Vikan


Vikan - 04.12.1969, Blaðsíða 32

Vikan - 04.12.1969, Blaðsíða 32
AHESTB/ UM ALDAII Gamlar ferðasögur erlendra manna hafa löngum þótt for- vitnilegt og eftirsótt lestrar- efni. Hér birtist ein slík og býsna skemmtileg. Hún er eftir frú L.F.K. von Thiele og birtist fyrst í „The World White Magazine“ í febrúar 1902, en ferðin sjálf var far- in aldamótasumarið....... eðan á ferð minni um ísland stóð vorum við sex í hóp — þekkt- ur virðingamaður kirkjunnar, háskólakennari frá Cambridge, maður einn alkunnur undir nafn- inu „Vísir“, sakir víðtækrar þekkingar sinnar á öllum hlut- um undir sólinni, íslenzkur land- könnuður — sem var meðlimur Brezka landfræðifélagsins — og við tvær. Fylgdarlið okkar voru þrír leiðsögumenn og tuttugu og fjórir hestar, sem báru föggur okkar — tjöld, rúmföt, matvæli o.s.frv., auk þess höfðum við hvert sinn hest til reiðar. Við vorum á leið til híns fræga Geysis-dals (Haukadals) á ís- landi. íslendingar reyndust okkur mjög gestrisnir. Þegar spurðist um komu okkar, kom héraðs- höfðinginn, — oftast læknirinn, presturinn eða hreppstjórinn, stundum langt að — til móts við okkur og bauð okkur að dvelj- ast hjá sér, og ef við þáðum boð- ið, var maður á hestbaki sendur um nágrennið til að sækja kræs- ingar og munaðarvörur. Þetta var svo framreitt fyrir okkur með svo barnslegum innileik og metnaði, að við hefðum verið mjög vandfýsin, ef við hefðum ekki kunnað að meta svona ein- læga gestrisni. Oft, þegar við nálguðumst bóndabæina, lagði á móti okkur ilminn af nýbrenndu kaffi, og húsmóðirin kom á móti okkur út á hlaðið með bolla og sjóðheitt kaffi og könnu með hnausþykkum rjóma; með þessu fylgdu glóðarbakaðar rúgkökur og smjör. Stundum var okkur líka borið snjóhvítt mjólkur- hlaup, sem kallast „skyr“, í skál- um, með rjóma út á. Allt var þetta framreitt með gleði hins gestrisna veitanda, eins og hans væri heiðurinn en okkar lítil- lætið, borgun þýddi ekki að minnast á. Við lagskonurr.ar vor- um svo heppnar, að hafa með- ferðis nokkra smáhluti og stáss- gripi, sem við gáfum gestgjöfum okkar. Voru þessar smágjafir vel þegnar; einkum þótti konunum vænt um þær. Ferðin hófst frá prestssetrinu Hruna. Þar sem séra Briem** er prestur. — Eitt herbergi á prests- setrinu var notað af sýslumanni héraðsins sem dómsalur til yfir- heyrslu í lögbrotsmálum, er fyr- ir kunnu að koma í umdæmi hans. En íslendingar eru vel stilltir og löghlýðnir, svo að starf þessa embættismanns er mest- megnis fólgið í að koma á sætt- um í landamerkjaþrætum, deil- um um eignarrétt á óskilakind- um o.s.frv. Ég spurði hinn ágæta guðsmann hvað hann myndi gera ef hann þyrfti að senda mann í „svartholið", því þarna var hvorki lögregluþjónn né fangelsi. En hann varð bara vandræða- legur og sagðist ekki hafa hug- mynd um það. Einn af samferða- mönnum okkar, — það var land- könnuðurinn — sagði okkur, að einu sinni hefði hann verið á ferð í strjálbýlu héraði og mætt e'n- um landa sínum. Hann heilsaði honum og stanzaði, eins og siður er í þessu líttbyggða landi, og tók hann tali. Maðurinn sagðist vera á leið til Reykjavíkur, því að sýslumaðurinn í sveit hans hafði dæmt sig til nokkurra vikna fangavistar fyrir eitthvert lítil- ** Séra Jóhann Briem. Ferðafólk f hátíðaskapi. Mynd eftir erlendan listamann gerð nokkru fyrir aidamótin. vægt lögbrot. En þar sem ekkert fangelsi var í héraðinu, varð hann að fara til Reykjavíkur til að taka út refsinguna. Um þetta leyti voru allir önnum kafnir við heyvinnu, svo að enginn mátti vera að því að fara með hann þangað. Sýslumaðurinn hafði því afhent manninum skrifleg skil- ríki fyrir erindi hans, sem átti svo að afhenda fangaverðinum; mundi honum þá verða stungið inn. „Þú ætlar þó ekki að fara að leggja það á þig að fara til Reykjavíkur í þessum erindum?" sagði vinur okkar. íslendingur- inn leit snöggt upp með furðu- svip, en sagði svo sakleysislega, að vissulega hefði hann heldur viljað fá fylgd á svo langri og einmanalegri leið, en varla gæti hann vænzt þess, að nágrannar sínir færu að fórna heyjum sín- um af þessari ástæðu. En sagan er ekki alveg búin, því skömmu seinna mætti vinur okkar þess- um sama manni á förnum vegi, stökk af baki og fór að erta hann með því, að hann hefði þá eftir allt saman farið að ráðum sínum og hætt við að fara til fangavarð- arins. „Hreint ekki,“ svaraði mað- urinn, „ég fór til hans, en því miður hafði ég týnt bréfinu og fangavörðurinn afsagði að hleypa mér í fangelsið nema ég sýndi skiiríkin svart á hvítu. Hann sagðist ekki vita nema ég væri einhver hrekkjalómur — og rak mig heim aftur.“ Nóttina áður en við lögðum af stað gistum við á prestsetrinu og sváfum ágætlega, í hreinu, þilj- uðu herbergi með glugga á, sem hægt var að opna; en venjulega eru gluggar í íslenzkum húsum ekki á hjörum, heldur aðeins gat á gluggapóstinum á stærð við sexpence-pening, sem oftast er tappi í. Ég þarf varla að taka fram, að svefnherbergishurðin var ólæst; allsstaðar, þar sem ég kom, var bersýnilega talið óþarft að læsa hurðum. Þegar við vöknuðum, morgun- inn eftir, var heiður himinn og glaðasólskin og bárujárnið á hús- inu svo heitt, að við gátum varla snert það án þess að brenna okk- ur. Við vorum önnum kafin við að ferðbúast þegar hrópað var á okkur að koma fljótt og sjá merkilega sýn. Við hlupum út og litum til lofts og sáum þá þrjár sólir á lofti í stað hinnar einu vanalegu. Þetta var hið sjaldséna náttúrufyrirbrigði sem kallað er 32 VIKAN-JÓLABLAÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.