Vikan


Vikan - 04.12.1969, Síða 8

Vikan - 04.12.1969, Síða 8
EINANGRUNARGLER r- -K -K í -K -K -K -K -X -K -K -K -K -K -K -K -K -K -K -K -K -K -K -K -K -K -K -K -K -K -K -K -K -K -K -K -K -K -K -K -K -K -K -K Jóbþjódsagan ÁLFKONAN HJÁ ULLARVÖTNUM Fyrir austan nálægt Ullar- vötnum hurfu menn hér fjórir eða fimm, hver eftir annan, er leituðu að fé upp á fjöll. Voru þeir sendir frá fjárbónda einum, er vantaði allar kindur sínar, er hvergi fundust í byggðinni, og fékk því menn til þess að leita þeirra upp um fjöll. En þeir komu ei aftur og ei fundust þeir dauðir. Bóndi átti son, er Sig- urður hét. Hann bjó sig út dag einn í góðu veðri að leita kind- anna og kvaddi foreldra sína. Var það þeim á móti skapi að hann færi, en hann vildi ei ann- að en fara. Þetta var seint á sumri. Hann fer svo af stað og leitar víða og finnur hvorki mennina né kindurnar. Kemur hann loks að vötnum stórum. Þar sá hann ullarflekki með vötnunum og kindur þar um grandana. Hann gengur að kind- unum og hugsar, að þar séu kindur föður síns og þeirra er vöntuðu kindur. f þessu gengur kvenmaður að honum og heilsar honum blíðlega. Hann tekur kveðjunni og spyr hana að nafni. Hún segir: „Ég heiti Vandráð eður Val- björg, og þykir mér gott, Sig- urður, að þú ert hér kominn.“ Hann segir: „Hvernig getur þú vitað nafn mitt, þar eð ég hefi aldrei séð þig?“ Hún segir: „Ég þekki bæði þig og föður þinn, er Andrés heitir, og ert þú að leita að kindum hans og mönnum þeim, er hann hefur sent að leita þeirra, og er þér það með sanni að segja, að ég hefi valdið hvarfi kindanna og svo líka dauða mannanna, og slíkan dauða skalt þú hljóta, nema þú gjörir minn vilja.“ Sigurður segir: „Hver er þá þinn vilji, og lát mig það heyra.“ Hún mælti: „Það er minn vilji, að þú farir til mín og búir með mér.“ Sigurður segir: „Vita vil ég, hvað manna þú ert, áður en ég játa því og mátt þú vita, að ég hræðist ei dauða minn.“ Hún mælti: ..Ég er álfa kyns, og á ég heima hér nálægt í hól einum.“ Sigurður svarar: „Til þín skal ég fara með því móti, að ég megi byggja mér bæ eins og ég hefi vanizt að búa í “ „Því skaltu mega ráða,“ segir hún. „Það er og eitt enn, er ég áskil við þig,“ segir Sigurður, „að þú sjáir um, að kindur föður míns komist til hans.“ „Það skal og vera,“ segir hún, „og líka skal hann vita, að þú ert á lífi og vel haldinn, þótt ei komir þú til hans.“ „Það líkar mér vel,“ segir Sig- urður. „Nú skaltu með mér koma til híbýla minna,“ segir hún. Sigurður gengur nú með henni, þangað til þau koma að hól ein- um stórum. Sýnist Sigurði, sem laglegar bæjardyr væru á hon- um og var tré í kringum þær. Leiðir hún nú Sigurð inn þang- að. Sýnist honum hús þar alllag- leg þá inn var komið og auðugt yfir að líta. Hún segir: „Ég hefi verið hér í tvö ár, síðan ég missti foreldra mína, og hefi ég lítt unað mér. En ei hefi ég viljað neinn af mínu kyni til mín taka, og þykist ég nú sæl vera, Sigurður minn, þar sem þú ert til mín kominn, og mun nú fara sem faðir minn sagði, að ég mun kyn mitt auka með mennsk- um manni.“ Er nú Sigurður þar hjá henni, og þótti honum flest óviðfelldið. Verður hann þegar hjá henni að sofa, og jók honum það hinn mesta viðbjóð, en hlaut þó svo að vera. Svo fór samt um síðir, að hann felldi sig vel við það. Morgun einn, þá Andrés, faðir Sigurðar, fór á fætur, sá hann hvar kindur hans voru í túninu; taldi hann þær, og vantaði enga. Honum þykir vænt um og hugs- ar, að Sigurður sé kominn í bæ- inn, leitar hans, en finnur hvergi. Þykir bónda þetta undarlegt. Kallar hann síðan menn til sín og biður þá að leita Sigurðar. Þeir fóru nú af stað tuttugu sam- an að leita hans um fjöll og hálsa og fundu ekki; sneru síð- an aftur við svo búið. Féll bónda það svo þungt, að hann lagðist í rúmið af harmi. Eina nótt dreymir hann, að honum þótti kona til sín koma og segja svo við sig: „Vertu ei hryggur, bóndi. Sig- urður sonur þinn lifir og er ánægður, eins og hann væri hjá þér, og býr hann með mér, og 8 VIKAN-JÓLABLAÐ
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.