Vikan


Vikan - 31.10.1963, Page 26

Vikan - 31.10.1963, Page 26
EINN DAGIJR I UNDIR- HEIMUM GREINs GK. Ég var staddur einhversstaðar inni í íslandi, nánar tiltekið undir yfirborði Hallmundarhrauns, — og vissi varla hvað sneri upp og hvað niður. Allt umhverfis mig var kol-kolsvart myrkur, þykkt og líflaust, eins og aðeins getur verið á þeim stöðum, þar sem sólargeisli eða brot af dagsljósi hefur aldrei nokkurntíma komið. Þar sem ekkert kvikindi kærir sig um að vera stundinni lengur, þar sem engin ómerki- leg planta hefur fest rætur. Allt í kring um mig var að- eins kolsvart grjót, undir, yfir og til beggja hliða, en á mílli mín og þess var troðið biksvörtu myrkri og graf- arþögn. Ég var að reyna að hlusta eftir einhverju hljóði, sama hvað það var, eyrun blöktu til og frá í allar áttir, en fundu ekkert — ekki neitt - til að segja mérfrá, nema þögnina. Enginn minnsti blær í vindi, ekkert tif í fall- andi vatnsdropa, ekki einusinni minn eiginn andar- dráttur, því hann hafði stöðvazt þegar ég heyrði neyð- arópið... Það hafði borizt til rhín fyrir augnabliki síðan, lengst innan úr þröngum og mjóum afkima hellisins, og var upprunnið svo langt í burtu, að þegar það kom til mín, var aðeins eftir af því óskýr ómur. En ég heyrði á tón- — VIKAN 44. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.