Vikan - 04.12.1969, Side 6
Rowentðt
SJÁLFVIRK BRAUÐRIST
Djúpsuðupottur
Spegill spegill herm
þú mér...
Kæri Póstur!
Við erum hér tvær stelpur sem
erum að rífast um beztu trommu-
leikarana á landinu. Þú gætir
vel bundið enda á deilu okkar
með því að segja okkur hverjir
5 beztu trommuleikararnir á
landinu eru.
Við þökkum VIKUNNI fyrir
allt það skemmtilega sem hún
hefur birt — einnig það leiðin-
lega.
Helga og Heddý.
P.S. Hvernig er skriftin?
Þetta er geysilega erfið spurn-
ing og eiginlega ómögulegt að
svara henni. Það eru til margir
mjög snjallir trommuleikarar á
íslandi, en vitaskuld ber mest á
poptrymblunum. Þó held ég að
ekki sé úr vegi að nefna menn
eins og Pétur Östlund, Gunnar
Jökul, Guðmund Steingrímsson,
Ólaf Garðarsson, Jóhannes Egg-
ertsson og marga fleiri. Að sjálf-
sögðu verða margir mér sjálf-
sagt ósammála, en betra er að
taka það fram, að þeir eru ekki
taldir upp hér í neinni ákveð-
inni röð. Sitt sýnist hverjum.
P.S. Ágæt.
Hef átt séns í hann
Kæri Póstur'
Þannig er mál með vexti að ég
er hrifin af 19 ára gömlum strák
og hef haft séns í hann, en ég er
ekki nema 16 ára og hann veit
ekki að ég er svona ung, en ég
er alveg ofsalega hrifin af hon-
um. Finnst þér ekki anzi mikill
aldursmunur á okkur? Ég von-
ast fljótlega eftir svari; þetta er
dálítið áríðandi fyrir mig.
Svo að lokum vil ég þakka
ykkur kærlega fyrir skemmtilegt
blað en ég kaupi alltaf VIKUNA.
Með kæru þakklæti fyrir allt.
Anna.
Nei, ekki get ég sagt að mér
finnist aldursmunurinn svo af-
gerandi, en vel má vera að pilt-
urinn atama sé ekki á sama máli
og ég. En á þessum síðustu og
verstu tímum er um að gera að
ota sínum tota, og því skaltu
halda áfram að reyna við hann
— þangað til hann gefur þér til
kynna að það sé ekki velkomið
lengur — eða þar til þú hættir
að hafa áhuga á honum.
HúsmæSraskóli
Kæri Póstur!
Viljið þér vera svo vænn að
gefa mér nokkrar upplýsingar
um Húsmæðraskóla Reykjavík-
ur:
1. Er hægt að fara þar á nám-
skeið í nokkra mánuði?
2. Hvað er skólinn sjálfur
langur?
3. Hva:ð kostar hann?
Vona að þetta birtist fljótt. —
Með fyrirfram þakklæti.
S. S.
P.S. Eru aðrir húsmæðraskól-
ar á landinu með námskeið?
Húsmæðraskólinn heldur þessi
námskeið:
Dagnámskeið frá 15/9—15/12,
og kostar það 7—8000 krónur.
Dagnámskeið frá jan.—maí-
Ioka, og kostar það 10—11000
krónur. Þá eru haldin 6 fimm-
vikna kvöldnámskeið þar, og
kosta þau um 2000 krónur.
Skólinn sjálfur er 9 mánuðir,
sem venjulegir skólar, og kostar
það rúmar 20000 krónur, — allt
innifalið: Fæði, húsnæði, flestar
bækur og öll vinna nema kjóla-
saumur.
Og hvað pé-essið snertir, þá
heldur húsmæðraskólinn á Ak-
ureyri sennilega námskeið líka.
Málsháttur
Kæri Póstur!
Þú gætir kannski frætt mig á
því, hvernig íslenzki málsháttur-
inn „Sjaldan er tófa trygg“
hljóðar réttur, eða hvort hann er
réttur svona eins og ég hef
skrifað hann. Ég hef lent í rifr-
lldi út af þessu og bið þig að
svara mér því fljótt.
H. K.
í bókinni „íslenzkir málshættir"
eru fjórar útgáfur af þessum
málshætti, og engin þeirra er
eins og þú tilgreinir: 1. Aldrei
verður tófa tryggð. 2. Seint verð-
ur tófa tryggð, þótt tekin sé úr
henni rófa. 3. Aldrei tryggist
tófa, þótt tekin sé af henni rófa.
4. Ekki verður tófan tryggð, þótt
tekið sé af henni skottið.
Einhliða ást
Pósturinn!
Fyrir nokkrum mánuðum síð-
an kynntist ég stúlku sem ég
varð strax ákaflega hrifin af.
Síðan þá höfum við verið sam-
an og þá meina ég á allan hátt.
Bæði höfum við ákaflega gaman
af því að lifa saman, en vanda-