Vikan


Vikan - 04.12.1969, Page 57

Vikan - 04.12.1969, Page 57
r- 1. þraut: Raðið upp eldspýtum þannig, að þær myndi 16 ferninga, eins og myndin sýnir. Hvað er hægt að hreyfa fæstar eldspýtur til þess að rjúfa alla ferningana? 2. þraut: Raðið 12 peningum á þann hátt, að þeir myndi sex raðir og séu fjórir í hverri röð. Þetta er hægt, þótt það sé erfitt. 3. þraut: Raðið níu eldspýtum hlið við hlið og gerið úr þeim þrjár tylftir. llltiill 4. þraut: Raðið átta eldspýtum þannig, að þær myndi tvo ferninga og fjóra þríhyrninga. 1 1“ pr 5. þraut: Raðið 17 eldspýtum þannig, að þær myndi sex ferninga, eins og myndin sýnir. Reynið að taka burt sex eldspýtur þannig, að eftir verði aðeins tveir ferningar. 6. þraut: Raðið eldspýtum eins og myndin sýnir. Færið þrjár spýt- ur þannig, að ferningunum fækki úr fimm í fjóra af sömu stærð. w 7. þraut: Komið átta peningum (eða peðum) fyrir á skákborði þann- ig, að engir tveir séu í beinni línu hver af öðrum lóðrétt, lá- rétt eða á ská. Þetta er erfið þraut og hægt að glíma lengi við hana. 2/^N /7eo\\ Uoe,JJ 5 'm 5 Uo JJ 6 ’m (C°9 u 11 ©o Jj 8. þraut: Hérna sjáið þið ofurlitla dægradvöl, sem er alls ekki auð- veld. Þið byrjið með því að strika átta ferhyrnda reiti á pappírsblað. Og svo verðið þið að ná í sex hnappa -— þrjá svarta og þrjá hvíta — og leggið þá eins og sýnt er á myndinni. Nú er vandinn að láta þá svörtu og hvítu skipta um stað, en það verður að vera eftir þessum reglum: Það má aðeins flytja einn hnapp í einu, annaðhvort til hægri eða vinstri, upp og nið- ur eða á ská milli reita. Reitur- inn, sem flutt er á, verður að vera auður fyrir, og maður byrj- ar með því að flytja svart og svo hvítt og þannig áfram á víxl. Það eru fleiri leiðir en ein til að gera þetta, en um er að gera að flytja eins sjaldan og mögulegt er. Ein lausnin er svona: Flytjið 7 á 3, 8 á 7, 4 á 8, 2 á 4, 1 á 2, 4 á 1, 3 á 4, 7 á 3, 4 á 7, 5 á 4, 7 á 5 og 3 á 7. Krakkarnir fjórir hafa allir hringt til jólasveinsins til að tala við hann um jólagjafirnar. En þau geta vitaskuld ekki talað öll við hann í einu. Getið þið, án þess að nota blýant eða fingur, heldur aðeins með því að fylgja línunum með augunum, séð hvert barnanna er svo heppið að ná sambandi við hann? LAUSNIR ERU A BLS. 98. 9 þraut: Þetta er 21-þrautin. Hún er fólgin í því að skrifa tölurnar 1—8 í hringina á myndinni þann- ig, að útkoman úr hverri beinni línu verði alltaf 21, þegar maður leggur tölurnar saman. Tölurn- ar fjórar, sem standa á mynd- inni, eiga að vera kyrrar og leggjast saman með hinum, sem þið skrifið. 10. þraut: Hérna sjáið þið ofurlitla dægradvöl. Þið sjáið átta tölur af 8 og nú eigið þið að raða þeim þannig, að útkoman af þeim verði þúsund. Þið ráðið sjálf hvort þið deilið, margfaldið eða leggið þær saman, bara að útkoman verði þúsund. VIKAN-JÓLABLAÐ 57
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.