Fréttablaðið - 21.11.2009, Blaðsíða 82

Fréttablaðið - 21.11.2009, Blaðsíða 82
54 21. nóvember 2009 LAUGARDAGUR timamot@frettabladid.is AFMÆLI BJÖRK GUÐMUNDS- DÓTTIR söngkona er 44 ára. MARGRÉT ÖRNÓLFS- DÓTTIR tónlistarkona er 42 ára. GUNNAR GUNNARSSON RITHÖF- UNDUR LÉST ÞENNAN DAG ÁRIÐ 1975. „Þegar maður er vanur því að lifa á engu er hægt að lifa á litlu.“ Gunnar Gunnarsson var einn af helstu rithöfundum þjóðar- innar á 20. öld. Hann var líka á tímabili meðal mest lesnu rithöfunda í Danmörku og Þýskalandi. Meðal verka hans má nefna Fjallkirkjuna, Svart- fugl og Borgarættina. MERKISATBURÐIR 1272 Játvarður verður konung- ur Englands. 1620 Skipið Mayflower kemst inn fyrir Þorskhöfða með pílagríma sem stofna þar Plymouth-nýlenduna. 1931 Fyrsta leikritið er flutt í Ríkisútvarpinu. Það eru kaflar úr Bóndanum á Hrauni eftir Jóhann Sigur- jónsson. 1974 George W. Bush rekinn úr bandaríska flughernum. 1984 Samkvæmt könnun Hag- vangs á gildismati og mannlegum viðhorfum reynast Íslendingar vera hamingjusamasta þjóð í heimi. 1993 Endurvarp hefst frá nokkr- um erlendum sjónvarps- stöðvum í samvinnu við Stöð 2 undir heitinu Fjölvarp. Frakkarnir Jean François Pil- âtre de Rozier sem var eðlis- fræðingur að mennt og Fran- çois Laurent markgreifi urðu fyrstir manna til að fljúga í loftbelg þennan mánaðardag árið 1783. Þeir héldu hinu frumlega farartæki á lofti í um það 30 mínútur og flugu á þeim tíma tæplega níu kíló- metra leið yfir Parísarborg. Mikill fjöldi fólks fylgdist með þessum ofurhugum og þeirra ævintýralega ferðamáta sem þótti heldur betur nýstár- legur. Lofbelgurinn var úr smiðju Montgolfier-bræðranna sem voru bæði pappírsframleið- endur og uppfinningamenn. Þeir hönnuðu fyrsta loft- belginn og sýndu hann í júní þetta sama ár og prófuðu sig áfram með því að senda ýmiss konar dýr upp í háloft- in, þar á meðal hana, önd og kind. Sem betur fór komust dýrin klakklaust frá þeim tilraunum. Pilatre de Rozier hafði í október þetta sama ár prófað að fljúga í loftbelgnum en að- eins stutta leið því belgurinn var þá bundinn við jörðina og komst ekki hátt. Þetta flug í nóvemberlok 1783 varð því fyrsta ferðin í frjálsum loftbelg. ÞETTA GERÐIST: 21. NÓVEMBER 1783 Fyrsta loftbelgsflug heimsins 90 ára afmæli Í dag, 21. nóvember, er níræður Haukur A. Bogason. Í tilefni dagsins munu hann og kona hans, Guðlaug Ó. Jónsdóttir, taka á móti vinum og vandamönnum í safnaðarheimili Áskirkju, Reykjavík frá kl. 15-17. Haukur var lengi ökuken- nari og bifreiðastjóri hjá BSR og síðast deildarstjóri ökuprófa hjá Bifreiðaeftir- liti ríkisins. Ástkær systir okkar og frænka mín, Guðlaug Snorradóttir frá Syðri-Bægisá, lést 19. nóvember á hjúkrunarheimilinu Droplaugarstöðum. Hulda Snorradóttir Halldóra Snorradóttir Heiðrún Arnsteinsdóttir Útfararþjónusta Davíðs Ósvaldssonar ehf. Davíð Ósvaldsson Útfararstjóri S. 896 6988 / 553 6699 Óli Pétur Friðþjófsson Útfararstjóri S. 892 8947 / 565 6511 MOSAIK Faðir okkar og ástvinur minn, Kaj J. Durhuus viðskiptafræðingur, Krummahólum 6, Reykjavík, lést á gjörgæsludeild Landspítalans, mánudaginn 26. október 2009. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Jóhanna Bettý Durhuus Helgi Durhuus Guðríður Erla Káradóttir Elsku sambýlismaður minn, stjúpi, bróðir okkar, mágur og frændi, Ketill Sigurjónsson frá Forsæti Valabrekku, Hellnum, Snæfellsbæ, lést á Landspítalanum við Hringbraut mánu- daginn 9. nóvember 2009. Útför hans hefur farið fram í kyrrþey en þeim sem vilja minnast hans er bent á Krabbameinsfélag Snæfellsness (í gegnum Krabbameinsfélag Íslands). Sveinbjörg Eyvindsdóttir Hjörtur Sturluson Ólafur Sigurjónsson Bergþóra Guðbergsdóttir Kristján Már Sigurjónsson Kristín Einarsdóttir Albert Sigurjónsson Guðrún Jónsdóttir og frændsystkin. Faðir okkar, sonur, bróðir og mágur, Rögnvaldur Óðinsson Lækjarseli 1, Reykjavík, andaðist á líknardeild Landspítalans í Kópavogi föstu- daginn 13. nóvember. Útförin hefur farið fram í kyrr- þey að ósk hins látna. Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug. Óðinn Rögnvaldsson Daníel Rögnvaldsson Finnur Óli Rögnvaldsson Sveinbjörn Karl Rögnvaldsson Hulda Arnórsdóttir Óðinn Rögnvaldsson Kolbrún Óðinsdóttir Kristján S. Ólafsson Hrafnkell Óðinsson Margrét Óðinsdóttir Jón H. Skúlason Ingiríður Óðinsdóttir Árni Guðmundsson Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar sendist á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. Hörður Áskelsson organisti og Áskell Másson tónskáld eru næstum jafn- gamlir, það munar ekki nema einum degi. Áskell á afmæli í dag en Hörð- ur á morgun á degi heilagrar Cecil- íu, verndardýrlings tónlistarinnar. Þó ekki sé um stórafmæli að ræða hjá þeim þetta árið, en þeir verða 56 ára, verður samt mikið um dýrðir. Þannig hittir á að á sunnudaginn mun Hörð- ur stjórna nýrri íslenskri óratoríu um heilaga Cecilíu, sem Áskell samdi ásamt Thor Vilhjálmssyni skáldi. Hörður hefur átt von á þessu stór- virki í afmælisgjöf síðastliðin tvö ár. „Meðgangan varð lengri hjá höfund- unum en var planað,“ segir Hörður og veit nokkurn veginn hvernig af- mælisdagurinn mun ganga fyrir sig. „Á okkar heimili er mikil formfesta í afmælishaldi. Að morgni eru born- ar í mann gjafir í rúmið og ætli ég fái ekki appelsínusafa frekar en kampa- vín í þetta skiptið enda þarf ég að hafa skýran koll klukkan fjögur,“ segir hann glaðlega. Eftir tónleikana verð- ur haldið upp á frumflutninginn með veislu fyrir tónlistarmennina. „Og ætli við fjölskyldan og nánustu vinir höld- um ekki áfram og höldum aðra veislu síðar um kvöldið,“ segir hann og tekur fram að margoft sé haldið upp á hvert afmæli á sínu heimili. Hörður og Áskell eru ágætir vinir enda hafa báðir ástríðu fyrir tón- list. „Áskell náði ekki alveg inn á dag heilagrar Cecilíu en hann hefur hins vegar greinlega fengið einhvern skammt af hennar blessun. Líklega hefur það verið grín í kringum þá staðreynd sem var upphafið að órat- oríunni. Okkur fannst við skulda Cec- ilíu eitthvað fyrir að hafa staðið með okkur í okkar störfum,“ segir Hörður glettinn. Herði þykir það töluverður heiður að fá að stjórna óratoríunni á afmælisdaginn sinn. Hann telur þó að Áskell verði ekki útundan og að hann verði heiðraður í dag á generalpruf- unni með afmælissöng. Það mun vafa- laust vera tilkomumikið að heyra Mót- ettukór Hallgrímskirkju skipaðan 60 söngvurum, 32 manna hljómsveit og einsöngvara kyrja þessa einföldu vísu, „Hann á afmæli í dag.“ solveig@frettabladid.is HÖRÐUR ÁSKELSSON OG ÁSKELL MÁSSON: EIGA BÁÐIR AFMÆLI UM HELGINA Kór og hljómsveit syngja og spila afmælissönginn AFMÆLISBÖRNIN Áskell Másson tónskáld á afmæli í dag og Hörður Áskelsson, organisti og stjórnandi, á morgun. Hörður stjórnar á sunnudag nýrri íslenskri óratóríu um verndardýrling tónlistarinnar, heilaga Cecilíu, sem Áskell samdi ásamt Thor Vilhjálmssyni skáldi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.