Fréttablaðið - 21.11.2009, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 21.11.2009, Blaðsíða 4
4 21. nóvember 2009 LAUGARDAGUR EFNAHAGSMÁL Umhverfisstefna stjórnvalda virðist miða að því að takmarka nýtingu á þeim auð- lindum sem nóg er af en ganga á þær sem eru takmarkaðar. Þetta segir Vilhjálmur Egilsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka atvinnu- lífsins. Hann ritaði í gær grein á vef samtakanna þar sem farið var yfir fyrirhugaðar breytingar í skattheimtu. Mest segir hann bera í milli í fyrirætlunum stjórnvalda og skoð- un samtakanna þegar kemur að stöðu sjávarútvegsins. „Við getum ekki sætt okkur við að sjávarútveg- urinn taki á sig ríflega 3,5 milljarða í hækkun á tryggingagjaldi, veiði- og kolefnisgjaldi, en honum svo ekki gefinn starfsfriður.“ Hann bendir á að í frumvarpi landbúnaðarráð- herra um breytingar á stjórn fisk- veiða, sé áætlað að veiða skötusel áttatíu prósent umfram ráðgjöf. „Hvaða umhverfisstefna er það að vilja ekki nýta þær auðlindir sem er nóg af en ganga á þær sem eru takmarkaðar?“ segir hann og vísar til tregðu í virkjun endurnýjan- legra orkugjafa. „Það er ekki hægt að bjóða upp á svona lagað. Þetta er svo ótrúlegt fúsk,“ segir hann. Engu að síður fagnar Vilhjálmur því að ríkisstjórnin hafi horfið frá áform- um um sextán milljarða nýja varan- lega orku-, kolefnis- og umhverfis- skatta. „Heildartekjur af þeim eiga nú að nema 4,4 milljörðum á ári í þrjú ár, þegar þessir skattar falla niður,“ segir hann og kveður mikil- vægt að í stað þeirra muni að þeim tíma liðnum koma skattlagning sem verði í samræmi við alþjóða- samninga og þróun á alþjóðlegum vettvangi. „Við reiknum með að út úr loftslagssamningunum og þeim þáttum komi skattaumhverfi sem okkar fyrirtæki geti gengið inn í, en þeim sé ekki mismunað í saman- burði við erlenda keppinauta.“ Til viðbótar við þá umhverfis- skatta sem stóriðjan á að greiða næstu þrjú ár bætist fyrirfram- greiðsla tekjuskatts, 1,2 millj- arðar króna á ári í þessi þrjú ár. Þær greiðslur segir Vilhjálmur að skiptist hlutfallslega á orku- fyrirtækin, í sömu hlutföllum og gjaldið sem lagt var á kílóvatt- stundina. Stærstan hlut greiði Alcoa, þar á eftir komi svo Norð- urál með litlu minni hlut, þá Ísal og svo Járnblendiverksmiðjan á Grundartanga. Vilhjálmur telur að með þessum breytingum megi tryggja að áform um fjárfestingar í stóriðju og virkjunum geti gengið eftir. „Þar erum við að tala um að Helguvík geti haldið áfram af fullum krafti og líka framleiðsluaukningin í Straumsvík. Þessar framkvæmd- ir eru algjör lykilforsenda þess að hér verði hagvöxtur á næsta ári, en ekki kreppan, taka tvö,“ segir Vilhjálmur. olikr@frettabladid.is LAGT AÐ BRYGGJU Í NJARÐVÍK Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir gróflega vegið að rekstrarskilyrðum sjávarútvegsins með frum- varpi til breytinga á lögum um stjórn fiskveiða. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Fúsk og furðuleg umhverfisstefna Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins gagnrýnir harðlega hvernig breytt skatt- heimta kemur við sjávarútveginn. Honum finnst ósamræmi í afstöðu stjórnarinnar til umhverfismála. Nokkur árangur hafi þó náðst varðandi skatt á stóriðju. FYRIRFRAMGREIDDUR SKATTUR STÓRIÐJUNNAR Fyrirtæki Milljónir króna Alcoa 462 Norðurál 369 Ísal 277 Grundartangi 92 Alls 1.200 Heimild: SA VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Eindhoven Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 21° 17° 13° 11° 12° 14° 18° 12° 12° 24° 14° 25° 16° 28° 10° 15° 14° 11° Á MORGUN Norðaustan 8-15 m/s. MÁNUDAGUR 5-10 m/s. 5 5 1 4 3 4 4 5 6 8 0 7 7 8 4 3 6 5 6 6 4 8 3 2 0 1 2 0 -10 2 1 FÍNT VEÐUR Dagur- inn verður fl ottur, hægur vindur og víða bjart með köfl um. Á morgun snýst síðan í norð- austlæga átt með slyddu norðaustan- og austanlands, en áfram verður bjartviðri sunnan- og suðvestanlands. Elísabet Margeirsdóttir Veður- fréttamaður LÖGREGLA Vegna alvarleika brots og á grundvelli almannahagsmuna fór lögreglan á höfuðborgarsvæð- inu fram á áframhaldandi gæslu- varðhald yfir ungum manni sem skaut með haglabyssu á útidyra- hurð íbúðarhúss í Seljahverfi um síðustu helgi. Gæsluvarðhaldsúrskurður yfir manninum rann út í gær, en Hér- aðsdómur Reykjavíkur framlengdi varðhaldið um fjórar vikur. Ekki hafði í gær verið tekin ákvörð- un um hvort úrskurðinum yrði áfrýjað. „Farið er fram á varðhaldið á grundvelli almannahagsmuna, en rannsóknin er það langt komin að það er ekki vegna rannsóknar- hagsmuna,“ segir Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn hjá rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. „Brotið er það alvarlegt að ástæða þótti til að halda manninum áfram.“ Komið hefur fram áður að mað- urinn hefur játað árásina, en hann bankaði upp á í hús í Seljahverfi í Breiðholti á aðfaranótt sunnudags og réðist á íbúa þar þegar hann kom til dyra. Sá náði að skella aftur hurðinni, en þá hleypti mað- urinn af fimm skotum í læsingu og dyraumbúnað. Með árásarmanninum í för var unnusta mannsins, en hún er fyrr- verandi starfsmaður þess sem ráð- ist var á. Hann hafði skömmu áður sagt henni upp störfum. - óká VIÐ HÉRAÐSDÓM Ungur maður var úrskurðaður í gæsluvarðhald á mánudag eftir að hafa ráðist á mann í Breiðholti aðfaranótt sunnudags. Árásarmaður úrskurðaður í fjögurra vikna áframhaldandi gæsluvarðhald: Haldið vegna alvarleika afbrotsins UNGLINGAR Breyta þarf skipu- lagi á skemmtanahaldi fram- haldsskólanna segir Valgerður Halldórsdóttir félagsráðgjafi, sem gagnrýnir það svigrúm sem gefið er til drykkju fyrir skemmtanir sem tengjast skólunum. Valgerður hefur starfað innan framhaldsskóla og segir að yfir- menn skóla ættu að íhuga að breyta þeirri stefnu að leyfa heimapartí fyrir böll. Fyrir árshátíðir fari nemendur til að mynda iðulega út að borða en í stað þess að ballið hefjist strax að loknu borðhaldi sé gefinn tími til heimapartís. Þessa venju þurfi að endur- skoða, ætli menn að draga úr unglingadrykkju. Í frétt Fréttablaðsins í gær kom fram að drykkja unglinga ykist um 140 prósent frá vori tíunda bekkjar til fyrsta haust- misserisins í framhaldsskóla. - sbt Drykkja framhaldsskólanema: Banna ætti partí fyrir böll PERÚ Fjórir menn hafa verið handteknir í Perú grunaðir um að hafa myrt allt að sextíu manns og selt fituna úr þeim í snyrtivörur. Þeir eru taldir hafa lokkað fólk til sín á afskekktum þjóðvegum með loforðum um atvinnu. Talið er að fita af líkunum hafi verið seld snyrtivöruframleið- endum í Evrópu fyrir hátt í tvær milljónir á lítrann. Grunar lög- reglu að alþjóðlegur glæpahring- ur sem sérhæfir sig í mannafitu hafi starfað í Perú. Tveggja ítalskra manna er einnig leitað. Lögregla hefur við rann- sóknina lagt hald á flöskur með bræddri búkfitu af mönnum. - sh Óhugnanlegt sakamál í Perú: Myrtu fólk og seldu fitu þess í snyrtivörur FÉLAGSMÁL Í tilefni af áttatíu ára afmælis Sjálfstæðisflokksins og þess að fimmtíu ár eru frá mynd- un Viðreisnarstjórnarinnar efna Sjálfstæðisflokkurinn og mál- fundafélagið Óðinn til viðburða í Valhöll um helgina. Í dag klukkan fjögur mun Inga Jóna Þórðardóttir fjalla um konur og sjálfstæðisstefnuna og klukkan fjögur á morgun mun Styrmir Gunnarsson fjalla um Viðreisnarstjórnina. Í dag og á morgun verður sýn- ing og bókamarkaður í Valhöll og klukkan eitt á morgun verða boðnir upp fágætir munir úr sögu flokksins. - bþs Sjálfstæðisflokkurinn áttræður: Styrmir ræðir um viðreisnina SJÁVARÚTVEGUR „Aðstæðurnar eru vægast sagt skelfilegar. Hér er stöðug bræla, vindur stendur á land og síldin er alveg uppi í landsteinum. Við erum í Kiðeyjar- sundi um hálfa skipslengd frá eyjunni og þrátt fyrir þokkalegar lóðningar af og til er ákaflega erfitt að athafna sig“, segir Guð- laugur Jónsson, skipstjóri á Ingunni AK, í viðtali á heimasíðu HB Granda í gær. Þeir á Ingunni eru á síldveiðum í Breiðafirði og höfðu náð ágætis- afla af góðri síld, eða þúsund af fimmtán hundruð tonna burðargetu. - shá Ágætisveiði en bræla: Erfitt á síldinni í Breiðafirði Í HÖFN Nóg er af síld á Breiðafirði en hún er ekki auðsótt. DÓMSMÁL Íslenska ríkið hefur verið sýknað í Héraðsdómi Reykja- víkur af bótakröfu manns sem sat í gæsluvarðhaldi í kjölfar árásar- innar í Keilufelli, þegar hópur manna réðst með barefli á átta Pólverja með þeim afleiðingum að sjö slösuðust, sumir alvarlega. Maðurinn sem vildi sækja bætur til ríkisins ók bílnum sem flutti árásarmenn á og af vett- vangi. Hann sætti þriggja vikna gæsluvarðhaldi en var ekki ákærð- ur í málinu. Hann fór fram á ríf- lega eina milljón króna frá ríkinu vegna fjártjóns. Jafnframt vildi hann tvær milljónir í miskabætur. Hann fékk hvorugt. - jss Íslenska ríkið sýknað: Keilufellsmaður vildi bætur GENGIÐ 20.11.2009 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 236,6421 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 123,47 124,05 204,17 205,17 183,60 184,62 24,668 24,812 21,803 21,931 17,785 17,889 1,3888 1,3970 197,22 198,40 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.