Fréttablaðið - 21.11.2009, Side 103

Fréttablaðið - 21.11.2009, Side 103
LAUGARDAGUR 21. nóvember 2009 75 FÓTBOLTI Thierry Henry segist vera þeirra skoðunar að sanngjarnast sé að Frakkland og Írland mætist á ný á knattspyrnuvellinum til að skera úr um hvor þjóðin taki þátt í HM í Suður-Afríku næsta sumar. Framlengja þurfti leikinn þegar þessi lið mættust í París á mið- vikudagskvöldið en Henry lagði upp sigurmark Frakka í framleng- ingunni með því að leggja boltann fyrir sig með hendinni. Gríðarleg viðbrögð hafa verið við þessu og fór Írska knatt- spyrnusambandið, með fulltingi forsætisráðherra Írlands, fram á að leikurinn yrði endurtekinn. Alþjóða knattspyrnusamband- ið, FIFA, gaf svo út yfirlýsingu í gærmorgun þar sem fram kom að úrslitum leiksins yrði ekki breytt og að ekki kæmi til greina að láta annan leik fara fram. Samkvæmt heimildum frétta- stofu BBC munu forráðamenn Franska knattspyrnusambandsins ekki óska eftir því sjálfir að endur- taka leikinn. Sjálfur er þó Henry þeirrar skoðunar að að best væri að gera einmitt það. „Þetta er samt ekki á mínu valdi,“ sagði Henry, sem hefur viðurkennt fúslega að hafa handleikið knöttinn. „Auðvitað finnst mér skammar- legt hvernig við unnum leikinn og sérstaklega finnst mér þetta afskaplega leitt fyrir hönd Íranna. Þeir eiga svo sannarlega skilið að vera á HM. Það er ekki mikið meira sem ég get gert í málinu.“ Henry hefur nú verið brenni- merktur af fjöldamörgum áhuga- mönnum um knattspyrnu víða um heim sem svindlari en hann þver- tekur fyrir að þetta hafi verið viljandi. „Þetta voru ósjálfráð viðbrögð,“ sagði Henry. „Ég er ekki svindlari og hef aldrei verið. Boltinn kom á mikilli hraðferð í teiginn og voru þetta ósjálfröð viðbrögð við því. Fólk hefur verið að skoða atvikið í afar hægri endursýningu í sjón- varpi en veruleikinn er að þetta gerðist allt gríðarlega hratt.“ - esá FIFA hafnaði beiðni Írska knattspyrnusambandsins um að fá að spila aftur: Sanngjarnt væri að spila aftur KOMINN Í VINNUNA Thierry Henry fyrir utan æfingasvæði Barcelona. Þar var búið að koma fyrir plakati sem írskt dagblað var búið að prenta með afsökunarbeiðni Henry til írsku þjóðarinnar. NORDIC PHOTOS/AFP FÓTBOLTI Roy Keane, fyrrverandi landsliðsmaður Írlands og núver- andi knattspyrnustjóri Ipswich, vorkenndi löndum sínum lítið eftir að hafa fallið úr leik í undankeppni HM. „Þeir geta kvartað eins mikið og þá lystir en það breytir ekki þeirri staðreynd að Frakkland er að fara á HM,“ sagði Keane. Thierry Henry lagði upp sigur- mark Frakka í leiknum eftir að hann lagði boltann fyrir sig með hendinni en Keane segir að það skipti engu máli. „Ég væri frekar pirraður út í varnarmennina mína og mark- vörðinn. Hvernig má það vera að boltinn fékk að skoppa í mark- teignum? Hvernig náði Thierry Henry að snúa sér að markinu? Ef boltinn er í markteignum, hvar er markvörðurinn? Þetta eru allt skólabókardæmi.“ Keane hefur lengi verið bitur gagnvart Írska knattspyrnusam- bandinu og sparaði ekki skotin nú. „Írland skoraði sigurmark gegn Georgíu úr afar umdeildri vítaspyrnu. Ekki fór sambandið fram á að sá leikur yrði endurtekinn.“ - esá Roy Keane um Íra: Geta sjálfum sér um kennt FÓTBOLTI Þýsk yfirvöld hafa nú handtekið sautján manns í tengsl- um við risavaxna rannsókn sína um að úrslitum 200 knattspyrnu- leikja hafi verið hagrætt vegna veðmálastarfsemi. Ef grunurinn reynist á rökum reistur er um að ræða einhverja alstærstu svikamyllu sem hefur átt sér stað í knattspyrnusögunni. Peter Limacher, fulltrúi Knatt- spyrnusambands Evrópu, sagði þetta langstærsta málið af þessu tagi sem hefði komið upp í Evrópu. Að minnsta kosti þrír leikir sem verið er að rannsaka voru í Meistaradeild Evrópu og tólf í Evrópudeildinni. Þá er verið að skoða leiki sem fóru fram í Þýskalandi, Belgíu, Sviss, Króa- tíu, Slóveníu, Tyrklandi, Ung- verja landi, Bosníu og Austurríki. Allir leikirnir sem hér um ræðir munu hafa farið fram á þessu ári. Lögreglan framkvæmdi um fimmtíu húsleitir í Þýskalandi, Bretlandi, Sviss og Austurríki í gær, handtók sautján manns og gerði reiðufé og ýmsar eignir upptækar. - esá Risavaxið hneykslismál: Úrslitum 200 leikja hagrætt? Í MEISTARADEILDINNI Grunur leikur á að úrslitum leikja hafi verið hagrætt í Meistaradeild Evrópu. Þessi mynd er úr leik Real Madrid og AC Milan. NORDIC PHOTOS/AFP KFC 25 2000 KR. Hot Wings á LAUGARDAGAR Reykjavík • Hafnarfirði • KópavogI • Selfossi Reykjanesbæ • Mosfellsbæ • Fossvogi TILVALIÐMEÐBOLTANUM
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.