Vikan


Vikan - 04.12.1969, Síða 28

Vikan - 04.12.1969, Síða 28
 i : vM-'-ýý % HPltt «1111 Ww& ' > ímm. undanþágu, því ég skemmdi ekki málið. Það er alveg hörmung að heyra hvernig sumt þetta unga fólk talar. Og svo liggur við að maður verði að leysa niður um það til að gera sér grein fyrir því hvort það er karl eða kven- maður sem maður er að tala við. Og þegar stelpurnar fara að safna skeggi, sem er varla langt undan, þá hætti ég að fylgjast með“ Þú talaðir áðan um það þegar þú slasaðir þig fyrst; hefur þú slasað þig oft síðan?“ „Ójá, það er nú ekki laust við það. Einu sinni var ég á ferð uppi í Hvalfirði, í vondu veðri um nótt, og þá veit ég ekki fyrr en Fyrst verð ég nú að greiða mér, ef þetta á að verða eitthvað almcnnilegt. einhver manntuska keyrir mig niður og fótbrýtur mig. Og hann var sko ekkert að hafa fyrir því að hjálpa mér neitt, sá mæti maður, ónei. Hann henti mér aftur á bak og keyrði burtu. Og ég mátti ríða alla leið í bæinn. Tveimur dögum síðar var ég svo eitthvað að eiga við hest, og þá sló hann mig með báðum aft- urfótunum undir hökuna og tví- kjálkabraut mig. ÍÉg lét það ekki á mig fá, og reið áfram, en undir vikulok var ég á þvælingi upp við Kjalarnes, og r,þá flæktist hesturinn í Bretavír og fældist, lenti útí skurði og þá hryggbrotn- aði ég. Ég reið þó í síma og sagði lækninum að ég væri hryggbrot- in, en hann trúði mér ekki og kom ekki fyrr en löngu síðar.“ Ég leyfi mér nú að efast um sannleiksgildi þessara orða, því það þykir mér ótrúleg þrekraun að sama manneskjan fótbrotni, tvíkjálkabrotni og hryggbrotni —- allt í sömu vikunni, en Sig- ríður þykkist við og stendur fast á sínu: „Ég var nú engin dúkka hér áður fyrr, og er ekki enn. Þetta var fyrir 25 árum, og þið getið bara spurt hann Sigurð Ól- afsson. Hann veit allt um þetta mál. Jú, ég hef nú svo sem lent í hinum og þessum hrakningum, og alltaf sloppið lifandi. Guð ætl- aði mér ekki að verða úti á Stórasandi og hann ætlaði mér ekki að drukkna þarna fyrir norðan um árið.“ „Drukkna.. •?“ „Já, það var árið eftir að ég kom af Stórasandi. Þá var ég búin að vera á ferðalagi allt sumarið, og var á bæ norður í landi. Þetta var í ágústlok, og veðrið alveg dásamlega fallegt. Þarna við bæinn er vatn, og einn maðurinn á bænum var að koma að landi eftir að hafa verið að draga silung allan daginn. Ég bað hann að róa með mig einn hring um vatnið. Þetta var bara lítil kæna, og hann fór að henda fiskinum upp á bakkann. Svo tók hann árarnir og setti fjöl aftur í skutinn á bátnum, og lét mig setjast þar. Og áður en ég veit af, ýtir hann bátnum frá og læt- Ég fer ekki einu sinni út í fiskbúð án þess að hafa skotthúfuna á kollinum. ur mig reka aleina út á vatnið. Að hugsa sér að fullorðnir menn geti látið svona. Já, hann gerði þetta bara af bölvun sinni og óþverra- og hrekkjaskap. Nú, ég mátti sitja í bátnum þangað til klukkan þrjú um nóttina, í nístandi kulda, og söng Sjó- mannavalsinn til að halda á mér hita, „ÞaðgefurábátinnviðGræn- land . . .“ Hún ruggar sér og hefur stung- ið höndunum undir lærin; hún situr á þeim. Öðru hverju stekk- ur hún upp og fer inn í næsta herbergi, þaðaln sem hún svo kallar í okkur og hefur lítið fyr- ir því að halda sér við söguþráð- inn eða spurningarnar. „Það er bara alveg óskaplegt með þetta fólk hér í bænum. Það hugsar ekkert. Ég skal bara segja þér það væni minn, að þegar ég kom heim klukkan eitt í nótt, þá Það er töluvert fyrirtæki að greiða þetta hár; flétta það, hnýta og greiða. var opið hús út á hlað. Það er sko ekki nema von þó ég sé nötrandi úr hræðslu þegar ég er að koma heim í myrkrinu. Og hingað kemur aldrei neinn. Ég gæti verið dauð og úldin hér í marga mánuði, án þess að nokk- ur vissi um það. Já, ég fór í Gúttó í gærkvöldi. Ég var nú ekki búin að fara út að skemmta mér í tvö ár, svo ég dreif mig bara í gær .... Auð- vitað fór ég ein. Ef ég ætlaði að fara að bíða eftir því að einhver kæmi hér til að fara með mig, þá mætti ég svo sannarlega bíða lengi. Annars er varla hægt að tala um Gúttó lengur, það er bú- ið að rífa það allt og eyðileggja. En þessi höll þeirra er ágæt. Ég dansaði þar við einn manninn af bæjarskrifstofunum; skottis og vals, en þá var ég orðin assgoti móð. É'g hef nefnilega ekki dans- að í tvö ár, og svo sveiflaði hann mér svo rækalli hratt.“ Já, hún er ekki dauð úr öllum æðum, gamla konan, þótt hún sé orðin rúmlega sjötug, og það eru ekki mörg ár síðan hún barg 28 VIKAN-JÓLABLAÐ
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.