Vikan - 04.12.1969, Qupperneq 9
kom ég kindum þínum eítir
beiðni hans og vilja til þín.“
Gekk hún svo burt frá hon-
um. Hann vaknar síðan og er
hressari. En um morguninn fór
hann á fætur og sér um eigur
sínar, eins og hann hafði áður
gjört.
Liðu nú þrjú ár, að ei spyrst
til Sigurðar. Um haustið snemma
á hinu þriðja ári dreymir bónda,
að honum þótti Sigurður sonur
sinn koma til sín, heilsa sér og
segja:
„Það vildi ég faðir minn, að
þú kæmir til Ullarvatna að-
fangadagskvöld jóla og að þú
fengir með þér prestinn, séra
Eirík. Þá þið komið þangað,
munuð þið sjá bæ minn og hann
standa opinn. Þið skuluð ganga
í bæinn, og bið prestinn að
standa í göngunum og taka á
móti konu, er koma mun úr bað-
stofu, og sjá svo til að ei sleppi
úr höndum hans, því að þar
liggur mikið við. En þú skalt
ganga í baðstofu og standa á
gólfi og guða þar. Geti þetta ei
orðið á þessu kvöldi, þá verður
það ei síðar, og fær þú þá aldrei
séð mig oftar.“
Sigurður fór þá á braut, en
bóndi vaknar og hugsar um
drauminn og ásetur sér að gjöra
það sem Sigurður bað hann um
í svefni, því að draumur þessi
muni ekkert heilarugl vera held-
ur sönn vitrun.
Finnur hann nú prestinn séra
Eirík og segir honum frá því er
Sigurður talaði við hann í svefn-
inum. Prestur segir, að það muni
satt vera, því að sig hafi löngum
grunað, að hann væri haldinn
hjá álfum og segist skuli fara
með bónda, að hverju sem yrði.
Þegar tími þótti hentugur að
fara, búa þeir sig tveir til ferð-
ar, prestur og bóndi, og fara svo
af stað. Koma þeir svo að Ullar-
vötnum aðfangadagskvöld fyrir
jól. Þeir sjá bæinn, og stendur
hann opinn. Síðan ganga þeir
inn, prestur stendur í göngun-
um, en bóndi gengur i baðstofu.
Þá bóndi kom i baðstofu, sá hann
son sinn sitja á kistu fyrir fram-
an rúm, er hann sá konu sitja í.
Hún hélt á barni, en Sigurður
var að karra ull. Rugga var fyr-
ir framan rúmið og barn í. Ljós
brann á kerti. Bóndi guðar á
gólfinu. Við það verður konunni
svo bilt, að hún kastar barninu
í rúmið, en stekkur yfir rugg-
una og ofan og ætlar út. En þá
hún kemur i göngin, tekur prest-
ur um hana miðja. Á hann nóg
með að halda henni, en hann var
þó haldinn meir en tveggja maki
að burðum og þar að auki nóg
lesinn í fornfræði. Koma þeir þá
úr baðstofunni, bóndi og sonur
hans með ljós. Fer nú prestur
höndum um konuna; af því
gæfðist hún.
Eru þeir þar um nóttina, og
vakir prestur yfir henni. Er hún
stundum í ómegin, en þess á
milli er hún að gráta og biðja
prest að sleppa sér; en það gjör-
ir hann ekki. Leið svo til dags.
En þá dagur var kominn, búa
þeir sig til ferðar. Skilst Sigurð-
ur við bæ sinn, en þeir taka
börnin og konuna með sér og
lifandi pening er þar var. Er
það mál manna, að Sigurður
hafi slegið huldu yfir bæinn, þá
hann skildist við hann.
Nú heldur það allt leiðar sinn-
ar frá vötnunum, allt þangað til
það kemur heim á bæ Andrésar
bónda. Veður var gott og bjart
loft á meðan það var á ferð
þeirri, og tunglsljós, og áðu því
hvergi. Var prestur þar viku hjá
bónda. Vildi honum mjög örð-
ugt ganga með konukindina,
og fyrir bón bónda og Sigurðar
lét prestur hana með sér fara,
svo að hún var hjá honum um
veturinn. Lagaðist hún mjög
þann tíma. Sigurður og börn
hans voru hjá Andrési bónda vel
haldin, en lifandi pening Sigurð-
ar var komið fyrir um sveitina,
það sem faðir hans og prestur
gátu ei tekið. En á liðnu vori
gaf prestur Sigurð í hjónaband
og huldukonu þá, er hann hafði
verið hjá. Unnust þau vel og
bjuggu þar i sveit, þar sem þessi
séra Eiríkur átti yfir að segja.
Sótti hún kirkju með bónda sín-
um. En ei hefi ég heyrt, að hún
til altaris gengi eða tæki sakra-
menti og ei heldur hvort hún
stöðug væri undir messu. Hún
var góðgjörðasöm kona, svo að
hún var elskuð af fólki. Líka var
hún siðferðisgóð á heimili og
hataði ósamþykki.
Fjögur börn átti hún með
manni sínum, er á legg komust,
og munu enn lifa afkomendur
þeirra fyrir austan. Heyrt hefi
ég sagt það, að þeirra börn hafi
verið undarlegri en annað fólk,
og ég hefði þvi trúað, þó mér
hefði það sagt verið, að séra Sæ-
mundur Hólm á Helgafelli væri
þeirrar ættar. Hann segist og
vera kominn af huldufólki, en
er dulur á þá ætt að telja. Það
hefi ég heyrt, að prestur hafi
skírt fyrrnefnda konu, og veit ég
nú ei fremur hér um.
Þjóðsögur Jóns Árnasonar
(eftir handriti Ólafs Sveins-
sonar i Purkey).
•T
X
X
x
x
x
x
x
x
X
X
X
X
X
X-
X-
X-
X-
X-
X-
X-
X-
X-
X-
X-
X-
X-
X-
X-
X-
X-
X-
X-
x-
X-
í
X-
X-
í
X-
X-
X-
X-
I
X-
X-
X-
X-
X-
X-
X-
X-
X-
X-
X-
X
X
X
X
X
X
X
X
X
X
X
X
X
X
X
ÖLL FYRRI MET
er samdóma álit þeirra sem séð
hafa nýju PFAFF - SUPER AUTO-
MATIC saumavélina, sem er ódýr-
ari hér en í Þýzkalandi — verðið
er AÐEINS 19.700. Margt má nefna
vélinni til hróss, en eftirtalin fjögur
atriði verða að nægja.
1. Með alhliða stilliskífu er nú auð-
velt að stilla á sporlengd, spor-
breidd, sporlegu og hnappagöt.
2. Sérstakir takkar fyrir nytja- og
útsaumsspor.
3. Sérstakur flytjari að ofan gerir
kleyft að sauma saman óþjál og
köflótt efni án þess að þræða
þurfi efnið áður.
4. Fullkomin lausn við hnappagata-
saum.
Mjög takmarkaðar birgðir, og því
rétt að draga ekki lengi að panta
vél fyrir jólin.
Skólavörðustíg 3 — sími 13725.
STILLISKÍFAN TAKKARNIR
VIKAN-JÓLABLAÐ 9