Vikan


Vikan - 04.12.1969, Qupperneq 4

Vikan - 04.12.1969, Qupperneq 4
• Ekki eru ætíð jól. • Far þú vel, svo fóru jólin. íslenzkir málshættir. r 1 Loksins segist hann hafa fundið ástina sína, og í þetta skiptið er það ekkert stundarfyrirbrigði. Gunther Sachs, sá 36 ára gamli glaumgosi lýsti nýlega yfir trú- lofun sinni og sænsku fyrirsætunnar Mirju Larsson, er þau dvöldu í villu hans í svissnesku Ölpunum. En Mirja er að- eins 26 ára, og því fékk faðir hennar, sem er ráðsettur fasteignasali í Stokkhólmi, Gunther til að lofa hátíðlega að haga sér almennilega, svo ekki færi eins um vænt- anlegt hjónaband þeirra og fór fyrir Gunther títtnefndum og Brigitte Bardot, sem skildi nýlega við glaumgosann. Sagði Gunther við frétta- menn við tækifærið: „Kg lít allt öðrum augum á konur eftir að ég kynntist Mirju,“ og Mirja sagði að hún væri ekki „ . . . hrædd við fortíð hans. Hún skiptir mig ekki máli. í honum hef ég fundið eiginmanninn sem mig hefur alltaf dreymt um.“ Það getur varla hafa farið framhjá nein- um sem les blöðin, að bandaríski söngv- arinn, tónlistarmaðurinn og ljóðskáldið Bob Dylan er kominn fram á sjónarsvið- ið aftur, eftir fjögurra ára hlé, en þá háls- brotnaði hann í umferðarslysi. Nú talar hann um hljómleikaferð um Ameríku og í því tilefni veitti hann viðtal við neðan- jarðarblað í San Francisco, en hann hef- ur aldrei verið mikið fyrir það að tala við blaðamenn. Þar sagði hann m. a.: „Sko, fljótlega eftir að plöturnar mínar fóru að seljast var farið að spyrja mig hvort ég semdi ekki eitthvað fleira en bara lög. Hvort ég gæti ekki skrifað bók. Nú, ég sagði jú, og eftir það rigndi yfir mig samningum frá hinum og þessum bókaforlögum. Ég tók þann samning sem mér fannst hagstæðastur og skrifaði undir hann. Þar með varð ég að skrifa bók, ekki satt?.... Jú, auðvitað gæti ég skrifað bók núna, en það sem ég ætla að gera er að skrifa bókina fyrst og finna svo útgefandann, ertu með, ha?“ Síðast fór það nefnilega þannig hjá Dylan, að hann skrifaði bók- ina á nokkrum dögum — vegna þess að hann hafði aldrei hugsað um hana! Og enn er komið nýtt (allavega for-) nafn í kvikmyndaheiminn. Það er Xisa Farrow, systir Miu þeirrar sem eitt sinn var gift Frank Sinatra og er nú ólétt eftir músik- kantinn André Previn. Tisa þykir efnileg, og persónuleiki hennar engu lélegri en systurinnar. Hún er aðeins 18 ára og seg- ir að sig hafi alltaf dreymt um að vera leikkona. „En,“ bætir hún við, „ef mér líkar það ekki, þá hætti ég samstundis. Ég sé ekkert athugavert við það að fara að vinna aftur í kjötbúðinni á horninu.“ Og það er ábyggilegt að það væri mun öruggara fyrir hana. Hún leikur aðalhlutverkið í kvik- myndinni Homer, og óheppnin hefur elt hana á röndum. Rétt eftir að taka myndarinnar hófst í Toronto í Kanada, varð henni það á að reka fótinn ofan í híbýli moskurottu og hlaut sár á fótinn í þakk- lætisskyni. Viku síðar var hún bitinn í fótinn af óðum ketti og mátti þola 16 ákaflega sársaukafullar hundaæðissprautur 1 mallakútinn. Og að lokum —• hún lenti á krá ásamt framleiðanda myndarinnar og þar fór allt í háaloft, slagsmál etc; hún fékk stuð í rifbein, sem var viðkvæmt fyrir, og brákaðist. 4 VIKAN-JÓLABLAÐ fréttunum ■Ct -5 -S ■ct ■Ct •6 ■5 ■§ ■5 ■5 •5 ■S ■5 ■■S •5 ■c« ■k ■P ■ct £ ■c« ■6 ■5 -5 •5 •6 •p 4» ■h ■E ■5 -6 * -5 -5 ■Ct ■5 ■Ct •c* ■6 ■Ct ■Ct ■5 ■S ■Ct ■Ct -ct ■Ct ■ct ■Ct -6 ■h ■Ct ■5 ■S ■Ct ■ct ■ct ■Ct ■Ct ■Ct ■Ct ■ct ■ct ■cs ■g •B ■6 ■ -S ■5 •Ct ■5 -Ct ■Ct •S ■Ct ■ct -Ct ■Ct ■ct ■Ct •ct -ct •ct •ct ■ct ■ct F/MM RÚSÍNUR í JÓLAGRAUTINN FYRSTA TAUBRÚÐ- AN ER ENN TIL Er til nokkur betri jólagjöf handa lítilli stúlku en brúða? Þannig hefur þetta verið allt síðan jólin voru heiðin hátíð. Ein fyrsta taubrúðan var gef- in rómverskri telpu fyrir tvö þúsund árum. Brúðan er nú varðveitt á British Museum í London. AÐ SMAKKA Á JOLAÖLI í Danmörku var aðfanga- dagur jóla lengi talinn fyrsti dagur ársins, og 24. desem- ber var því bæði aðfangadag- ur og nýársdagur. í gamla daga reið því mest á því, að menn væru búnir að brugga sér jólaölið. Jafnvel í hinum aumustu kofum var það talin skylda húsráðanda að hafa ölið sem bezt. Það eimdi lengi eftir þennan sið í Danmörku og talshátturinn að hafa smakkað á jólaölinu þýddi lengi að vera þéttkenndur. m JOLASTJARNA í BETLEHEM f borginni Betlehem í Penn- sylvaniu er nú hægt að sjá hina björtu jólastjörnu. Það er rafmagnsstjarna, sem sett var á fjall skammt frá borg- inni. EFTIR ÖLLUM SÓLARMERKJUM AÐ DÆMA Það kannast allir við orð- takið „Eftir öllum sólarmerkj- um að dæma“. Talið er lík- legast, að það sé runnið frá þeim sið, sem víða tíðkaðist á Norðurlöndum til forna, að menn skáru merki í trébálka, eitt fyrir hvern dag á jólum. Menn mörkuðu, að veðrið mundi verða líkt því, sem það var hvern þessara daga. Og merkin tólf táknuðu því hina tólf mánuði ársins. JÖLAGJAFIR TIL FORNA Hér áður fyrr var ekki minna um jólagjafir en nú á dögum, að minnsta kosti í þeim löndum, þar sem ekki ríkti skortur. í Danmörku var þessu þannig varið, að þeir sem mest og stærst gáfu voru aðalsmenn og íslandskaup- menn. Til dæmis gaf Erik Rosenkrands lénsmaður á Bergenhus eitt sinn 187 mönn- um jólagjafir og meira að segja 3—4 gjafir hverjum einstökum. Kristján konung- ur IV gaf ráðherrum sínum á hverjum jólum ósvikna gullhringi, sem virtir voru á % mörg þúsund danskar krón- I Ur' & 3- 3- 3- £!■ «• 3- 3- 3- 3- 3- 3- 3- 3- 3- 3- 3- 3- 3- 3- 3- 3- 3- 3- 3- 3- 3- 3-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.