Vikan - 04.12.1969, Qupperneq 20
KRISTIN HÁTÍÐ
í SPENNITREYJU
HJÁTRÚAR
20 VIKAN-JÓLABLAÐ
Snjónum hlóð niður, líkt og allar gáttir
himinsins hefðu opnazt. Mjöllin rauk í sveip-
um yfir hvíta akrana unz hún lagðist í mjúk-
ar dyngjur við tré og gerði. Gamli bóndinn
starði út í þetta hvíta myrkur og ók sér
„Hér vígjum við okkar jólabiskup, pró nóbis ...“
órólegur í bragði. Hann renndi augunum
uppyfir dymar, jú, þar var stál. Hnífur stóð
í þvertrénu og fór titringur um blaðið. Hann
strauk hendinni hugsandi um skeggið. Hafði
hann munað eftir öllu því nauðsynlega?
Höfðu öll verkfærin verið tekin inn af ökr-
unum? Hafði áburðarhaugurinn verið stál-
aður, og kornloftið? Hafði hann munað eftir
að leggja lítið járnstykki í hvert hinna fjög-
urra horna jarðar sinnar?
Honum leið ekki sérlega vel þarna úti í
vetrarkvöldinu, þar sem nornir og allskyns
árar léku nú lausum hala. Smávegis
gleymska gat haft í för með sér að komandi
ár færði bóndanum og fólki hans dauða og
uppskerubrest.
Stofa bóndans var lítil og lág undir loft,
en hún var hlý og þetta kvöld full með bök-
unarilm. Hann fann til öryggis, þegar hann
kom þangað inn og hafði lokað dyrunum og
læst þeim tryggilega. Nú voru híbýli hans
örugg fyrir öllum atlögum myrkraaflanna —
jólin voru komin. Þessi stórhátíð, sem færði
með sér ógrynni matar og drykkjar, leika
og fyrirheit um góða daga. Því að nú hækk-
aði sólin á ný, og bráðum kæmi betri tíð
með blóm í haga.
Allt heimilisfólkið var samankomið í stof-
unni: vinnumenn og griðkonur, daglauna-
mennirnir, smalinn og verkamenn þeir, sem
bóndinn þá þegar hafði ráðið til uppskeru-
starfanna næsta ár. Öll stóðu þau í hóp í
öðrum enda stofunnar, dálítið feimin vegna
hátíðastemningarinnar og fínu fatanna, sem
þau nú klæddust. Varðhundurinn lá við ofn-
inn og leit í kringum sig stórum, áhyggju-
fullum augum, eins og hann gæti sízt skilið
hvaða erindi hann ætti hingað inn.
Húsmóðirin gekk um og bauð fólkinu epla-
skífur og sigtibrauð með smjöri, osti og
kjöti, ásamt könnu af öli og ef til vill lögg
af einhverju sterkara. En mikið var ekki
borðað að því sinni; þetta var aðeins forrétt-
ur til að lífga lystina.
Svo tók húsbóndinn sér sæti við borðs-
endann og gætti þess um leið vandlega að
velta ekki hinu langa og digra kerti, sem
þar logaði á í látúnsstjaka. Svo settist hitt
fólkið. Þeir elztu næst húsbóndanum og hin-
ir síðan eftir ákveðnu kerfi. Enginn sagði
orð eða hreyfði sig um hríð. Síðan fór fram
helgiathöfn, sem eins og margt annað í sam-
bandi við jólin á þeim tíma var tvímælalaust
snöggtum eldri en kristnin í landinu. Hús-
bóndinn tók sleifina sína og teygði sig eftir
grautarfatinu, sem sett hafði verið á borðið,
fyllt prýðilegum, sætum graut úr mjólk og
bygggrjónum. Fyrst fékk hann sér skeiðar-
fylli fyrir góðri rúguppskeru, síðan fyrir
bygguppskerunni og þriðju skeiðina fyrir
góðri hafrasprettu.
Þar með var jólakvöldið fyrir alvöru geng-
ið í garð. Hitt fólkið þreif einnig skeiðar sín-
ar og tók að gæða sér á grautnum góða. Úti
var makt myrkranna í alveldi, en inni í
hvítskúraðri stofunni, sem í tilefni dagsins
var ljósum prýdd, ríkti friður og öryggi.
BANVÆN AUGU OG BANAKRINGLAN
Rétt eins og í dag voru jólin á miðöldun-