Vikan


Vikan - 17.10.1968, Page 25

Vikan - 17.10.1968, Page 25
EFTIR HUNTER DAVIES 5. HLUTI EINKARÉTTUR Á ISLANDI VIKAN Eitt sinn iéku þeir á næturklúbbi, þar sem nektar- sýningar voru haldnar. Þeir áttu til dæmis að leika undir á meðan nektardansmærin „Janet the striþper“ klæddi sig úr hverri spjör. „Hún lét okkur hafa nótur yfir lögin, sem við áttum að spila,“ segir George. „En við kunnum ekki að lesa nótur og spiluðum alltaf allt annað, og hún varð báh reið. Hún kærði okkur og við urðum að liætta. Við máttum þalcka fyrir að fá tækifæri til að spila eitt kvöld í viku og þénuðum aldrei meira en fimmtán shillinga á kvöldi.“ Það blés sem sagt ekki byrlega fyrir þeim félögum á þessum árum. Ekkert gerðist, fyrr en þeir fóru til Hamborgar. Níundi kafli HAMBORG Hamborg er Liverpool Þýzkalands. Á báðum stöðum er loftslag votviðra- og stormasamt. Á sama hátt og íbúar Liverpool eru Ilamborgarar auðþekktir á fram- burði sínum livar sem er í heimalandi sínu. En Ham- borg er helmingi stærri en Liverpool og spillingin því meiri að sama skapi. Allir þekkja Reeperbahn, aðalgötu Hamborgar. Þar eru íleiri næturklúbbar og nektarsýn- ingar en á nokkrum öðrum stað í heiminum. Þegar Bítlarnir komu til Hamborgar 1960, var borg- in griðastaður vopnasala, sem höfðu viðskipti við þjóð- ernissinna í Alsír, en þeir höfðu gert uppreisn gegn Frökkum, eins og kunnugt er. Þessi starfsemi setti svip sinn á næturlífið. Vopnasalarnir höfðu aðsetur í klúbb- unu n og gerðu veitingaþjónana sér hliðholla með mút- um. Maður að nafni Allan Williams réði Bítlana til farar- innar og ók þeim sjálfur til Hamborgar. Hann hafði áð- ur fengið tvær aðrar hljórnsveitir frá Liverpool til að koma til Hamborgar og leika á rokknæturklúbb, sem liét Kaiserkeller. Eigandi staðarins hét Bruno Kosch- meider. llljómsveitirnar höfðu aukið aðsókn að stað hans, og þess vegna vildi hann íá eina hljómsveit enn frá Liverpool. Hið eina, sem John Lennon man úr ferð- inni, er, að þeir höfðu viðdvöl einhversstaðar i Hollandi. Þar hafði hann hnuplað í nokkrum verzlunum, eins og hann gerði oft. Þeir félagar höfðu fengið sér nýjan klæðnað til að leika í: flauelsjakka, sem vinur Pauls hafði saumað á þá, níðþröngar svartar buxur, hvítar skyrtur, Svart- röndótt bindi og támjóa, ítalska skó. Þeir greiddu hárið slétt aftur eins og Tony Curtis. Pete Best hafði bætzt í hópinn sem trommuleikari hljómsveitarinnar. Rings Starker (sem síðar kallaði sig 4i. tbi. viKAN 25

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.