni Henry
til írsku þjóðarinnar. NORDIC PHOTOS/AFP
FÓTBOLTI Roy Keane, fyrrverandi
landsliðsmaður Írlands og núver-
andi knattspyrnustjóri Ipswich,
vorkenndi löndum sínum lítið
eftir að hafa fallið úr leik í
undankeppni HM.
„Þeir geta kvartað eins mikið
og þá lystir en það breytir ekki
þeirri staðreynd að Frakkland er
að fara á HM,“ sagði Keane.
Thierry Henry lagði upp sigur-
mark Frakka í leiknum eftir að
hann lagði boltann fyrir sig með
hendinni en Keane segir að það
skipti engu máli.
„Ég væri frekar pirraður út í
varnarmennina mína og mark-
vörðinn. Hvernig má það vera að
boltinn fékk að skoppa í mark-
teignum? Hvernig náði Thierry
Henry að snúa sér að markinu?
Ef boltinn er í markteignum, hvar
er markvörðurinn? Þetta eru allt
skólabókardæmi.“
Keane hefur lengi verið bitur
gagnvart Írska knattspyrnusam-
bandinu og sparaði ekki skotin
nú. „Írland skoraði sigurmark
gegn Georgíu úr afar umdeildri
vítaspyrnu. Ekki fór sambandið
fram á að sá leikur yrði
endurtekinn.“ - esá
Roy Keane um Íra:
Geta sjálfum
sér um kennt
FÓTBOLTI Þýsk yfirvöld hafa nú
handtekið sautján manns í tengsl-
um við risavaxna rannsókn sína
um að úrslitum 200 knattspyrnu-
leikja hafi verið hagrætt vegna
veðmálastarfsemi.
Ef grunurinn reynist á rökum
reistur er um að ræða einhverja
alstærstu svikamyllu sem hefur
átt sér stað í knattspyrnusögunni.
Peter Limacher, fulltrúi Knatt-
spyrnusambands Evrópu, sagði
þetta langstærsta málið af
þessu tagi sem hefði komið upp í
Evrópu.
Að minnsta kosti þrír leikir
sem verið er að rannsaka voru
í Meistaradeild Evrópu og tólf
í Evrópudeildinni. Þá er verið
að skoða leiki sem fóru fram í
Þýskalandi, Belgíu, Sviss, Króa-
tíu, Slóveníu, Tyrklandi, Ung-
verja landi, Bosníu og Austurríki.
Allir leikirnir sem hér um ræðir
munu hafa farið fram á þessu ári.
Lögreglan framkvæmdi um
fimmtíu húsleitir í Þýskalandi,
Bretlandi, Sviss og Austurríki í
gær, handtók sautján manns og
gerði reiðufé og ýmsar eignir
upptækar. - esá
Risavaxið hneykslismál:
Úrslitum 200
leikja hagrætt?
Í MEISTARADEILDINNI Grunur leikur á
að úrslitum leikja hafi verið hagrætt í
Meistaradeild Evrópu. Þessi mynd er úr
leik Real Madrid og AC Milan.
NORDIC PHOTOS/AFP
KFC
25
2000
KR.
Hot Wings á
LAUGARDAGAR
Reykjavík • Hafnarfirði • KópavogI • Selfossi
Reykjanesbæ • Mosfellsbæ • Fossvogi
TILVALIÐMEÐBOLTANUM