Vikan


Vikan - 31.10.1963, Qupperneq 13

Vikan - 31.10.1963, Qupperneq 13
mælisgrein um Hitler fimmtug- an_ grein, sem skrifuð er af fullri virðingu fyrir „foringjan- um“, sem „var einu sinni lítill, en er nú orðinn gríðarstór, og voldugasti maðurinn í einu vold- ugasta ríki heimsins“. Þótt slíkt sé þurrt aflestrar, finnst mér ekki hjá því komizt að geta helztu höfunda, sem skrifa í þessi fyrstu blöð VIK- UNNAR. Auk þeirra, sem hér er að framan getið, en af þeim skrifuðu sumir oft og mikið í blaðið, má nefna þessa greina- höfunda: Dr. phil Þorkell Jó- hannesson, Karl fsfeld, Lárus Sigurbjörnsson, Magnús Jónsson, prófessor_ Helgi Hjörvar, Jón Þórarinsson frá Seyðisfirði fnú þekktari sem J. Þ. tónskáld), Niels Dungal, prófessor, Harald- ur Björnsson, Halldór Kiljan Laxness, sr. Sigurbjörn Einars- son og fleiri og fleiri. Sögur eiga m. a. þau Hulda, Ármann Kr. Einarsson, Sigurður Róbertsson, Jón Aðils, Friðjón Stefánsson og fleiri. Ljóð eru þar eftir Gils Guðmundsson, Baldur Pálmason, Friðfinn Ólafsson, Tómas Guð- mundsson, Jón frá Ljárskógum, Stein Steinarr, Grétar Fells, Hugrúnu, Stefán Hörð Gríms- son, Jón Dan, Stefán Jónsson (rithöf.), Ingólf Kristjánsson, Hannes Sigfússon og fleiri. Ef litið er á þessi blöð frá sjón- armiði blaðamanns, verður ekki annað sagt, en forráðamönnum blaðsins hafi tekizt vel upp, hvað snertir efnisval og höfunda, og eru þessir fyrstu árgangar for- vitnilegri um margt en sumir þeirra, sem á eftir hafa fylgt. Efnisval er að vísu nokkuð ann- að þá, en nú myndi vera talið bezt og vinsælast í vikublaði, en hefur greinilega fallið í smekk síns tíma, úr því blaðið lifði af þessi erfiðu byrjunarár, en ein- mitt á þessum tíma litu mörg blöð dagsins ljós, en höfðu ekki giftu til lengra lífs. Hvað snertir umbrot og útlit, finnst manni blaðið heldur „gamaldags“. Það er ekkert lagt upp úr því, að gera það aðgengi- legt fyrir augað, listrænt yfir- bragð er ekki til. Á þessum tíma var krafa kaupendanna sú, að hvergi sæi í hvítt blað fyrir prentsvertu og að engu rúmi væri eytt í óþarfa. Væri þessu atriði fullnægt, gerði enginn sér rellu út af útlitinu að öðru leyti. Nú leitast öll blöð, sem einhverj- ar kröfur gera til sjálfra sín, við að gera blöðin sem bezt úr garði fyrir augað, ekki síður en and- ann. Snemma á árinu 1940 lét Einar Kristjánsson af fram- kvæmdastjórn, en við tók Engil- bert Hafberg. Skömmu síðar lét Sigurður Benediktsson af störf- um ritstjóra en við tók Jón H. Guðmundsson, prentari. Um leið minnkaði blaðið úr 24 síðum nið- ur í 16 síður. Jón H. Guðmundsson ritstýrði VIKUNNI síðan næstu tólf ár og nokkrum mánuðum betur. Sambandinu við Hjemmet var þá slitið, enda batt stríðið enda á slík viðskipti erlendis frá. Þó er VIKAN þessi ár að lang mestu leyti byggð upp á erlendu, þýddu efni, en lítið um innlent, þótt flest tölublöð bjóði upp á eina litla innlenda grein. VIKAN var á þessum tíma notalegt blað en sviplítið, en þess minnist ég_ að á þessum árum þótti manni hún jafn ómissandi og matur og svefn. Snemma á ritstjórnartíma Jóns H. Guðmundssonar hófust tvær nýjar myndasögur í blað- inu, sem á sínum tíma voru mjög vinsælar. Þar voru Maggi og Raggi, grallarakarlar sem komu oftast á óvart með tiltækjum sín- um, og Erla og unnustinn, en fyrir þau kom flest það, sem fvr- ir fólk getur komið í tilhugalíf- inu, bæði broslegt og grátbros- legt. Vert er að geta þess, að á 'rit- stjórnartíma Sigurðar Bene- diktssonar efndi VIKAN til feg- urðarsamkeppni, og varð ung- frú Lóló Jónsdóttir fyrir valinu. Ég ímynda mér, að hún muni vera fyrsta fegurðardrottning íslands. Sömuleiðis var efnt til prófkjörs um það, hver ætti að vera fyrsti forseti íslands, full- valda ríkis. Þeirri kosningu lauk á þann veg, að flest atkvæði hlaut Vilhjálmur Stefánsson, landkönnuðir, en næstir urðu þeir Jónas frá Hriflu Jónsson og Sveinn Björnsson, sem síðar varð fyrsti forseti íslands. Verða þessi dæmi að nægja til sönn- unar ágætri blaðamennsku fyrstu starfskrafta VIKUNNAR. Þegar Jón H. Guðmundsson féll frá_ var blaðið að mestu í sömu sniðum og hann felldi það í strax í upphafi. Þó má geta þess, að Erla og unnustinn voru fyrir löngu horfin af síðum blaðsins, en Blessað barnið kom- ið í staðinn. Man ég, að ég velti því fyrir mér, hvort það væri afkvæmi þeirra Erlu og unnust- ans, en fékk aldrei úr því skor- ið til fulls. Umbrotið var með sama sniði öll þessi ár og efnis- val mjög svipað. T. d. var Giss- ur, hinn vinsæli og trygglyndi Vikumaður, öðru megin í opnu blaðsins en fréttamyndir hinum megin. Fréttamyndir þessar voru það, sem margir byrjuðu á að skoða, þótt tekstarnir við þær þættu ekki allir margra fislca virði nú til dags. Erlingur Halldórsson tók við af Jóni H. Guðmundssyni, og rit- stýrði blaðinu einn sumartíma. Hann gerði enga breytingu, og blaðið hélt áfram í anda Jóns. En er hann lét af starfi, tók Gísli J. Ástþórsson við, og tók þá blaðið allmildum breytingum, bæði efnislega og hvað útlit snerti. Meira varð um innlent efni og erlenda efnið léttara. Umbrot breyttist líka til muna og varð miklu fjörugra, en dálítið rugl- ingslegt, að mínum dómi. Elín Pálmadóttir aðstoðaði Gísla og veitti heimilissíðu blaðsins for- stöðu_ og fórst henni það vel úr hendi, eftir því sem karlmaður getur um dæmt. Gísli sá um blaðið í sex ár og fitjaði upp á ýmsu, m. a. hófst verðlauna- keppni í hans tíð. Þegar hann og Elín kvöddu blaðið, tók Jökull Jakobsson við ritstjórn þess. Það var um mitt ár 1958. í fyrsta blaði kynnti Jökull nokkrar nýungar, auk þess sem hann gat þess, að mikið af efninu yrði áfram með sama sniði. M. a. sagði hann um Giss- ur: „Garmurinn Gissur verður kyrr á bls. 7. Það er óþarft að kynna hann fyrir lesendum. Giss- ur er einn af traustustu horn- steinum VIKUNNAR. Hann blíf- ur, þótt ritstjórar komi og fari.“ Nokkur breyting varð á blað- inu með tilkomu Jökuls. Það varð lausara í sniðum og enn meira léttmeti. Hins vegar var innlent efni talsvert aukið, og má telja það til gildis, þótt ekki væri allt jafn gott. T. d. hófust Aldarspeglar í hans tíð, og hlutu vinsældir sínar undir eins, en þeir eru nú eitt vinsælasta efni VIKUNNAR. Sömuleiðis spratt stjörnuspá undan handarjaðri Jökuls. Með 39. tbl. varð sú breyting á, að Hilmar A. Kristjánsson keypti blaðið og hóf rekstur þess. Með honum varð mikil breyting. Blaðið hafði fram til hans tíma aðeins verið 16 síður og stundum 20, ef frá er skilin ritstjórnartíð Sigurðar Bene- diktssonar, þegar VIKAN var að staðaldri 24 síður. Svo vildi til, að fyrsta blað Hilmars kom út á 20 ára afmæli VIKUNNAR_ og var vel til þess vandað, t. d. var blaðið 60 síður að stærð og kápan prentuð í fjórum litum, með forsíðumynd eftir Halldór Pétursson. Þá var einnig upp tekið það letur í haus blaðsins, sem enn er við lýði, en eftir því sem ég kemst næst, hafði það aðeins tvívegis verið notað áður. í fyrra sinnið í auglýsingu árið 1939, c^g í síðara sinnið með ósk um gleðilegt sumar 1940. Var þessi haus gerður eftir hand- settu letri, sem enn er til í Steindórsprenti. Ekki urðu miklar breytingar á starfsliði við eigendaskiptin Hins vegar urðu miklar breyt- ingar á blaðinu sjálfu, og tel ég ekki á neinn hallað, þótt fullyrt Framhald á bls. 74. VIKAN 44. tbl. — -IO
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.