Vikan - 04.12.1969, Page 33
Kl TIL GEYSIS
/IÓTIN
Str * K*i.í
Strokkur gýs, og erlendir terða-
menn horfa liugfangnir á. Teikning
eftir J. Blackburn.
að fjallahlíðunum, en heimafólk-
ið vann við að koma nýslegnu,
ilmandi heyinu undir þak. Krist-
altærar lindir runnu undan
svörtu og grettnu hrauninu og
mynduðu straumharða læki, en
uppi yfir öllu þessu blikað' tind-
ur Eyiafiallaiökuls hátignarlega
undir heiðbláma loftsins.
A einum stað komum við að
fúnu mýrlendi, sem við urðum
að fara yfir. Þótt við hefðum oft
áður riðið um votlendi, þá höfð-
um við aldre' farið um slíkt
kviksyndi sem þarna reyndist.
Eins langt og augað eygði var
ekkert að sjá nema hvítar fífu-
breiður og rauðleitar, blaktandi
mýrastarir. Hestarnir ieituðust
við að þræða vegarslóðina, en
sukku hvað eftir annað upp í
kvið og þegar þeir fóru að brjót-
ast um og reyna að losna úr hin-
4 Við Geysi. Gömul teikning eftir frú
J. Blackburn.
falssólir eða aukasólir. Klukkan
var þá milli átta og hálfníu. Þeg-
ar við skyggðum hönd fyrir augu
og litum til lofts, sáum við sólina
með sína aukasólina á hvora hlið.
Þær voru viðlíka stórar og móð-
ursólin en með geislabrotsbauga
umhverfis, eins og litskrúðugan
regnboga og vissi rauði liturinn
að sólinni hjá báðum aukasólun-
um. Þetta var hrífandi fögur sjón.
Við dvöldum þó ekki lengi við
þetta, því við áttum langa dagleið
framundan — við ætluðum
nefnilega að leggja krók á leið
okkar og skoða um leið hinn
fræga Gullfoss — svo við kvödd-
um í skyndi og héldum af stað.
Þó að sólin skini í heiði og hefði
verið óþægilega heit í öðrum
löndum, voru áhrif sólskinsins
hér svo fjörgandi, að maður varð
sem drukkinn af lífsfiöri. Loftið
virt:st ólga af lífskrafti og fjöri
og okkur fannst eins og kvika-
silfur renna um æðarnar. Vegur-
inn var víða mjög torfarinn, um
hraun og þýft graslendi þakið
þúsundum þúfna, sem minntu
helzt á gríðarstóran grafreit með
þúsundum leiða. Mér veittist erf-
itt að telia mér trú um, að við
værum ekki að fremja helgi-
sp’öll. Þessir hólar eru algengt
einkenni á íslenzku landslagi og
mynda oft stórar spildur, með
geilum og sprungum, eins til
tveggja feta djúpum og viðlíka
breiðum. Þessi ,,vegur“ orsakaði
ailoft kröftug orðatiltæki hiá
þeim samfylgdarmönnum okkar,
sem kloflangir voru, því þeir rifu
svörðin af þúfnakollunum með
fótunum, þegar hestarnir fylgdu
skorningunum.
Við riðum allan daginn um
breytilegt og fagurt landslag
fagurgrænt grasið var falleg
mótsetning við djúpa skuggana í
giljunum, sem skárust inn í
fjallahlíðarnar, þar sem hvítt og
svart sauðfé starði forvitnislega
á ferðamannhópinn. En lengra í
burtu hjúfruðu bændabýlin með
grænum hallandi túnum sig upp
um foruga faðmi fenjanna, sukku
þeir dýpra og dýpra í þessa við-
bjóðslegu leðju, og það var með
mestu hörkubrögðum að þeir
náðust upp úr. Það var blátt
áfram hræðilegt að sjá, hvernig
þessi voðalegu foræði eins og
reyndu að soga í sig menn og
skepnur. Einn áburðarhesturinn
sökk hvað eftir annað og við
vorum hrædd við að fara út í ó-
færuna honum til hjálpar, því að
jarðvegurinn var svo gljúpur og
vatnsósa, að hvað lítil þyngdar-
aukning sem var, hefði getað sett
allt í kaf, hestinn og björgunar-
manninn. Vesalings skepnan
virtist skilja hin hræðilegu örlög
sem biðu hennar, því hún brauzt
um í keldunni með ógurlegu
hræðsluhneggi, en allt virtist ár-
angurslaust, hún sökk æ dýpra
og dýrpra í þetta ógurlega ginn-
ungagap. Maður varð veikur við
að horfa upp á kvalir aumingja
skepnunnar og við snerum okkur
undan, til að sjá ekki meira. En
einmitt þegar allt virtist von-
laust og varla sást á neitt nema
höfuðið upp úr foraðinu, tókst
hestinum með ýtrustu, æðisgeng-
inni áreynslu sinni að bylta sér
upp að dálítilli grasþúfu, þar sem
leiðsögumennirnir gátu náð til
hans með mikilli varfærni og að
síðustu dregið hann upp úr með
lagni og samtakaorku.
Klukkutíma síðar komum við
að vaðinu á Hvítá og tókst vel
að komast yfir um, þótt áin væri
svo straumhörð að hestarnir áttu
illt með að fóta sig í vatnsflaumn-
um. Við sáum Hvítárgljúfrið,
með 100 feta standberg á báðar
hliðar, þar sem áin rennur svo
þröngt, að hvítar öldurnar leika
höfrungshlaup í ákafanum að
sleppa út úr þrengslunum. Upp
yfir efri enda bugðótts gljúfurs-
ins ber úðann af Gullfossi, sem er
stærsti foss í Evrópu annar en
Dettifoss. Fossinn er ákaflega
fagur og stórfenglegur. Hvítá
kemur allt í einu í ljós framund-
an dökkri klettaöxl, nærri fimm
hundruð metra breið, í einu lagi,
en miókkar niður í þrjú hundr-
uð við efri fossinn. Þar steypist
vatnið niður í lágt klettarið, sem
liggur á ská yfir árfarveginn og
fellur n:ður í óteljandi fögrum
smáfossum, en sameinast svo aft-
ur niður í hyldýpið hundruðum
feta neðar. Ofan við fossinn tek-
ur við óbyggileg sandauðn þar
sem ekkert getur þrifist.
Þegar við nálguðumst hvera-
svæðið, var til að sjá eins og það
skiptist í tvennt og minnti reyk-
urinn mann e'nna helzt á járn-
brautarlest sem kæmi út úr jarð-
göngum. Við komu okkar sáum
við að Hannes, hinn ágæti fyrir-
liði fylgdarmannanna, hafði sett
upp tjöldin rétt hjá Stóra Geysi
og fyrsta atriðið, sem beið úr-
lausnar okkar var að velia um,
hvort við vildum heldur gista í
tjöldunum eða í gistihúsinu —
Framhald á bls. 59.
VIKAN-JÓLABLAÐ 33